Skagablaðið


Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 7
Smáauglýs- ingamar Vantar þig barnfóstru á kvöldin eöa um helgar? Ef svo er þá erum viö tvær 15 ára stelpur tilbúnar að hjálpa. Upplýsingar í símum 2180 Magga eöa 1584 Hrefna. Óska eftir íbúö til leigu í hálft eöa heilt ár, frá 1. desember. Uppl. ísíma97-2383 eftirkl. 19. Rithöfund úr Reykjavík vantar lítiö herbergi til leigu á Akranesi til að eiga næði til aö starfa. Tilboð sendist í pósthólf 170 merkt Rithöf- undur/herbergi. Til sölu Wolves handhjólsög, gott verkfæri. Einnig Stanley handfræsari. Verð sam- komulag. Uppl. í síma 91- 71769. Tek að mér barnapössun á kvöldin, er 15 ára. Uppl. í síma 1738 Inga Jóna. Langar þig út að skemmta þér, í bíó, eða í heimsókn til kunningja en kemst ekki frá börnunum? Ef svo er þá er máli leyst. Ég tek að mér að passa börn á kvöldin, ég er 15 ára. Uppl. í síma 1947 milli kl. 19 og 20 (Gugga). Til sölu vel með farinn, dökkblár ODER barnavagn. Uppl. í síma 2968. Grunnskólakennari óskar eftir að taka á leigu litla íbúð eða rúmgott herbergi, sem allra fyrst. Uppl. í síma 1938 á skólatíma eða 2847 á kvöldin. Atvinna óskast. Hef stú- dentspróf, er vön afgreiðslu- störfum. Allt kemurtil greina. Uppl. í síma 2979. Til sölu 2 barnakerrur. Vel með farnar. Uppl. í síma 1326 eftirkl. 17. Til sölu Winchester hagla- byssa (pumpa) 3“ magnum. Einnig lítið notað Hitachi vid- eótæki. Uppl. í símum3140. (Gunnar). Hef til sölu prjónaða dúka. Prjóna eftir pöntunum. Uppl. í síma 2786, Christel. Óska eftir íbúð. Ung hjón óska 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 2463. Útsöluverð á: lyklakippum (50 kr.), armböndum (100 kr.) og hálsmenum (100 kr.) í þessu eru íslenskir, afrík- anskir og brasilískir steinar. Uppl. í síma 1382. MOTTO: „Auðnuleysið eyðast finn, enn ég staðinn blessa. alltaf finnst mér ylurinn yngja mig og hressa." Fastagestur í lokin skal þess getið, að þau Ævar og Kristín báðu okkur á Skagablaðinu að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, sem stunduðu Holtið á þessum 10 árum og jafnframt vildu þau færa öllum sem færðu þeim gjafir og sendu árnaðaróskir innilegt þakk- læti. Átján met sett á Akranesmeist aramótinu í sundi um sl. helgi - ungur piltur, Heimir Jónasson, vakti feikilega athygli og setti eigi fæni en 8 Akranesmet Hvorki fleiri né færri en 18 Akranesmet voru sett á Akranesmótinu í sundi sem fram fór í Bjarnalaug um helgina. Átta þessara meta voru sett af einum og sama manninum, Heimi Jónassyni. Hann er ekki hár í loftinu pilturinn sá en sprettharður sem fiskur í vatninu. Leikur vart vafí á að hann á eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. Ragnheiður Runólfsdóttir vann 200 m fjórsund kvenna besta afrek mótsins í kvenna- flokki en Þorbergur Viðarsson í karlaflokki. Það vakti annars at- hygli okkar Skagablaðsmanna hversu ungt sundlið bæjarins er. Þrátt fyrir að hafa ekki komist upp í 1. deildina á ný í keppnni 2. deildarfélaganna í sundinu fyrir skemmstu þurfa krakkarnir engu að kvíða, efniviðurinn er bersýni- lega nægur og áhuginn ódrepandi. Þó sögðust þeir sundfélagsmenn ekkert hafa á móti því að sjá fleiri stráka á æfingunum og einhverra hluta vegna hafa árgangarnir frá 1969,1970 og 1971 ekki skilaðsér. Hér að neðan fara úrslit úr Akranesmeistaramótinu frá því um helgina. 400 m skriðsund karla 1. Eyleifur Jóhannesson 4:56,7 2. Þorbergur Viðarsson 5:05,7 3. Gísli J. Guðmundsson 5:40,4 4. Heimir Jónasson 5:49,5 Akranesmet sveina. 400 m skriðsund kvenna 1. Ragnheiður Runólfsd. 4:33,3 Akranesmet 2. María Valdimarsdóttir 4:52,9 Akranesmet stúlkna 3. Kristjana Þorvaldsd. 5:07,6 Akranesmet telpna 4. Ásdís Viðarsdóttir 200 m fjórsund karla 1. Eyleifur Jóhannesson 2. Þorbergur Viðarsson 3. Jóhann P. Hilmarsson 4. Gísli Jens Guðmundss. 5. Heimir Jónasson 6:48,1 2:36,5 2:40,6 2:40,9 3:02,6 3:06,1 Akranesmet sveina 1. Ragnheiður Runólfsd. 2:24,4 2. Sigurlaug Guðmundsd. 2:34,7 3. María Valdimarsd. 2:44,3 4. Anna Leif Elídóttir 2:50,0 5. Kristjana Þorvaldsd. 2:51,3 6. Alda Þöll Viktorsd. 2:55,0 7. Steindóra Steinsd. 2:58,7 8. Ólöf Una Ólafsd. 3:04,7 200 m bringusund karla 1. Þorbergur Viðarsson 2:52,1 2. Eyleifur Jóhanness. 2:57,1 100 m skriðsund kvenna 1. Ragnheiður Runólfsd. 1:01,4 2. Sigurl. K. Guðmundsd. 1:04,8 3. María Valdimarsd. 1:06,5 4. Anna Leif Elídóttir 1:07,1 5. Kristjana Þorvaldsd. 1:09,2 6. Alda Þöll Viktorsd. 1:11,7 7. Díana Jónasdóttir 1:14,0 8. Ólöf Una Ólafsd. 1:14,2 9. Ásdís Viðarsd. 1:25,0 10. Kristín Sigurvinsd. 1:27,9 50 m bringusund sveina 1. Óskar Guðbrandsson 42,2 Akranesmet sveina 2. Gunnar Ársælsson 43,6 3. Bjarni Jóhannsson 50,5 50 m bringusund meyja 1. Ingunn Guðlaugsd. 40,5 2. Margrét Ákadóttir 43,8 3. Bjarney Guðbjörnsd. 47,2 4. Berglind Valdimarsd. 48,5 5. Sandra Sigurjónsd. 50,6 6. Arnheiður Hjörleifsd. 51,7 100 m skriðsund karla 1. Eyleifur Jóhanness. 1:03,7 2. Jóhann P. Hilmarsson 1:04,4 3. Þorbergur Viðarsson 1:06,2 4. Gísli J. Guðmundss. 1:08,2 5. Heimir Jónasson 1:12,9 Akranesmet sveina 6. Aðalsteinn Jóhannss. 1:14,1 Pessi sveit setti íslandsmet fyrir skömmu en lét sér nægja Akranesmet um helgina. 100 m bringusund kvenna 1. Ragnheiður Runólfsd. 1:12,4 2. Sigurl. K. Guðmundsd. 1:15,3 3. Alda Þöll Viktorsd. 1:19,8 4. Ásdís Viðarsd. 1:46,8 100 m baksund karla 1. Eyleifur Jóhanness. 1:14,5 2. Heimir Jónasson 1:26,3 Akranesmet sveina 3. Þorbergur Viðarsson 1:27,5 4. Gísli J. Guðmundss. 1:33,9 50 m baksund kvenna 1. Ragnheiður Runólfsd. 32,5 2. María Valdimarsd. 36,5 3. -4. Anna Leif Elíd. 37,3 3.-4. Díana Jónasdóttir 37,3 5. Kristín Sigurvinsd. 45,8 6. Steindóra Steinsdóttir 38,6 50 m skriðsund sveina 1. Heimir Jónasson 32,9 Akranesmet sveina 2. Gunnar Ársælsson 34,1 3. Óskar Örn Guðmundss. 36,8 4. Bjarni Jóhannsson 37,4 50 m skriðsund meyja 1. Ingunn Guðlaugsd. 35,5 2. Margrét Ákadóttir 37,9 3. Bjarney Guðbjörnsd. 41,1 4. -5. Berglind Valdimarsd. 41,8 4.-5. Ragnh. Hafsteinsd. 41,8 6. Arnheiður Hjörleifsd. 48,0 100 m fjórsund sveina 1. Heimir Jónasson 1:25,4 Akranesmet sveina 2. Gunnar Ársælsson 1:30,7 3. Bjarni Jóhannsson 1:42,5 100 m fjórsund meyja 1. Ingunn Guðlaugsd. 1:28,5 2. Margrét Ákadóttir 1:40,8 3. Bjarney Guðbjörnsd. 1:42,4 4. Berglind Valdimarsd. 1:46,0 Akranesmet tátur 5. Ragnheiður Hafsteinsd. 1:48,9 6. Sandra Sigurjónsd. 1:55,5 50 m fjórsund karla 1. Eyleifur Jóhannss. 34,0 Akranesmet 2. Þorbergur Viðarss. 34,1 Aukagreinar 3. Jóhann P. Hilmarss. 34,8 4. Gísli J. Guðmundss. 36,5 5. Heimir Jónasson 39,0 Akranesmet sveina 2. Sigurl. K. Guðmundsd. 33,7 3. María Valdimarsd. 35,8 4. Anna Leif Elíd. 36,5 5. Alda Þöll Viktorsd. 36,S 6. Díana Jónasd. 38,1 7. Kristjana Þorvaldsd. 38,4 8. Steindóra Steinsd. 38,5 9. Ólöf Una Ólafsd. 40,8 10. Kristín Sigurvinsd. 43,3 11. Ásdís Viðarsd. 44,5 100 m bringusund pilta 1. Þorbergur Viðarss. 1:18,8 2. Jóhann P. Hilmarss. 1:19,0 3. Eyleifur Jóhannesson 1:22,9 4. Gísli J. Guðmunds. 1:29,3 50 fjórsund kvenna 1. Ragnheiður Runólfsd. 31,8 Akranesmet 4x50m fjórsund kvenna 1. A sveit kvenna 2:10,9 Akranesmet 2. A sveit telpna 2:24,2 Akranesmet telpna 3. B sveit telpna 2:50,3 50 m flugsund karla 1. Jóhann P. Hilmarss. 33,9 2. Þorbergur Viðarsson 34,6 3. Eyleifur Jóhannesson 35,0 4. Heimir Jónasson 37,2 Akranesmet sveina 5. Gísli J. Guðmundss. 37,9 Gufu- og nuddstofan Holt hættir starfseminni eftir áratugsferil Það var hvorki sorg né sút í Gufu- og nuddstofunni Holti í lok síðustu viku þegar stofan hætti starfsemi sinni eftir nákvæmlega 10 ára feril. Hún hóf starfsemina þann 1. nóvember 1975 og hætti þann 1. nóvember sl. Fastagestir stofunnar, konur jafnt sem karlar, komu saman í síðasta sinn áður en Holtið lokaði endanlega og gerðu sér dagamun með eigendunum, Ævari Sigurðssyni og Kristínu konu hans. Myndirnar, sem fylgja hér með segja miklu meira um stemninguna sem ríkti en mörg orð en við getum ekki látið hjá líða að birta hér brag, sem Sigmundur Benedikts- son samdi og færði þeim hjónum. LJÚFSÁR MINNING Hér var líf og gufuglans, gott var því að kynnast. Tíu ára tilvist manns tel ég vert að minnast. Holtið reis, en hófs var gætt, hlýju þar við nutum. Nudds var gott að taka túr, tærðist burtu þreytan, liprum fingrum liðkuð úr lúnum vöðvum streitan. Stofan óx svo hægt og hljótt, hófu ljósin göngu. Enda var hún allvel sótt orðin fyrir löngu. Ljósin reyndust þarfaþing, þar við bökuð svitnum, allan héldu ársins hring útiverulitnum. Gleði nutum, fundum frið, fegin hér við undum, andinn jafnan átti grið yfir hlýjum stundum. Skoðunum að skiptast á skemmtir tíðum mönnum, dável huga dreifir frá daufum hversdagsönnum. Lyftist geðið, flýði fjas, fæddist lyndi grína, þegar einn með gufuglas gladdi vini sína. Sóttum hingað mýtkt og mátt meir en skyldi gruna, fengum aukinn æðaslátt inn í tilveruna. Okkar gufa’af öðrum ber, enda staður kunnur. Lýðum af hún litinn var lífsins heilsubrunnur Fýkur nú í friðarskjól, förlast anda styrkur. Okkur vísa undir jól út í kulda og myrkur. Náðarranninn nýta þarf, nú er lokið veldi. Áratugar ötult starf auðn í lagt á kveldi. Er menn fita aurabauk, yndið lítt er metið. Nokkuð margir hafa að Hauk hnýfla sína skekið. Þó ber okkur þykkjulaust þakka gengnu sporin, enda þó að undir haust elskum heitast vorin. Héðan þegar hrekjumst burt haldin trega og kvíða, um er rætt og að er spurt oss hvað muni bíða. Framhaldsstað þó finnum vér, flest mun eftir sitja. Einingin og andinn hér ekki ná að flytja. Gufa þó að gæfist hlý getum ekki dulið. Ekkert verður eins á ný öðrum veggjum hulið. Áður hingað lið var leitt, af leiðum reynt að sveigja. Nú er bara eftir eitt, okkur burt að fleygja. Leiðir skiljast, líður önd, líkur sögu staðar. flokksins rofna bræðrabönd burt sé hvereinn hraðar. Óvenjulegt sjónarhorn af Heimi Jónassyni, margföldum methafa. 50 m flugsund kvenna 1. Sigurl. K. Guðmundsd. 31,9 2. María Valdimarsd. 34,1 3. Anna Leif Elídóttir 34,8 4. Kristjana Þorvaldsd. 36,0 5. Steindóra Steinsd. 37,9 6. Ólöf UnaÓlafsd. 39,9 7. Ingunn Guðlaugsd. 40,3 8. Berglind Valdimarsd. 54,2 Akranesmet tátur Þessar ungu stúlkur settu Akranesmet í 4x50 metra fjórsundi telpna. Kalt mun verða Holtið hér, hreiður kvenna og manna. Ymsir þó að orni sér við elda minninganna. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.