Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 2
Auglýsið íSkagablaðinu Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 1 w SPEKINGAR A 2 SPÁ Foreldrar! fylgist meö útivist bam- anna ykkar Nú þegar tekið er að hausta og birtan verður minni með hverjum deginum er ekki úr vegi að minna foreldra bæjarins á það hver úti- vistartími barna þeirra er. Samkvæmt reglugerð mega börn yngri en 12 ára ekki vera úti eftir kl. 20 á kvöldin frá og með 1. september nema í fylgd með fullorðnum aðstandendum sínum eða umsjónarmönnum. Þá mega unglingar undir 16 ára aldri ekki vera á almannafæri eftir kl. 22. Já, þannig hljóðar reglugerðin en ekki er nú mikið farið eftir henni ef marka má útivist barna hér á Skaganum. Foreldrar ættu hins vegar að gefa þessum reglum meiri gaum en verið hefur. NOTAR ÞÚ n Hrefna Guðjónsdóttir lætur engan bilbug á sér fínna í getrauna- leiknum og ruddi Ingjaldi Bogasyni ótrúlega léttilega úr vegi um síðustu helgi. Hún náði reyndar ekki nema 5 réttum en Ingjaldur ekki nema 2 og hefur enginn farið neðar hjá okkur það sem af er vetri. Hvort Hrefna nær að slá 7 vikna þaulsetu Örnólfs verður bara að koma í Ijós. Tannlæknar bæjarins ætla greinilega að reyna að verja heiður sinn því Ingjaldur hefur útnefnt Lárus Arnar Pétursson, sem sömuleiðis er tannlæknir, sem arftaka sinn. Lárus er eitthvað yngri en Ingjaldur en hvort það dugar á æskublóma Hrefnu skal ósagt látið. Ekki verður það nú talið Lárusi til tekna að hann heldur með Leeds (lifir á gullskeiði Don Revie og manna hans frá 1967-1974) en hann reynir að fylgjast með sínum mönnum eins og kostur er. Við ítrekum það hér í lokin svona áður en spárnar koma, að sá sem tapar þarf að útnefna næsta áskoranda. Arsenal - Manch. City Hrefna 1 Lárus X Luton - Birmingham 1 1 Newcastle - Watford X X QPR - Sheffield Wednesday 2 X Southampton - Tottenham 1 1 West Ham - Everton X 2 Barnsley-Oldham 2 2 Brighton - Norwich X X Fulham - Sunderland 1 1 Leeds - Portsmouth 2 1 Middlesbrough - Blackburn 2 2 Stoke - Huddersfield 2 X Ragnheiður Runólfsdóttir — enn eitt metið. Ragnheiður Runólfsdóttir lætur ekki deigan síga í sundlauginni fremur en fyrri daginn. Hún bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn um helgina er hún setti íslandsmet í 100 metra baksundi. Synti á 1:07,78 en gamla metið var 1:07,98. Ragnheiður reyndist drjúg í keppni 2. deildar í sundinu — vannfjögur gull. Skagamennurðu samt ekki nema í 3. sæti og komust ekki í 1. deildina á ný. TOPPLEIKUR í 3. DEILD Það verður hart barist í íþróttahúsinu Vesturgötu á föstudagskvöld þegar Skagamenn mæta Fylki kl. 20.30 í hinni hörðu baráttu 3. deildar. Sigur gegn Fylki yrði mikilvægt skref í átt að langþráðu sæti í 2. deild. Fjölmennið og hvetjið ykkar menn; Áfram ÍA! Keppnisboltinn er gefínn af Eðalsteininum. HKRA Ámoksturskrabbi Óska eftir að kaupa 3-500 lítra ámoksturskrabba á vörubíl. Tilboð sendist Skagablaðinu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Augiýsingaverð Skaga- blaðsins hækkar 1. nóv. Frá og með mánaðamótunum mun auglýsingaverð Skagablaðsins hækka í fyrsta skipti frá því blaðið hóf göngu sína fyrir tæpum 15 mánuðum. Hækkar dálksentimetrinn úr 110 krónum í 135. Um leið og við þökkum viðskiptin á þeim tíma sem blaðið hefur verið gefið út óskum við eftir að eiga sem ánægjulegust viðskipti við sem allra flesta auglýsendur á komandi vikum og mánuðum og bendum þeim sérstaklega á að kynna sér þá sérsamninga, sem í boði eru. Enn eitt met Röggu VANTAR ÞIG EINN NAGLA EOA ÆTLAR ÞÚ ..... AÐ BVCGJA HEILT HUS? Það gildir einu. Byggingavörudeild KB hefur allt efni til húsbygginga, viðhalds húsa og lóða sem og handverkfæri í stærri og smærri verk. Við seljum öll venjuleg handverkfæri og allt byggingarefni, s.s. timbur á sama verði og í Reykjavík. Einnig fást í Byggingavörudeildinni, hreinlætis- tæki, frá Damixa og Gustavsberg, málning og alls kyns gólfefni, teppi og dúkar. Síðast en ekki síst veitum við hvers konar faglega ráðgjöf um hvaðeina sem varðar byggingar og viðhald. Þurfum við nokkuögð hamra meira á þessu? Þú hittir naglann á höfuðið með því að hefja framkvæmdir með heimsókn í Byggingavörudeild Vöruhúss Vesturlands. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.