Skagablaðið


Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 4
l-EHEHHEIBIEHmilfflffln Alltfulltaf Hafsteinn Baldursson á verkstœðinu sínu. Nýtt fynrtæki, Renni- þjónustan, stofnað hér Stofnaö hefur veriö fyrirtæki hér á Akranesi sem ber nafnið Renniþjónustan. Eins og nafnið bendir tii er hér um að ræða fyrirtæki, sem býður upp á renniþjónustu af ýmsu tagi. Eigandi þess og stofnandi er Hafsteinn Baldursson, rennismiður. Við Iitum inn hjá honum að verkstæði hans að Jaðarsbraut 13 fyrir stuttu. „Þetta er aukavinna til að byrja býðst á þessu sviði. Hægt er að ná með en framhaldið ræðst af við- tökum og verkefnaframboði. Ég kem til með að vinna allt úr málmi en einnig úr nylon, t.d. fóðringar. Þessi þjónusta stendur öllum til boða en framtíðarvonin er að fara út í fjöldaframleiðslu,“ sagði Haf- steinn. Ef að líkum lætur mun þjónusta Hafsteins nýtast bátaflotanum, iðnaðarmönnum og bændum í nærliggjandi hreppum einna best því hin verkstæðin hafa yfirleitt nóg með sig. Því er hér um að ræða viðbótarþjónustu, ekki að verið sé að fara inn á verksvið annarra. Auk renniþjónustu mun Hafsteinn bjóða upp á skerping- ar. Þegar við litum inn hjá honum var ekki annað að sjá en verkstæði hans væri vel tækjum búið og hann til í að takast á við flest er sambandi við Hafstein á verk- stæðinu eftir kl. 16.30 á daginn og einnig um kvöld og helgar. Sím- inn hjá honum er 2743. Skagablaðið óskar Hafsteini velfarnaðar í rekstrinum í fram- tíðinni og vonar að fyrirtæki hans megi dafna. sfld og loönu Skírnir kom að landi á þriðju- dag í síðustu viku með fyrstu síld sína á þessari vertíð. Reyndist hann með 145 tonn af stórri og fallegri síld. Hann kom síðan aftur að landi á laugardag og þá með 92 tonn. Aflinn fékkst í Isafjarðardjúpi í báðum tilvik- um. Öll síldin var söltuð hjá HB & Co. Sigurborgin kom einnig með sfld til söltunar á Iaugardag- inn. Afli hennar var 45 tonn og var saltaður hjá HB & Co. Höfrungur kom hingað með loðnu á laugardag og var það fyrsta loðnan sem hann landar hér á þessari vertíð. Afli skipsins mun hafa verið um 900 lestir. Víkingur landaði 400 lestum af loðnu á miðvikudaginn en hann kom þá til hafnar vegna bilunar á rafli. Víkingur kom svo með 1100 tonn í fyrradag. Skipið hélt á ný til veiða í fyrrinótt. Loðnu- skipið Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði landaði á mánudag 550 lestum af loðnu en þetta sama skip hefur verið í endurnýj- un hjá Þorgeir & Ellert. Sett var í það ný ljósavél, hliðarskrúfur endurnýjaðar sem og mikið af röralögnum og ýmsu öðru. Héð- an fór skipið til veiða á þriðjudag í síðustu viku eftir lagfæringarn- ar. Skipaskagi kom á mánudag að landi með um 70 tonn af fiski, sem var að uppistöðu til karfi. Þá landaði Haraldur Böðvarsson 110 tonnum á þriðjudag, mest karfa, og Krossvík einnig 110 tonnum, þorski, grálúðu og karfa. Mjög slæmar gæftir hafa verið hjá trillukörlum og erfitt að stunda veiðar, bæði með net og línu. Þegar loks hefur gefið á sjó hefur afli verið mjög tregur. Nýtt veiðibann tekur gildi í kvöld hjá bátum undir 10 rúm- lestum að stærð og stendur það fram til 1. nóvember. Urriðafoss losaði sl. laugardag 1400 tunnur, sem fara eiga undir saltsíld (en ekki hvað). Bflbeltin hafa bjargað USS™" Fyrirspum vegna ráðningar í stöðu húsvarðar Sátu umsækjendur ekki við sama borð? Svo virðist sem ráðning í starf húsvarðar Brekkubæjarskóla hafí vakið meiri athygli en gengur og gerist um ráðningar í störf á veg- um bæjarins. Ekki er um það að ræða, að ágæti þess er starfið hlaut sé dregið í efa, heldur hitt AKRANESKAUPSTAÐUR TÆKNIDEILD Fækkun villikatta Frá og meö 21. október n.k. er fyrirhugað að farga þeim villiköttum í bænum sem næst til. Þeir sem eiga ómerkta heimilisketti skulu merkja þá hið fyrsta með hálsbandi þannig að þeim verði ekki fargað í misgripum. Bæjartæknifræðingur Heilbrigðisfulltrúi hvernig staðið var að ráðning- unni. Ólafur Tr. Elíasson kom að máli við Skagablaðið vegna þess- arar ráðningar og vildi koma nokkrum athugasemdum á fram- færi. Óskaði hann jafnframt eftir því að hlutaðeigandi yfirvöld svöruðu fyrirspurn hans. Spurnin- garnar, sem hann varpar fram eru þessar: 1. Hvernig var staðið að ráðningu í starf húsvarðar Brekkubæjarskóla? 2. Voru allri umsækjend- urnir, 12 að tölu, kallaðir fyrir og látnir gera grein fyrir við- horfum sínum til starfsins? 3. Var umsækjendum skýrt frá því í hverju starfið væri fólgið og hver launin væru? 4. Sátu allir umsækjendur við sama borð þegar farið var yfir umsóknir og þær skoðað- ar og metnar? 5. Er það rétt, sem gengur fjöllunum hærra hér í bænum, að umsóknum 6 umsækjenda hafi verið kastað í ruslið strax er umsóknarfarestur rann út. Ólafur vildi í lokin koma því á framfæri að hann bæri síður en svo kala til Karls Ragnarssonar, sem var ráðinn húsvörður, og vildi óska honum alls velfarnaðar. Siðferði bæjaryfirvalda virtist hins vegar vera viðbrugðið. Davíð en ekki Stefán Þingmaöurinn Davíð Aðal- stcinsson var ranglega nefndur Stefán í síðasta Skagablaði og biðjumst við velvirðingar á þeirri handvömm, I framhaldi af þessu er hér hins vegar kjörið tækifæri til að birta stöku, sem hann varpaði fram í lok fundarins, sem þingmennirnir áttu með bæjarstjórn. Hún hljóð- ar svo: Þingmenn allir saman sex, sitja og hlsuta vel. Talað er, en vandinn vex, vilji er allt ég tel. Undirskriftasöfnun Fyrr í vikunni var Ingimundi Sigurpálssyni, bæjarstjóra, afhentur undirskriftalisti, þar sem farið var fram á að rekstrarleyfi billiard- stofunnar Tvistsins yrði framlengt en það rennur út um þessar mundir. Alls skrifuðu 90 manns undir listann og var myndin tekin er bæjarstjóri tók við undirskriftunum úr hendi Hákonar Svavars- sonar. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.