Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 2
 Breytingar, sem miða að ein- földun gjaldskrár Rafveitu Akra- ness, voru samþykktar á fundi stjórnar hennar á miðvikudag í síðustu viku. Með breytingunum er reynt að færa gjaldskrána nútímalegra horf og auðvelda al- menningi að skilja útreikninga hennar. Gjöld pr. fermetra, her- bergi o.fl. hafa verið felld niður en þess í stað greiðir hver notandi fast árgjald. Að því er segir í fundargerð stjórnar Rafveitunnar eru þessar breytingar ekki gerðar til þess að auka tekjur veitunnar og bent er á að með nýj'u útreikningunum sé frávikið frá tekjustofninum, reiknuðum út skv. gömlu aðferð- inni, innan við 1%. Auglýsið í Skagablaðinu Haukur og Haraldur á yfirráðasvœði Bifreiðaþjónustunnar. Nýtt fyrirtæki, Bffreiða- þjómistan, opnar íbænum Nýlega var stofnað hér nýtt fyrirtæki sem heitir Bifreiðaþjón- X SPEKINGAR mmm É ‘V ir^ -- ustan sf. Fyrirtækið, sem er til húsa að Smiðjuvöllum 3, býður bifreiðaeigendum upp á aðstöðu til að gera við bíla sína sjálfir. Opið er frá kl. 18.30 til 23 öll kvöld, nema föstudagskvöld og um helgar frá kl. 9 til 17. Þarna geta bifreiðaeigendur fengið afnot af lyftu fyrir kr. 270 á tímann og gólfplássi fyrir kr. 170 á tímann. f þessu verði eru innifalin afnot af handverkfærum allskonar, en logsuðutæki og blandgassuða eru leigð út sér. Þarna verður aðstaða til að því bílana upp úr volgu vatni og að sjálfsögðu bóna. Öll algengustu verkfæri til bíla- viðgerða eru til staðar svo og það, að alltaf verður a.m.k. einn mað- ur á staðnum til að veita ráðgjöf ef með þarf. Einnig er til í dæminu að láta vinna fyrir sig því boðið ei upp á slíkt. Þeir sem standa að þessu eru Haukur Jónsson og Haraldur Aðalsteinsson. Hægt er að hringja til þeirra í síma 2296 á afgreiðslutíma. Þessi þjónusta stendur öllum til boða en ráðlegt er að panta tíma. Lárus Arnar Pétursson Friðrikka Bjarnadóttir Lárus Arnar vann sinn annan sigur í röð á kvenþjóðinni í getraunaleik Skagablaðsins er hann lagði Guðmundu Olafsdóttur að velli um síðustu helgi. Sigurinn var í allra naumasta lagi, 5:4, en það er ekki spurt um hversu stór sigurinn er heldur hvort hann vinnst eða ekki í keppni sem þessari. Lárus hefur því jafnað árangur Hrefnu Guðjónsdóttur og haldið velli í 2 vikur en á langt í land með að skáka Örnólfi Þorleifssyni, bankastjóranum beinskeytta. Áskorandi Lárusar þessa vikuna er enn einn fulltrúi kvenþjóðarinn- ar, Friðrikka Bjarnadóttir, sem til þessa hefur ekki lagt það í vana sinn að tippa í getraununum. Hefur reyndar aldrei tippað fyrr en nú. Hver veit nema byrjendaheppnin færi henni sætan sigur yfir Lárusi? Uppáhaldslið hennar er að sjálfsögðu Sheffield Wednesday, liðið hans Sigga Jóns. Aston Villa- Sheff. Wed. Ipswich - Everton Luton - Coventry Manch. Utd. -Tottenham Newcastle - Chelsea Southampton - Birmingham West Ham - Watford Grimsby - Portsmouth Leeds - Crystal Palace Middlesbrough - Oldham Sheff. Utd. - Blackburn Stoke - Norwich Fyrsta tap IA í handboltanum - allt hmndi á lokamínútunum gegn ÍBK og lokatölur 21:27 Lárus Friðril 1 2 X 2 1 1 1 1 X 1 X X 1 1 2 X 1 .1 2 1 X X X 1 Skagamenn urðu að sætta sig við að tapa sínum fyrsta leik íslandsmóti 3. deildar í hand- knattleik um síðustu helgi er þeir mætti Keflvíkingum syðra í hörkuleik. Lokatölur urðu 27:21 Keflavík í vil eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 12:12. Að sögn strákanna í liðinu var þetta langsamlega slakasti leikur- inn á keppnistímabilinu. Eftir jafnan fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum upp í 20:20 en þá gripu Keflvíkingar til þess ráðs að taka Pétur Ingólfsson úr umferð. Þar með hrundi allt spil Skaga- manna og Suðurnesjamennirnir gengu á lagið. Skoruðu 7 mörk gegn aðeins 1 lokakaflann. Mörk Skagamanna gerður eftirtaldir: Pétur Ingólfsson 9, Þorleifur Sigurðsson 4, Kristinn Reimarsson 3, Óli Páll Engil- betrsson 2 og þeir Pétur Björnsson, Hlynur Sigurbjörns- son og Sigþór Hreggviðsson eitt hver. Næsti leikur Skagamanna er gegn Skallagrími eftir rétta viku. Ef marka má útslitin gegn Kefla- vík um helgina er ljóst að baráttan í 3. deildinni verður jafnari en nokkurn óraði fyrir og sýnt að úrslitin ráðast ekki fyrr en í síð- ustu umferðunum. Spurning vikunnar Kaupir þú mikið af hljómplötum hvernig tónlist hlustar þú á? EUert Ingvarsson: — Ekki mikið, en hlusta töluvert á tónlist. Hlusta töluvert á nýjustu lögin, en hef gaman af allri tónlist. Hörður Ragnarsson: — Ekki keypt plötu síðan Bob Dylan komst úr tísku. Hlusta mest á þjóðlagatónlist og kántrýtónlist. Þráinn Sigurðsson: — Kaupi aldr- ei plötur. Er alæta á tónlist. Baldur Ólafsson: — Ég kaupi talsvert af plötum. Hlusta mest á klassíska tónlist og einnig Bítl- ana. Skagablaðid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir | Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið | Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.