Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 4
„Gleymdust" 27 milljónir kr.? Innnesingar á Dvalarheim- Auglýsiðí Skagablaðinu ilinu Höfóa Sveinbjörn Hákonarson stjórnar steypuvinnu af röggsemi. Vinnan vii íþróttahús ÍA gengur eins og í lygasögu: Áhugiforráöamannaáaö steypa upp norðurhliðina Vinna við æfinga- og félagsheimili ÍA heldur enn áfram, þótt skammdegið sé skollið á og kóinað hafi í veðri. Búið er að slá upp og jámbinda fyrir suðurhliðinni og verður sennilega búið að renna steypu í mótin, þegar blaðið kemur út. Eins og komið hefur fram í fréttum blaðsins áður, þá hefur tvívegis verið bætt við þann áfanga, sem fyrirhugaður var í haust. Ekki eru nema liðlega tveir mánuðir síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Búið er að skipta um jarðveg, steypa sökkla hússins, og langt er komið með að steypa veggi hússins í tveggja metra hæð yfir gólfplötu. Nánast öll vinna, bæði hönnun, vélavinna, mótauppsláttur, járnbinding og steypuvinna hefur verið unnin í sjálfboðavinnu. Forráðamenn ÍA hafa nú mikinn áhuga fyrir að steypa upp norðúrhliðina líka, en þar með yrði lokið við að steypa alla veggi hússins upp í 2 m hæð yfir gólfplötu. Félagar og velunnarar eru hvattir til að mæta til sjálfboðavinnunnar og ljúka þar með glæsilegu átaki í sjálfboðavinnu. Áfram ÍA. Illa gengur aö fá menn til aö hætta aö leggja bflum sínum á „Litlu bryggju“: Nú skal beitt sektarákvæöum Þeir eru margir trillukarlarnir, sem hafa haft það fyrir sið að leggja bílum sínum á Litlu-bryggj- unni, sem svo er nefnd, á meðan þeir dytta að bátum sínum eða fara í róður. Með tilkomu smá- bátabryggjunnar hefur þetta eitthvað minnkað en enn er það svo að fjöldi bíla leggur á hverjum degi á bryggjunni. Bílastöður eru bannaðar á þess- um stað og nú er svo komið að lögreglunni hafa verið gefnar „ordrur" um að gera skurk í málinu og fá menn ofan af þeirri áráttu að leggja bílum sínum þarna. Er ætlunin að beita sektará- kvæðum til þess að ná betri árangri þannig að menn mega búast við því að á næstu dögum verði þeir bifreiðaeigendur, sem ekki virða bannið við bifreiða- stöðum á bryggjunni, sektaðir af vörðum laganna. Uppskem- hátíö í fótboltanum Uppskeruhátíð knatt- spyrnumanna verður haldin í Hótel Akranes laugardag- inn 23. nóvember kl. 20. Eins og undanfarin ár þá verða verðlaunaafhendingar, matur og dans. Miðar fyrir þá sem áhuga hafa á að mæta verða seldir í verlsuninni Óðni þriðjudag og miðvikudag. Verð á miðanum er kr. 800. í tilefni 100 ára afmælis Innri- Akraneshrepps nú á dögunum sendi hreppurinn myndarlega blómakörfu á Dvalarheimilið Höfða, en á heimilinu eru nú nokkrir vistmenn, sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið búsettir í hreppnum. Á Sólmundarhöfða eru fædd þau Ursúla Guðmundsdóttir og Ingibergur Árnason. Systurnar María og Þóra Guðjónsdætur eru fæddar á Fossi (María) og Fjósakoti (Þóra). Salvör Jör- undardóttir er fædd í Birnhöfða. Aðrir sem annaðhvort eru þar uppaldir eða hafa lifað þar um tíma eru Kristján Þorsteinsson (Krossi), Höskuldur Sigurðsson (Akrakoti) og Kjartan Þorkels- son (Birnhöfða). Þrjár starfs- stúlkur úr Innri Akraneshreppi starfa nú á Höfða, þær Ása Helgadóttir, Heynesi, Bryndís Guðmundsdóttir Ytra-Hólmi og Elín Kolbeinsdóttir, Ásfelli. Þannig er mál með vexti að árið 1979 fékk skólinn 27 milljónir- króna (ath! gamalla króna, nú- virði um 2,8 millj.) fjárveitingu til þess að standa undir framkvæmd- um. Úr varð að upphæðin vat lánuð Akraneskaupstað svo hann gæti lokið framkvæmdum við „Þekjuna“ svokölluðu. „Þetta mál hefur aldrei verið til lykta leitt,“ segir orðrétt í fundar- gerð skólanefndar. Þykir óneitan- lega skjóta skökku við á sama tíma og skólinn á í stökustu erfiðleikum með fjármál sín og húsakost (þrengsli) skuli tæpar 3 milljónir hafa „gleymst" í kerfinu í 6 ár! Hverjum bjargar það næst, Qi JT Sitjandi frá vinstri: Salvör, Úrsúla, Höskuldur, Kjartan. Standandi frá vinstri: María, Ingibergur, Kristján og Elín (starfsst.). Á myndina vantar Þóru Guðjónsdóttur. Við lestur fundargerða skóla- nefndar Fjölbrautaskólans á Akranesi kemur í Ijós, að svo virðist sem 27 milljónir króna frá árinu 1979 hafi „gleymst“ í bæjar- kerfinu. Afhenda áskriftir Núna þessa dagana munu meistaraflokksmenn í knatt- spyrnu ganga í hús og afhenda bókina Skagamenn skoruðu mörkin II. bindi, til þeirra sem pöntuðu á áskriftarverði. Þeir að- ilar sem ekki hafa fengið boð um að eignast bókina á áskriftarverði en hafa áhuga hafi samband við Hörð Jóhannesson í símum 2243 (vs.) og 2479, eða Sveinbjörn Hákonarson í síma 2784. Einnig er ennþá hægt að fá fyrra bindið á áskriftarverði. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.