Skagablaðið - 06.11.1985, Page 1

Skagablaðið - 06.11.1985, Page 1
Alþýðubandalagið sit- ur fast við sinn keip Þrátt fyrir tilraunir til þess að fá Alþýðubandalagið til þess að skipta um skoðun varðandi sam- eiginelgt prófkjör stjórnmála- flokkanna hér á Akranesi hefur það ekki tekist og á fundi í fyrrakvöld undirstrikuðu Al- þýðubandalagsmenn að þeir ætl- uðu ekki að taka þátt ■ sameigin- legu prófkjöri heldur að efna til forvals. Hinir stjórnmálaflokkarnir þrír, Alþýðuflokkur, Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur, funda annað kvöld og munu þar væntanlega ræða hvað til bragðs skuli taka í ljósi óbreyttrar af- stöðu Alþýðubandalagsmanna. Flest bendir til þess að þríeykið efni til sameiginlegs prófkjörs þótt Alþýðubandalagið verði ekki með. Alþýðuflokkurinn sem kvaðst á sínum tíma ekki reiðubúinn að taka afstöðu til sameiginlegs próf- kjörs — taldi það ekki tímabært — virðist nú hafa gert upp hug sinn. Áður hafði flokkurinn sent Alþýðubandalaginu bréf og spurst fyrir hvers vegna það ætlaði ekki að vera með, og hvort neit- unin væri e.t.v. byggð á misskiln- ingi. Starfsfólk „ríkisins“ í nýja húsnæðinu, sem var opnað formlega í gœrmorgun. Innfellda myndin er af Guðnýju útibússtjóra og tveimur forkólfum ATVR. Hii nýja útibú ÁTVR opnai í gærmorgun: Hillurýmið fjórfaldast Útsala ÁTVR hér á Akranesi opnaði í gærmorgun í hinu nýja húsnæði sínu. Eins og nærri má geta er öll aðstaða mun betri en Fjórir starfsmenn vinna í útibúi var á gamla staðnum og rýmri á ÁTVR hér á Akranesi. allan hátt. -------- Fyrirspuminni enn ekki svarað: „Háðulegt í lok kvennaáratugar11 - segir Ólafur Tr. Elíasson um skólanefnd gmnnskóla „Ég verð nú að segja það alveg eins og er að mér finnst það háðulegt í lok kvennaáratugarins, að nefnd, sem er að meirihluta skipuð konum, skuli ekki hafa rænu á að svara sundurliðaðri fyrirspurn frá bæjarbúa,“ sagði Olafur Tr. Elíasson er Skagablað- ið ræddi við hann til að forvitnast um hvort hann hefði e.t.v. fengið persónulega svar við fyrirspurn- umsínum, sem hann lagði fram í Skagablaðinu fyrir hálfum mán- uði. „Nei, ég hef ekkert svar fengið enn og fæ vart úr þessu,“ bætti Ólafur við og sagði að með þess- um vinnubrögðum væri skóla- nefnd grunnskóla cinfaldiega að gefa Gróusögum byr undir báða vængi. „Það kann vel að vera að cðlileg vinnubrögð hafi verið hcifð við ráðninguna í stöðu húsvarðar Brekkubæjarskóla en hví þá að svara ekki fyrirspurninni. Það er ómögulegt annað en að álíta að citthvað sé gruggugt við þctta," sagði Ólafur ennfremur. Hann klykkti síðan út með því að segja: „Undarlcgt þykir mér ennfremur, að formaður þessar- ar nefndar skuli vcra Alþýðu- bandalagsmaður. Ég hélt alltaf að sá flokkur væri flokkur litla mannsins, alþýðunnar í landinu. Það virðist eitthvað hafa breyst." Bæjarráð nýt- ir tímann vel Það verður ekki annað sagt en bæjarráð sé með 100% nýt- ingu á tíma sínum. Við lestur á fundargerð á 1698. fundi, kem- ur í Ijós að fundurinn er hald- inn í m/s Akraborg. Voru bæjarráðsmenn á leið til Reykjavíkur á fund fjárveit- inganefndar Alþingis, og því tilvalið að nýta tímann. Ekki fer neinum sögum af hvort einhver hafi orðið sjóveikur né hvernig litið hafi verið á það ef svo hefur verið. Nýja húsnæðið er einn geimur, sem er hlutaður niður með hillum. Að baki verslunarplássinu er svo aðstaða fyrir starfsfólk, kaffi- stofa, herbergi fyrir ræstingar- konu og gott skrifstofuherbergi. Þá hefur orðið gerbreyting á að- stöðu til tóbaksafgreiðslu, sem var nánast engin á gamla staðnum. Að sögn Guðnýju Ársælsdóttur, útibússtjóra eða „ríkisstjóra“ eins og margir vilja kalla hana, ferfald- ast hilluplássið með tilkomu nýju búðarinnar og því gefst kostur á að vera með meira úrval af víni en áður. Ætti það að falla í góðan jarðveg hjá unnendum góðra vína hér á Skaganum. Tveir harðir árekstrar uröu um síðustu helgi Eftir stööugar fregnir okkar á Skagablaðinu af fáum árekstum hér á Akranesi undanfarna mán- uði hefur heldur betur fjölgað á þessum vettvangi síðustu vikurn- ar. I fyrri viku urðu þrír árekstrar á aðeins rúmum sólarhring og um helgina urðu svo tveir harðir, hvor sinn daginn. Um kl. 17 á föstudag varð hörkuárekstur inni á þjóðvegi á móts við afleggjarann upp í Akrafjall. Áttu þar í hlut víll héðan af Akranesi og utanbæj- arbíll. Ætlaði annar að snúa við á veginum en ók þá þvert í veg fyrir hinn. Báðir bílarnir stór- skemmdust en engin slys urðu sem betur fer á fólki. Um kl. 14.30 á laugardag varð svo harður árekstur á gatna- mótunum illræmdu, Kalmans- braut/Kirkjubraut — Stillholt. Þar áttu sömuleiðis í hlut bíll héðan af Akranesi og utanbæj- arbíll, sem ekki virti biðskylduna á gatnamótunum og því fór sem fór. Báðir bílarnir stórskemmd- ust en engin meiðsl urðu á fólki.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.