Skagablaðið


Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 4
Keppni Fjölbrautaskóla Akianess og Suðumesja: ■ ■ Oruggur sigur Skagamanna, 79 stiggegn49 Fjölbrautaskólinn á Akranesi bar sigurorð af Fjölbrautaskóla Suðurnesja í keppni á milli skól- anna fvrir skemmstu. FA hlaut 79 stig gegn 49 stigum FS. Keppt var í Ijölmörgum greinum og varð víða úr mjög harður slagur. • I sundi varð jafnt bæði í karla og kvenna. • Það sama varð uppi á ten- • FS sigraði í snóker. • í hástökki kvenna varð stúlka úr FS fyrst en tvær úr FA komu næstar. • í hástökki karla unnu Skaga- menn, urðu bæði í 1. og 2. sæti. Skólamet Jóns Leós Ríkharðs- sonar var jafnframt slegið og er nú 1,88 metrar. • FA vann kúluvarp bæði í karla- og kvennaflokki. • Karlasveit FA sigraði í sjó- mann en kvennasveitin beið lægri hlut. • í knattspyrnunni snerist þetta við, FA vann í kvenna- flokki en strákarnir töpuðu. • í langstökki komst fulltrúi FA í 2. sæti í flokki karla en dömurnar áttu mann (konu) í 2. og 3. sæti. • í þrístökki náði karlasveitin manni í 2. sæti. • Okkar fólk vann bæði í karla- og kvennaflokki í blaki. • Það sama varð uppi á ten- ingnum í handbolta. • Engin breyting í badminton. Skagasigur. • FS vann hins vegar körfu- boltann, bæði karla og kvenna. í keppni aðalstjórna nemendafé- laganna sigraði FA hins vegar. Þá vann FA yfirburðasigur í boð- hlaupunum, bæði í karla- og kvennaflokki. Suðurnesjamenn stóðu sig betur í ræðukeppninni. Á dansleiknum um kvöldið varð hins vegar jafntefli, sem allir gátu sætt sig við. Hver er þessi nýja kona? Þegar konur tóku sér frí á kvennafrídaginn á fimmtudag í síðustu viku „fannst,, nýr starfskraftur á bæjarskrifstofunum, fulltrúi aðalbókara. Hefur „hún“ ekki komið fram á sjónarsviðið fyrr. Ef að líkum lætur er „hún“ með sambærilegt kaup og karlarnir því „hún“ sá ekki ástæðu til þess að taka sér frí. Góð ferð hjá 5. flokknum Strákarnir í 5. flokki Skaga- manna í handknattleik gerðu ágæta ferð suður til Reykjavíkur um helgina er þeir kepptu í fyrstu „turneringu“ sinni í vetur. Strák- arnir náðu 2. sæti í sínum riðli, B-riðli, og unnu 3 af 5 leikjum sínum. Þjálfari þeirra er Oli Páll Engilbertsson. Fyrsti leikurinn tapaðist gegn Aftureldiungu, 9:11, og vildu strákarnir kenna því um að þeir hefðu bara ekki verið komnir í gang. Næsti leikur tapaðist einnig, 9:11, gegn KR, en vesturbæing- arnir voru með langsterkasta lið riðilsins. f þremur síðustu leikjum sýndu strákarnir hins vegar tennurnar Næg verkefni framundan ao sögn eigenda Stuðlastáls Atvinnuástandið hjá Stuðla- stáli hefur verið gott að undan- fömu en hjá fyrirtækinu vinna um 10 manns að staðaldri. Núna nýverið lauk fyrirtækið við endurbætur á Skírni. Stál- klæðning var sett í lest og sjýipið búið undir að fara á rækju. Auk þessa verkefnis hefur Stuðlastál unnið mikið fyrir frystihús HB & Co. og annast viðhald fyrir Höfðavík og Krossvfk. Sorpofnasmíði fyrirtækisins hefur gefið góða raun og ofnarnir reynst vel, þar sem þeir hafa verið notaðir. Að sögn forráðamanna Stuðlastáls verður unnið að því að kynna ofnana á Austfjörðum og Vestfjörðum. Ofnarnir eru fáanlegir í hvaða stærð sem er. Framundan eru tveggja mán- aða verkefni í ýmsum frágangi vinnu hjá íslenska járnblendifé- laginu. Hvað framtíðina varðaði sögðu forráðamenn Stuðlastáls, að verið væri að athuga með ýmis verkefni og þeir væru bjartsýnir að eðlisfari. Það hjálpaði alltaf upp á sakirnar. svo um munaði og unnu þá alla. Fyrsti Hveragerði 14:9, þá Þrótt 9:7 og loks Víking 6:4. KR vann þessa fyrstu umferð, hlaut 10 stig í 5 leikjum en Skagamenn náðu 2. sætinu með sín 6 stig á betri markatölu en Afturelding. Langt er í næstu „turneringu“ en strákarnir ættu að geta gert enn betur þá. Töpuðu öllum leikjunum í fyrstu „tumeringunni" Heldur gekk stelpunum í 2. flokki kvenna í handknattleik báglega í leikjum sínum í fyrstu „tumeringu“ 2. flokks í vetur. Dömurnar léku fjóra leiki og töpuðu þeim öllum, þar af þreinur þeirra stórt. Leikirnir fóru sem hér segir: ÍA-Fram 10:16, ÍA-FH 5-15, IA- Grótta 7:13 og ÍA-Afturelding 8:10. Ekki segja tölurnar nú al.a söguna fremur en fyrri daginn og í leiknum gegn Fram fóru eigi færri en 5 víti hjá ÍA í súginn. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra en hver veit nema betur gangi næst. Flest mörk stelpnanna gerðu þær Carmen Llorens og Inga Barðadóttir. Uppskenihátíö hjá Bréfdúfufélaginu Bréfdúfufélag Akraness gengst fyrir fundi og uppskeruhátíð í Röst næstkomandi laugardag, 2. nóvember, kl. 21. Þar verða veitt verðlaun og viðurkenningar. Boðið verður upp á kafli og meðlæti. Er upplagt fyrir áhugamenn og þá sem vilja gerast félagar í Bréfdúfufélagi Akraness að mæta á þennan fund. Uppskeruhátíð var haldin hjá Dúfnaræktarfélagi Islands um síðustu helgi og fengu 2 félagr í BFA verðlaun. Dúfnarækt með keppni fyrir augum er greinilega ört vaxandi sport hér á Skaga. Skagablaóid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Arni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) | Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.