Skagablaðið


Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 12
„Atti kannski von á að aðsókn- in yrði meiri“ - segir Bjami Þóroddsson, sem annast skoðun á húsnæði meó tilliti til orkusparandi aðgerða í sambandi við orkusparnaðar- sýninguna sem haldin var hér á dögunum kom fram að hús- og íbúðaeigendur gætu látið skoða hjá sér með tilliti til orkusparnað- ar. Þessi skoðun er íbúðareigend- um að kostnaðarlausu. Skoðunar- maður yfirfer íbúðina og gerir tillögur um hvað mætti gera til að spara orku. Þetta er síðan tekið saman í skýrslu sem síðan er höfð til hliðsjónar þegar og ef menn sækja um lán til Húsnæðisstofn- unar ríkisins, sem hægt er að fá út á svona framkvæmdir að vissum skilyrðum uppfylltum. Þó menn láti skoða er ekki skil- yrði að fara út í neinar fram- kvæmdir. Þetta er þjónusta sem íbúðareigendur ættu að kynna sér vel því þeir peningar sem sparast ganga upp í að borga lánið, þann- ig að þetta eru ekki auka útlát. „Það eru ekki margir sem hafa notfært sér þessa þjónustu ennþá, en þetta er svo til nýbyrjað, hófst eftir orkusparnaðarsýninguna. Það hafa nokkrar íbúðir verið skoðaðar núna þegar. Menn hafa verið að átta sig á þessu og fara eflaust að koma. Ég var ekki búinn að gera mér í hugarlund með fjölda fyrirfram, en þó átti ég von á að aðsókn yrði meiri í upphafi," sagði Bjarni Þórodds- son er við inntum hann eftir undirtektunum. Þeir sem hafa hug á að fá frekari upplýsingar um þetta snúi sér til skoðunarmanns hér á Akra- nesi, Bjarna Þóroddssonar, en hann vinnur hjá Verkfræði- og teiknistofunni, símar 1785 og 1085, og gefur allar nánari upplýs- ingar og tekur við pöntunum um skoðun. „Baktjaldamakkarar“ Þaö má segja að hluti af húsnæðinu er eitt sinn hafði Trésmiðjuna Akur innan sinna veggja hafi brugðið sér í gamla hlutverkið aftur. Þar eru leik- tjaldasmiðir Skagaleikflokksins nú að smíða leiktjöld fyrir „Margt býr í þokunni." Hefur SFA sýnt einstaka velvild og lánaö Skagaleikflokknum að- stöðu, að öðrum kosti væru þeir á götunni. Þegar við litum inn til „bak- tjaldamakkaranna" voru 4 af 6 smiðum á svæðinu, þeir 2 sem ekki sáust gætu samt hafa verið þarna því þessir kappar sjást ekki á sýningum en eru þó ómiss- andi á hverju stykki sem sett er upp. Þeir áætluðu að það tæki um 10-14 kvöld að smíða leik- tjöldin. Þarna var valinn maður í hverju rúmi; Svavar Haralds- son, Bergmann Þorleifsson, Jó- hannes Elíasson og Þórður Sveinsson, sem var að gera til- raun með nýja tegund af máln- ingarkústum. Hann verður sennilega ekki ríkur af þeirri tilraun. Við minnum í lokin á frumsýn- inguSkagaleikflokksinsþann 15. nóvcmber. Sendinefnd í skoðunarferð Þriggja manna sendinefnd hélt héðan frá Akranesi á mánudag áleiðis til Þýskalands til þess að skoða búnað og tæki fyrir íþrótta- hús og sundlaugar. Það voru þeir Jón Gunnlaugsson, nafni hans Runólfsson og Helgi Hannesson sem fóru út til þess að skoða þennan sérhæfða búnað og koma væntanlega heim uppfullir af vitn- eskju. Grundaskóli. Vilt þú losna við allt happdrættismiðafárið? Það er ósjaldan sem eitt og annað miður fallegt heyrist þeg- ar fólk fær senda happdrættis- miða heim, sem ekki hefur verið beðið um, og eru þeir margir aðilarnir sem hafa notast við tölvulista frá Hagstofunni í þess- um tilgangi. Núna nýverið mátti heyra í útvarpinu auglýsingu þess efnis að þeir aðilar sem ekki óskuðu eftir að vera á þessum listum yrðu að sækja um það á sérstökum eyðublöðum. Hér á Akranesi liggja þessi eyðublöð frammi hjá bæjarskrif- stofunni og sér hún einnig um að koma þeim til Hagstofunnar. Eftir því sem við höfum frétt þá er ekki mikið um að fólk hafi notfært sér þessa lausn frá happ- drættismiðafárinu, en ef einhver vill athuga þetta frekar þá er að skella sér á bæjarskrifstofuna og fá frekari upplýsingar. Frábær mæting á opnadeginum Ekki er hægt að segja annaö en staðinn. Þess má geta að 435 þátttakan í hinum svokallaða nemcndur eru í skólanum._ „opna„ degi Grundaskóla sl. laugardag hafi farið langt fram úr vonum bjartsýnustu manna. Talið er að 450 foreldrar og aðstandendur barna hafi mætt til þess að fylgjast með skólastarfinu á laugardag en skólinn var þá opinn frá kl. 8 - 17 og kennt samkvæmt stundatöflu mán- udags. I fyrradag var krökkunum hins vegar gefið frí í skólanum í Skagamenn eru vel upplýstir Að sögn lögreglu er almennt nokkuð gott ástand á ljósabúnaði bifreiða hér á Skaganum. Verðir laganna hafa undanfarið haft auga með illa upplýstum ökumönnum en þeir verið tiltölulega fáir og er gott til þess að vita. Góður árangur FA Nokkrir leikir hafa farið fram í skólamóti framhaldsskólanna í knattspyrnu. Að sjálfsögðu tók Fjölbrautaskólinn á Akranesi þátt í mótinu og stóð sig vel, sér í lagi dömurnar, sem eru komnar í úrslitin. Leikirnir hafa farið þannig. I karlaflokki: FA - Menntaskólinn við Sund 0:6, FA - Kvennaskólinn (það er fullt af karlmönnum í þeim skóla núorðið) 1:1, FA - Vélskólinn 6:0 og FA- Kennarahá skólinn 10:4. Stelpurnar unnu Menntaskól- ann á Laugarvatni 3:1 og síðan Fjölbrautaskólann í Breiðholti 17:1.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.