Skagablaðið


Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 12
„Ég fer í frfið...“ — konur um land allt taka sér frí í dag Þúsundir kvenna víðs vegar um land, þar með talið hér á Akra- nesi, taka sér frí frá vinnu í dag til þess að minnast þess að 10 ár eru frá því Kvennaáratugurinn, sem svo hefur verið nefndur, hófst með því að konur alls staðar að af landinu söfnuðust saman í Reykjavík. Vakti sú uppákoma heimsathygli. Hér á Akranesi er fyrirhugað að efna til samkomu í Hótelinu og er víða hugur í konum bæjarins en þó mun það mjög misjafnt eftir vinnustöðum hvernig undirtekt- irnar eru. A einum vinnustað fréttum við að það væru einungis yngri konur sem tækju sér frí, aðrar héldu störfum sínum áfram. f starfi hjá hinu opinbera fara langsamlega flestar í frí og kennsla í skólunum riðlast veru- lega af þeim sökum. Þá stefndi allt í að dagheimili og gæsluvellir yrðu meira og minna án starfsliðs í dag. Og til hvers eru konur svo að þessu brambolti? kynni einhver að spyrja. Jú, skýringin er sú, að þær eru enn að berjast fyrir launa- jafnrétti — en víða vantar mikið upp á að það sé fyrir hendi. Á þeim vettvangi hefur sárgrætilega lítið þokast í rétta átt á Kvenna- áratugnum en hver veit nema það lagist. Slitlagið á Garðagnindinni ónýtt?: „Misskilningur - endanleg klæðning er ekki komin“ Nokkrir bæjarhúar komu að máli við Skagablaðið í síðustu viku og vildu vekja athygli á því er þeir töldu léleg vinuubrögð Hagvirkis við lagningu slitlags á Garðagrundinni frá gatamótum hennar við Víkurbraut að mótum hennar við Innnesveg. Þótt örstutt væri liðið frá framkvæmdum væri farið að stórsjá á slitlaginu. Skagablaðið barþetta undir Daníél Árnason, bæjartæknifræðing, og sagði hann þetta allt saman á misskilningi byggt. Endanlegt slitlag hefði ekki enn veríð lagt á þennan kafla, það sem fólkið vitnaði til væri ekki annað en undirlag undir sjálfa klæðninguna. Sigurður Jónsson. Erlendur þjálfari ráðinn í stað Harðar Helgasonar? - „Minna lotterí en að ráða íslenskan þjálfara,“ segir einn knattsppuráðsmanna Menn hér á Akranesi velta nú skiljanlega mjög fyrir sér hver verður arftaki Harðar Helgason- ar, sem þjálfari meistaraflokks Skagamanna í Knattspyrnu. Hörður þjálfaði liðið frá 1983- 1985 með einstökum árangri, þeim besta í sögu IA. Starfsemi knattspyrnuráðs hefur legið niðri undanfarnar vikur enda eru menn aðeins að pústa eftir síðasta keppnistíma- bil. Ekki verður fríið þó langt því fyrr en varir þarf að fara að huga að ráðningu þjálfara fyrir næsta sumar. Nokkur félög endurréðu þjálf- arana, sem þau voru með í sumar. T.d. verður Gordon Lee áfram hjá KR, Hólmbert Friðjónsson áfram með IBK og Ian Ross áfram með meistara Vals. Marteinn Geirsson verður ekki áfram með Víði en Þór á Akureyri hefur nælt sér í Björn Árnason, sem Víkingar ráku fyrr í sumar. Breiðablik heldur Jóni Hermannssyni en Kjartan Másson verður ekki áfram með ÍBV, sem vann 2. deildina. Helmingur félaganna er því þeg- ar búinn að ganga frá sínum þjálfaramálum. Eftir því sem Skagablaðið kemst næst eru fullt eins miklar líkur á því að Skagamenn reyni fyrir sér erlendis á ný eins og rennt verði fyrir íslenskan þjálf- ara. „Það er ekki um auðugan garð að gresja hér heima,“ sagði knattspyrnuráðsmaður við Skagablaðið um sl. helgi og taldi það „mun minna lotterí“ að ráða erlendan þjálfara. Þá ríkir talsverð óvissa um hvaða leikmenn IA-liðsins halda áfram og hverjir leggja skóna á hilluna alræmdu. Nöfn leik- manna eins og Karls Þórðarson- ar, Harðar Jóhannessonar, Jóns Áskelssonar, Sigurðar Lárus- sonar og Árna Sveinssonar hafa öll heyrst nefnd en enginn fimm- menninganna hefur viljað gefa ákveðið svar. Allir bíða eftir hver framvindan verður í þjálf- aramálum. Úr einum leik Skagamanna í 1. deildinni sl. sumar. Siggi skor- aöi gegn Leicester „Já, þetta gekk ágætlega hjá okkur um helgina," sagði Sigurð- ur Jónsson er við slógum á þráð- inn til hans á heimili hans í Sheffield í gærmorgun rétt áður en hann fór á æfingu og spurðum hann út í 3:2 sigurleikinn gegn Leicester á laugardag. Eftir sigur- inn var Wednesday komið í 5. sætið, stigi á eftir Liverpool í 2. sætinu. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur og í raun alger óþarfi að láta þá komast yfir 2:1 eftir að við höfðum skorað fyrsta markið. Vörnin hjá okkur opnaðist tvíveg- is illa og þeir komust einir innfyr- ir. Við tókum þetta svo í lokin og mér tókst að skora jöfnunarmark- ið, 2:2. Fékk þá sendingu inn á vítapunkt og skoraði þaðan með innanfótarskoti í hornið. Chap- man skoraði svo sigurmarkið nokkru seinna." — Ykkur gengur vel á útivöll- um? „Já, okkur hefur gengið mjög vel á útivöllum og unnið 5 af 7 leikjum okkar þar. Hins vegar tapað allt of mörgum stigum á heimavelli; eitt tap og þrjú jafn- tefli í 6 heimaleikjum er ekki nógu gott." — Þú sagðir um daginn að liðið skorti meira sjálfstraust, er það að lagast? „Já, blessaður vertu, það er allt annar hugur í mönnum núna en var þá. Tapleikirnir slæmu gegn Everton og Tottenham slógu menn út af laginu en slíkt hendir ekki nú held ég.“ — Þú sagðir líka við okkur á Skagablaðinu að þú myndir ná stöðunni aftur og það hefur gerst, verðurðu með í næsta leik? „Við eigum að leika gegn West Bromwich hér heima á laugardag en ég veit ekki hvort ég er inni. Það er gífurlega hörð samkeppni um sæti í liðinu og enginn örugg- ur. Eg býst þó frekar við því að ég haldi sætinu." — Hefur gagnrýni á liðið ekkert linnt? „Nei, það er sami tónninn í blöðunum en við látum það ekk- ert á okkkur fá. Það vinnur ekkert lið mót á blaðaskrifum." Nældi sér í 140þús. kr. Einn Skagamaður var svo heppinn að næla sér í 12 rétta í síðustu viku og fær í sinn hlut um 140 þúsund krónur. Alls voru 8 með 12 rétta. Þá nældu 7 Skagamenn sér í 11 rétta.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.