Skagablaðið


Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 10
Aldarminning Valgerð- ar Lárusdóttur Briem Þar sem á liðnu sumri (í júlí) var minnst aldarafmælis séra Þorsteins Briem með hátíðlegri athöfn finnst okkur viðeigandi að minnast nú fyrri konu hans, frú Valgerðar Briem, móður dætranna fjögurra sem enn eru á lífi — en aldarafmæli hennar var einmitt þann 12. október síðastliðinn. Frú Valgerður Lárusdóttir Briem varð öllum, sem kynntust henni, ógleymanleg þau fáu ár sem hún dvaldi hér á Akranesi (kom hingað 1921 en lést 26. apríl 1924). Hún hafði sérstakan persónuleika er kom m.a. fram í góðvild, gleði og sterkri trú sem hún miðlaði þeim sem hún kynntist. Man sú okkar, sem þá var aðeins 14 ára, vel þegar þau hjónin og dætur fluttu hér í næsta nágrenni. Hvað henni varð starsýnt á þessa fallegu og glæsilegu konu. Glaðleg og tónelsk Frú Valgerður var há og spengileg og sérstaklega glaðleg. Þá var eitt sem átti eftir að hrífa telpuna en það var söngur prest- frúarinnar. Hún var miklum sönggáfum gædd og mjög „mús- íkölsk“ enda af söngfólki komin í báðar ættir. Hún spilaði vel á píanó og söng þá gjarnan með. Telpan 14 ára (nú fullorðin) minnist þess enn er hún fór til messu hjá séra Þorsteini Briem rétt eftir komu hjónanna og sat nálægt frú Valgerði. Byrjað var á sálminum „í fornöld á jörðu var frækorni sáð“ og enn þann dag í dag finnst henni hún aldrei hafa heyrt neinn syngja þennan sálm jafnvel og frú Valgerður. Þrek og trúartraust Fjögur ár eru ekki langur tími er margt getur þó gerst. Prests- hjónin eignuðust fimmtu dóttur- ina hér á Akranesi, yndislegt barn, en misstu hana nokkurra vikna gamla. Þá sýndi frú Val- gerður sérstakt þrek og trúar- traust, sem sú eldri okkar varð vitni að og gleymir aldrei. Hún var viðstödd kveðjuathöfn um litlu stúlkuna heima hjá þeim hjónum, þar sem móðirin spilaði sálm og söng sjálf á meðan tár hrundu niður kinnar hennar. Þarna átti vel við máltækið: „Sá getur allt sem trúna hefur.“ Frú Valgerður gekk ekki heil til skógar þann tíma, sem hún dvaldi hér á Akranesi enda hafði hún lengi átt við heilsuleysi að stríða. Það fékk þó enginn að sjá á henni. Eftir frú Valgerði Lárusdóttur Briem liggja bæði ljóð og lög sem hún samdi og langar okkur að láta fylgja þessum fátæklegu orðum ljóð, sem hún samdi og lýsir svo vel hennar innra manni. Stendur til að lag eða lög efir hana komi síðar út. Á ogS. Blíðir morgungeislar glitra, glóa daggir blóma og titra, sólarljóma silfurrúnir, sindra um tún og fjallabrúnir. Lífog sála til sín teygar, tœrar Ijóssins kristallveigar, hjá náttúrunni ég uni einni við öldunið frá smálind hreinni. Er sem af öldum úthafs sveimi, frá ósýnilegum dularheimi, með unaðssœlum ómi blíðum, ástarkoss að dal og hlíðum. í bláan geim ég horfi og hlusta, heilög mun vera guðsþjónusta. hafin með söng í himinljóma, heyri ég þaðan dýrðaróma. Lindir kveða, leiftrin streyma, þeim Ijósheimi mun ég aldrei gleyma, en gleði himins fann ég fyrsta, ogfögnuð æðstan sál mín þyrsta. Valgerður Lárusdsóttir Briem. Aths. ritstjórnar. Fyrirsögn greinarinnar sem og millifyrir- sagnir eru blaðsins. Vetraráætlun Akraborgar Þær breytingar á áætlun Akraborgar verða þann 1. nóvember að kvöldferðir á sunnudögum falla niður og verður svo þar til í febrúarlok. Þá verður fyrsta ferð á sunnudögum frá Akranesi kl. 11.30 frá og með 1. nóvember og til febrúarloka. Fyrsta ferð úr Reykjavík er þá ekki fyrr en kl. 13. Aðrar ferðir Akraborgar óbreyttar. Skallagrímur Hinir eldri láta sitt ekki eftir liggja. Eiríkur Þorvaldsson og Jóhann Pétursson. Ungir og aldnir sameina kraftana og ÍA-húsið rís Sjálfboðavinnan hjá IA gengur vel þótt veður hafí nokkuð versnað frá því sem var í haust. Við greindum frá því í byrjun mánaðarins að haustáfanganum væri náð, en það var jarðvinna og að steypa sökkla hússins. Forráðamenn ÍA ákváðu að bæta við áfangann og var ákveðið að stefna að því að steypa upp veggina á báðum göflum hússins, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem er steyptur, en veggirnir eru steyptir í u.þ.b. tveggja metra hæð yfir gólfplötu. Núna er búið að steypa eystri gaflinn og unnið er af fullum krafti við að slá upp mótum fyrir vesturgaflinn. Ef vel gengur verður jafnvel búið að steypa hann þegar blaðið kemur út. Við höfum einnig frétt að þau fyrirtæki sem verslað hefur verið við með byggingarefni hafi veitt verulegan afslátt á vörum sínum. Allt virðist því leggjast á eitt með að gera þessa draumabyggingu æskufólks á Akranesi að veruleika. Mörgum mun vafalaust þykja fróðlegt að fá upplýsingar um kostnað og hve mikið sparist við sjálfboðavinnuna og munum við reyna að flytja upplýsingar um það í næsta blaði. Á ári æskunnar er sérstaklega ánæjgjulegt til þess að vita að menn eru tilbúnir til að fórna frítíma sínum til sjálfboðastarfa til heilla fyrir æsku bæjarins, en nýtt íþróttahús mun gjörbreyta möguleikum æskufólks til hollra og áhugaverðra íþróttaiðkana. Áram ÍA! Unnið við mótauppsláttinn. Margar hendur vinna létt verk. Ungir verkamenn slappa af þegar stutt hlé varð á steypuvinnunni. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.