Skagablaðið


Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 2
Krossvíkin kominn til löndun- ar á fimmtudaginn með 160lestir af fiski, sem að mestu leyti var þorskur. Þá komu tveir togar- anna inn til löndunar á föstudag- inn, Haraldur Böðvarsson með 160 lestir, sem mestmegnis var karfi, og Skipaskagi með 90 tonn af karfa. Höfðavíkin kom svo inn til löndunar á laugardag með 70 lestir af þorski. Skipið siglir í næsta túr með aflann til Þýska- lands og fer þar jafnframt í klössun eins og getið var um í síðasta blaði. Skírnir kom með 100 tonn af síld inn til löndunar á föstudag og þar með hefur skipið lokið við að afla upp í kvóta sinn. Þó hafði Skírnir einn og hálfan kvóta til að moða úr eða um 540 tonn. Víkingur losaði á laugardag 1350 lestir af loðnu og er þar með búinn að landa 7500 lestum. Minni bátarnir lögðu net sín á föstudaginn aftur eftir viku veiðibann. Þeir vitjuðu um á laugardag og var aflinn tregur. Ekki gaf á sjó á sunnudaginn vegna norðanstorms en á mánu- daginn reru nokkuð margir með línu og var afli góður hjá mörg- um þeirra en tregfiski var hjá netabátunum. Góður en of lítill sig- urSkagamannaáFylki - staða liðsins góð í toppbaráttu 3. deildarinnar Skagamenn unnu góðan og ákaflega mikilvægan sigur á Fylki í 3. deild Islandsmótsins í hand- knattleik hér á Akranesi á föstu- dag. Lokatölur urðu 22:20 Skaga- mönnum í vil og hin góða byrjun liðsins — þvert ofan í allar hrak- spár — hefur gefið leikmönnum jafnt sem forráðamönnum byr undir báða vængi. Staða liðsins er nú mjög góð, 7 stig úr 4 leikjum og erfiðir and- stæðingar hafa verið lagðir að velli. Keppni í 3. deildinni í vetur er hins vegar erfiðari en áður og leikirnir 24 talsins. Það er því langt í land með að tryggja sér sæti í hinni langþráðu 2. dcild. Staðan í hálfleik á föstudag var 12:10 og sá munur hélst út Húsklukkan var biluð Það vakti athygli áhorfenda á leik ÍA og Fylkis í 3. deildinni á föstudag að klukka íþróttahússins var biluð. Af þeim sökum þurfti stöðugt að vera að tilkynna í hátalarakerfi hússins hversu mikið væri eftir af leiknum. Var ekki laust við að sumir í röðum áhorf- enda væru teknir að þreytast á þessum stöðugu upplýsingum um klukkuna og hver staðan í leikn- um væri. leiktímann. Þó voru Skagamenn klaufar að vinna ekki stærra því undir lokin fóru leikmenn illa með góð marktækifæri. Sigur vannst þó engu að síður og stigin tvö voru í höfn. Mikil stemning var á meðal marga áhrofenda sem studdu vel við bakið á sínum mönnum. Eðal- steinninn gaf boltann, sem leikið var með og reyndist hann vel eins og úrslitin bera með sér. Mörk Skagamanna skoruðu þessir: Pétur Ingólfsson 7, Krist- inn Reimarsson 7, Óli Páll Engil- bertsson 3, Ólafur Þórðarson 3, Hlynur Sigurbjörnsson og Pétur Björnsson eitt hvor. Úr leiknum sl. föstudagskvöld. Námskeið í Munaðamesi dagana 22.-24. nóvember: Aðstandendur f atlaðia bama hvattir til þess að fjölmenna Helgina 22.-24. nóvember verður haldið námskeið fyrir aðstandend- ur fatlaðra barna í Munaðarnesi, Borgarfirði. Námskeiðið miðast við þátttöku fjölskyldna af Vesturlandi, enda þótt fólk annars staðar frá sé einnig velkomið. Hér er um að ræða brautryðj- endastarf og einnig tilraunastarf- semi. Markmið námskeiða sem þessa er að veita aðstandendum fræðslu og upplýsingar um rétt- indi og aðstöðu sem er í boði fyrir þá og hið fatlaða barna, einnig um nýjungar í þessum málum og ekki hvað síst að gefa foreldrum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Það sem af er vetrar hafa ofan- greind samtök gengist fyrir tveim- ur námskeiðum af þessu tagi, utan þéttbýlis. Tæplega 30 full- orðnir aðstandendur af Vestfjörð- um og Austfjörðum hafa sótt þessi námskeið, og svipaður fjöldi barna. Þátttakendur voru á einu máli um að þau hefðu verið lærdómsríkt og tekist vel. A Vesturlandi er gert ráð fyrir þátttöku um 20 fullorðinna að- standenda, auk barna. Hæft starfsfólk annast börnin meðan fundir standa yfir og er vonast eftir þátttöku sem flestra barna úr hverri fjölskyldu. Ýmislegt verð- ur gert til skemmtunar, bæði börnum og fullorðnum. Meðal fyrirlesara á námskeið- Tvær leiöréttingar I spurningu vikunnar í síðasta blaði var Guðrún Geirsdóttir ranglega nefnd Gestsdóttir. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. f síðasta Skagablaði var sagt frá nýrri stjórn Félags smábátaeig- enda og sögðum við að Einar Einarsson væri í stjórninni. Hið rétta er að Eymar bróðir hans er í stjórninni og biðjumst við velvirðingar á þessum misskilningi. inu verða Einar Hjörleifsson sál- fræðingur um efnið „Að eignast fatlað barn“, Jóhann Thoroddsen sálfræðingur um efnið „Kenning- ar um kreppu vegna fötlunar barns“ og Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir um efnið „fötlun og erfiðleikar á greiningu". Auk þess verða erindi flutt um „rétt fatlaðra gagnvart Tryggingastofnun ríkis- ins“ og um „tæknilega aðstoð og leiktæki fyrir fatlaða". Loks mun fulltrúi svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Vesturlandi gera grein fyrir starfi svæðisstjórnar og að- stöðu fyrir fatlaða á svæðinu. Námskeiðið hefst föstudagskvöld og því lýkur um kl. 17 á sunnudag. Þátttaka tilkynnist í síma 91- 84999, herb. 25. Vel heppnuö uppskem- hátíö BFA Vel heppnuð uppskeruhátíð Bréfdúfufélags Akraness var haldin í Röst um síðustu helgi. Þar afhenti Guðjón Már Jóns- son formaður félagsins, viður- kenningar og verðlaun auk ým- islegs annars sem gert var sér til gamans. Hjálmar Árnason fékk viðurkenningu fyrir Hellu- keppnina en hann átti 3 fystu dúfurnar þar. Þá náði Þór Ólafsson 1. sæti í Hvolsvallar- keppninni og þeir feðgar Guð- jón Már og Jón Ingiberg urðu þar í 2. og 3. sæti. Þá fengu þeir félagar BFA viðurkenningu, sem sérstak- lega hafa þótt vinna vel að málefnum félagsins eða unnið mót á vegum þess. Þá fékk Akraborg viðurkenningu fyrir velvild og liðlegheit í garð BFA. Félagið verður eins árs á morgun, 7. nóvember. Skagabladid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ] ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.