Skagablaðið


Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 5
SKAGA-slúður Bjóða áskrift að Heimilis-bæklingum Skagablaöið hetur heyrt... • ... að Hitaveitan sé nú farin að óska eftir því við húsfélög fjölbýlishúsa að fá að senda þeim einn sameiginlegan reikning fyrir notkun heits vatns. Húsfélaginu sé svo ætlað að innheimta skuld- irnar hjá viðkomandi notanda. Mun þetta koma til af erfiðleikum HAB við innheimtu. Þá er bara að varpa vandanum yfir á ein- hvern annan, eða hvað? • ... að Ingimar Garðarsson, sem tekið hefur að sér að farga villiköttum jafnt sem gömlum og lasburða heimilisköttum, hafi fengið viðurnefnið „Tortímand- inn“ í höfuðið á Arnold Schwarzenegger, sem lék í sam- nefndri mynd. Hvorki mun þó útlit né vopnayfirráð ráða nafn- giftinni. Ingimar er grannur mað- ur en Arnold hinn þreklegasti. Ingimar er vopnaður kindabyssu en hinn hríðskotabyssu með 200 skota afköst á mínútu! • ... að konum hafi verið misvel fagnað er þær tilkynntu að þær ætluðu að taka sér frí frá störfum í dag í tilefni kvennadagsins. Á sumum stöðum hafi þeim hrein- lega verið hótað uppsögn et þær mættu ekki til vinnu. Hvort alvara er á bak við þær hótanir kemur í ljós á næstu dögum. • ... að kurr sé í starfsfólki Sjúkrahúss Akraness vegna þess að það hefur enn ekki fengið þá launahækkun sem samið var um fyrir skemmstu og allir starfsmenn STAK fengu fyrir viku. Bókhald sjúkrahússins sé ekki tölvukeyrt og því taki svo langan tíma að reikna hækkunina út. Nú á næstunni munu stúlkur úr 2. flokki kvenna í handknattleik ganga í hús í bænum og bjóða áskrift að bæklingum, sem gefin eru út af Vörukynningu og bera yfirskriftina Heimilið. I bæklingum þessum er að flnna matar- og prjónauppskriftir auk alls kyns ráðlegginga í tengslum við heimilið og rekstur þess. Þeir sem gerast áskrifendur fá 5 af eldri blöðum í kaupbæti. Askriftargjaldið er kr. 500.- og er inni í því falið áskrift að 10 næstu blöðum (auk þeirra fimm sem að framan er getið) og mappa undir bæklingana. í bæklingunum er síðan í gangi áskrifendahapp- drætti og veglegir vinningar þar í boði. bílaverkstæði Páls J. Jónssoiiar KALMANSVÖLLUM 3 • SÍMI 2099 Sölu- og viðgerðarumboð fyrir Daihatsu og Polonez. Til sýnis hjá Bílasölu Hinriks nú og næstu daga Rocky diesel lengri gerð, verð 858 þúsund. Aðeins 3 Polonez eftir kr. 277.500 á götuna. AKURNESINGAR Reiknaðir eru dráttarvextir á c II vanskil 5. hvers mánaðar. Gerið skil — forðist dráttarvexti. Rafveita Akraness Frá skattstjóra Vesturlandsumdæmis Laus staða Laus er til umsóknar staða viðskipta- fræðings á Skattstofu Vesturlands- umdæmis, Akranesi. Til greina kemur einnig maður með góða menntun og starfsreynslu. Staðan veitist frá 1. jan. n.k. og er umsóknarfrestur til 15. nóv. n.k. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf skal senda skattstjóra Vesturlandsumdæmis, Kirkjubraut 28, Akranesi. Laun verða sam- kvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Skattstjóri 16. okt. 1985 Auglýsið íSkagablaðinu Vorum að taka upp Herrapeysur og skyrtur frá Schiesser. Alltaf eitthvað nýtt í hverri viku. Opið á laugar- dögum. Verslunin PERLA KIRKJUBRAUT 2 • Sími 1504 AUGLÝSING frá Byggingarnefnd Akraness Fyrirhugað er að starfrækja meistara- skóla á vorönn 1986, ef næg þátttaka fæst. Þeir meistarar sem hafa áhuga, láti skrá sig á skrifstofu Fjölbrautaskólans á Akranesi fyrir 20. nóvember 1985. Byggingarfulltrúi. KIRKJUBRAUT 2 • SÍMI 2807 Úrval af efnum og garni. Nýtiö ykkur öll nýjustu tískublöðin — þau eru til útláns. Opið á laugardögum frá 10 til 12. SJÁUMST! GUÐRÚN Til leigu 3ja herbergja íbúö í blokk viö Garöabraut. íbúðin er laus 1. nóvember. Tilboð leggist inn á skrifstofu Skaga- blaösins merkt „3ja herbergja í blokk". Óska eftir til láns eöa kaups, áburðardreifara af gömlu gerðinni (ekki kastdreifara). Uppl. í síma 2643. Passa börn. Við erum tvær 13 ára stelpur sem óskum eftir að passa saman á kvöldin. Uppl. í síma3121, Ester og Hafdís. Til sölu barnavagn og baöborö. Einnig tvær felgur á Saab 96. Uppl. í síma 1028. Óska eftir atvinnu. Er 26 ára kona og vantar vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 3233. Til sölu 3 herbergja íbúö á góöum staö í bænum. Er í góðu ástandi. Uppl. í síma 2440. Til sölu vel meö farinn barna- vagn og vagga. Uppl. í síma 2506. Fundist hefur úr í námunda viö Brekkubæjarskóla. Uppl. hjá Skagablaöinu. Til sölu furu sófasett, 3 sæti og 2 stólar. Verð ca. 8000 kr. Uppl. ísíma2817eftirkl. 19. Til sölu sófasett. Þarfnast lagfæringar. Selst ódýrt. Uppl. Ísima2308 eftirkl. 17. Til sölu Pioneer plötuspilari ásamt magnara og 2 hátölur- um 50w hvor. Uppl. í síma 1215. Óska eftir íbúð til leigu. Uppl. í síma 1841. Hvolpar fást gefins. 2 skosk-íslenskir hvolpar fást gefins. Uppl. í síma 1694. Til sölu alveg ný Braun multi- practic-Plus hrærivél ásamt öllum fylgihlutum. Uppl. í síma 8576 á kvöldin. Til sölu 4 negld vetrardekk 175x14. Skipti möguleg á 165x13, eða vil kaupa slík. Uppl. í síma 1658. Óska eftir að kaupa sófasett helst með brúnu pluss áklæði. Uppl. í síma 1382 eftir kl. 17. Vantar íbúð. Einstæö móðir með 3 börn, vantar íbúð á Akranesi strax. Uppl. í síma 91-29713. Tek að mér að þrífa það sem aðrir ná ekki tll t.d. botninn í frystikistunni. Hef skósíða handleggi. Elli s. 1098.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.