Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 1
Smábátaeigendur æfir vegna væntanlegs 3 mánaða veiðibanns: Lífsafkomu tuga manna stefnt í voða verði ekkert aðhafst „Þetta væri svipað og að senda skrifstofufólk heim einn daginn og tilkynna því að það hefði enga vinnu næstu 3 mánuði og þar af leiðandi ekkert kaup,“ sagði einn smábátaeigcnda bæjarins í viðtali við Skagablaðið en mikil kergja ríkir nú á mcðal smábátaeigenda vegna sífelldra veiðibanna, sem gera þeim lífið leitt. „Það gæti enginn sætt sig við þetta fyrirkomulag og það gerum við heldur ekki og munum reyna til hins ítrasta að fá þessu breytt.“ NYTAST AF138 (( úr bréfi smábátasjómanna ti! atvinnumálanefndar Það er óhætt að segja að smá- bátaeigendum bæjarins sé mikið niðri fyrir þessa dagana og það ekki að ófyrirsynju því framund- an er veiðibann í 3 mánuði, þ.e. engin vinna hjá þeim 20 mönnum hér á Skaga, sem hafa atvinnu af smábátaútgerð, og jafnvel fjöl- skyldum þeirra því oft er það svo að heilu fjölskyldurnar vinna við útgerðina ásamt fjölskylduföð- urnum. Smábátaeigendur benda á það í röksemdafærslu sinni fyrir aflétt- ingu veiðibannsins að það séu ekki smábátaeigendur landsins sem þurrki út heilu fiskistofnana og ekki þurfi ríkisvaldið að hafa fjárhagsáhyggjur af þeirra út- gerð eins og allri annarri útgerð í landinu. Smábátaeigendur hafi enga tryggingu á bak við sig af einu eða neinu tagi og hafi enga sjóði til að hlaupa í þegar illa gengur. „Fiskverndunarsjónarmið eiga alls ekki við hjá þessum litlu bátum,“ sagði einn trillukarlanna við Skagablaðið. „Við erum háðir duttlungum náttúrunnar og hún sér sjálf um að vernda stofninn með sínum aðferðum. Sem dæmi má nefna að undanfarið hefur vart verið hægt að róa til fiskjar sökum erfiðrar tíðar.“ Þá eru smábátaeigendur óánægðir með það að þeir skuli [ÍÖ“ flyti jr Hið nýja húsnæði Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Þjóðbraut verður tekið ■ notkun næstkomandi þriðjudag að því er Guðný Ársælsdóttir, útibússtjóri ÁTVR, tjáði Skagablaðinu í gær. Eins og við höfum áður greint frá er ekki langt að fara fyrir „Ríkið“ því verslunin flytur nán- ast í næsta hús, á neðri hæð hússins sem kennt er við Sigurjón & Þorberg. Er það allt rýmra og betra en núverandi húsnæði ÁTVR. eiga í erfiðleikum með að losna við sumar tegundir fisks og þess eru dæmi að þeir hafi orðið að henda hluta aflans vegna þess að fiskverkendur vildu ekki aflann þótt um góðan fisk væri að ræða. Smábátaeigendur benda rétti- lega á, að veiðibannið sem nú er framundan gæti riðið smábáta- útgerð hér á Akranesi algerlega að fullu. Sé ekki hægt að róa fást engar tekjur og tekjumissir býður upp á vanskil af öllu tagi að ekki sé nú minnst á erfiðleikana sem fylgja því einu að hafa í og á sig og sína. „Ljóst er nú þegar, að a.m.k. 20 bátar stöðvast og þar munu 40-50 menn, sem eingöngu byggja afkomu sína á fiskveiðum, missa atvinnu sína, auk 15-20 annarra báta, sem veiðar hafa stundað á þessum árstíma, en frá 15. nóv- ember hefur veríð boðuð stöðvun fram til 10. febrúar 1986 eða samfellt í nær 3 mánuði... ...Frá 25.9.-3.10. var veiðibann í blíðviðri en síðan stöðugar ógæftir. Lítur út fyrir að á 138 daga tímabili nýtist aðeins 10-20 dagar til sóknar á þessum bátum. “ Þannig segir m.a. í bréfi frá stjórn Félags smábátaeigenda á Akranesi til atvinnumálanefndar bæjarins, þar sem henni er gerð grein fyrir því ástandi sem nú er að skapast. í bréfinu segir ennfremur: „Augljóst er að afleiðingar þess- ara aðgerða verða því langvarandi atvinnutap sjómanna. Fjöldi beit- ingarmanna fær ekki vinnu og vinna skerðist í frystihúsum. Alls má því gera ráð fyrir stórfelldum atvinnumissi hjá allt að 60-100 manns vegna aðgerða stjórn- valda.“ Tveir hinna harðduglegu trillusjómanna á Akranesi. Kaupir JámblendHélagið kvarts af Grænlendingum? íslcnska jámblendifélagið er þessa dagana að kanna mögu- leika á því að kaupa kvarts frá Grænlandi. Meginhluti þess kvarts sem í J kaupir í dag kemur frá Noregi. Sýni frá Grænlandi eru nú í athugun og í framhaldi af því kemur sendinefnd frá Grænlend- ingum hingað um mánaðamótin nóvember/desember. Verði það ofan á að kvarts verði keypt frá Grænlandi myndu verulegar upphæðir spar- ast í flutningskostnaði því nærri lætur að sigling til Grænlands sé um 800 mílur en 1400 til Noregs. Ef sýnin, sem send hafa verið hingað til rannsóknar koma vel út og samningar takast í kjölfarið gæti innflutningur á grænlensku kvartsi hafist 1987. Grænlend- ingar munu ckki vera alveg til- búnir fyrir vinnsluna. Árleg notkun Jj á kvartsi er um 100.000 tonn eða ívið minna en það magn sements sem SR framleiðir ár hvert.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.