Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 7
Gosh ásamt konunni, Shamaly, og syninum Sayan, á heimili Gosh hér á Skaga. Skagablaftið leggur þraut fyrir lesendur sína: Hver drekkur vatn? Hver á sebrahestinn? Heilabrot geta verið skemmtileg og þroskandi í senn. Stundum er því þó þannig farið að menn óska sér þess að hafa aldrei tekist á við sumar af þeim þrau tum, sem lagðar eru fyrir þá. Við á Skagablaðinu rákumst á eina stórskemmtilega þraut fyrir skemmstu og fengum í hana botn eftir tiltölulega skamman tíma (gáfaðir, maðurgáfaðir!). Að feng- inni niðurstöðu kom upp sú hug- mynd að leggja þrautina fyrir ies- endur Skagablaðsins og skora á menn að senda inn lausnir. Við höfum ákveðið skilafrest til þriðjudagsins 19. nóvember. Vísbendingar Þrautin ber yfirskriftina: Hver drekkur vatn? Hver á sebrahest- inn? Gefnar eru upp 15 vísbending- ar og út frá þeim á að vera hægt að svara spurningunum báðum. Hér eru engin brögð í tafli, aðeins þarf að beita heilafrumunum og rök- réttri hugsun (þetta tvennt fer oftast saman). Hér fylgja svo vts- bendingarnar. 1. Húsin eru fimm. 2. Englendingur býr í rauða hús- inu. 3. Spánverji á hundinn. 4. Kaffi er drukkið í græna hús- inu. 5. Daninn drekkur te. 6. Græna húsið er næst til hægri við hvíta húsið. 7. Sá sem reykir Camel á snigla. 8. Winston eru reyktar í gula húsinu. 9. Mjólk er drukkin í húsinu í miðið. 10. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu. 11. Maðurinn sem reykir Salem býr í húsinu við hliðina á manninum sem á refinn. 12. Marlboro eru reyktar í húsinu við hliðina á húsinu, þar sem hesturinn er geymdur. 13. Sá sem reykir More drekkur appelsínusafa. 14. Japaninn reykir Prince. 15. Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu. Lausnin Út frá þessum fullyrðingum á að vera hægt að leysa gátuna. Hver drekkur vatn? Hver á se- brahestinn? Til þess að forða öllum misskiln- ingi skal tekið fram aftur að húsin eru 5, íbúamireru af 5 mismunandi þjóðemum, reykja hver sína vind- lingategundina, drekka hver sinn drykk, eiga hver sitt gæludýrið og búa í húsum, hvert með sínum iit. Við munum birta lausnina í næsta blaði en skomm á lesendur að spreyta sig á þessu og senda okkur lausnina. Við drögum ár þeim réttu og verðlaunum sigur- vegarann á einhvem hátt. Skagablaðið ræðir við Dipu Gosh, badmintonþjálfara Akumesinga og konu hans, Shamaly: „Þyrfti miklu fleiri tíma til að allir fengju nægju sína(< - segir Gosh og telur marga unglinga eiga framtíöina fyrir sér með réttri þjátfun og góðri aðstöðu Dipu Gosh, þjálfari Akurnesinga í badminton, er enginn aukvisi í sínu fagi því hann var eitt sinn einn af bestu badmintonspilurum í heiminum. Einu sinni varð hann Indlandsmeistari í einliðaleik, sjö sinnum meistari í tvíliðaleik og margoft í tvenndarleik. Hann þjálfaði indverska landsliðið í mörg ár, spilaði einnig lengi í liðinu, í Iran þjálfaði hann í fjögur ár, nokkra mánuði í Hong Kong og stuttan tíma í Astralíu. Hann var einnig fyrirliði indverska landsliðsins þegar hann spilaði með því. Hingað kom hann fyrst 1983 svo aftur í ár. Fyrst var hann spurður hvernig honum líkaði við Akranes. Ein stór fjölskylda „Ég kom aftur, sem segir vel til um það. Hér er gott að vera og gott að starfa með forráðamönn- um og iðkendum badmintonsins hér. Petta er eins og ein stór fjölskylda og því gott að vera hér.“ Því næst var hann spurður um þjálfunina og efniviðinn hér. „Héma er mikið af góðum unglingum sem geta náð langt ef þau leggja rækt við æfingarnar. Pegar ég kom fyrst hingað 1983 var miklu af grundvallar starfinu fyrir unglingaæfingarnar lokið og þá votuunglingarnir frá Akranesi í sérflokki, ekki einu sinni þeir í Reykjavík áttu möguleika. Þegar ég kom aftur þá tók ég eftir að 2-3 staðir hafa farið að fordæmi Akurnesinga og lagt áherslu á yngri flokkana en það er alger forsenda þess ef góðir bad- mintonspilarar eiga að ganga upp í meistaraflokk. Vandamálið hér er, að það vantar fleiri tíma fyrir krakkana í íþróttahúsinu til að fullt gagn sé að því sem ég er að miðla þeim. Hjá TBR geta krakk- arnir farið að æfa þegar þau vilja og það kemur þeim til góða. Annað er, að það er töluvert dýrt fyrir krakkana að æfa og ef þau vilja aðeins æfa vegna ánægj- unnar þá er ekki gott að ætla að láta þau gera erfiðar æfingar. Þó nokkur þeirra sem æfa stíft eru í unglingalandsliðinu og koma ör- ugglega til með að vera í A-lands- liði íslands ef þau halda áfram að æfa. Ef fleiri tímar væru til í húsinu þá mundi ÍA eiga bestu badmintonspilara á íslandi í fram- tíðinni. Þetta sama vandamál er einnig hjá fleirum, þ.e. að hafa ekki nógu marga tíma fyrir badminton- ið því þetta er ekki hópíþrótt heldur byggist á einstaklingum. Hér æfa um 100 manns þessa íþrótt og það þyrfti miklu fleiri tíma til að allir fengju nægju sína „Kom á óvart að karlar og konur hér fá ekki sömu laun fyrir sömu vinnu“ - segir Shamaly Gosh, sem sjálf er lær&ur efnafræðikennari og nýtur launajafnréttis á Indlandi að maður tali ekki um þá sem æfa oft til að ná langt í sinni íþrótt. Foreldrar mættu fylgjast betur með Einnig mættu foreldrar, sem eiga eftir að ná langt og ef ég koma oftar og gefa því gaum hvernig gengur og hvað verið er að eyða peningum í. Það eru nokkrir einstaklingar hér, sem eiga eftir aðná langt og ef ég mætti ráða þá myndi ég láta þau halda áfram að æfa badminton.“ Gosh sagði, að þegar ástandið væri svona þá væri þetta nánast eins og að byrja alltaf upp á nýtt í stað þess að halda áfram þar sem frá var horfið. Á Indlandi, þar sem ekki eru miklir peningar, þá þykir stjórnvöldum samt rétt að styrkja íþróttir að vissu marki, því allir hafa gott af iðkun þeirra. Ekki hvað síst unglingarnir, það skilar sér í betri þegnum til þjóð- félagsins. Gosh á œfingu í fyrrakvöld. Eins og kemur fram að ofan hefur hér á Akranesi dvalið indverskur þjálfari, kom fyrst hingað 1983 svo aftur í ár. Undanfarið hafa dvalið hjá honum kona hans, Shamaly, og sonurinn Sayan en þau fóru heim til Indlands í fyrradag. Við fórum á stúfana til að forvitnast um hvernig þeim líkaði að vera hér. Því var laumað að okkur að Shamaly hefði átt afmæli á sjálfan kvennafrídaginn og þess vegna var hún fyrst spurð hvernig henni Iitist á jafnréttisbaráttuna hér? að konur vinni þann vinnutima Ekki sömu laun „Það kom mér mjög á óvart að kynnast því hér, að konur og karlar sem vinna sömu störf fá ekki sömu laun. Á Indlandi fá karlar og konur sem vinna sömu störf sömu laun. Einnig kom það líka á óvart að hér virðist algengt sem hentar þeim. Heima er til starf sem svipar til bæjarstjóra hér og bæði kynin vinna við það. I þessu starfi eru gerðar sömu kröfur til beggja kynja, t.d. konan þarf að geta setið hest, skotið og margt annað alveg eins og karl- maðurinn og konan fær nákvæm- íí ' * i - '■ lega sömu laun. Því kom það mér á óvart að þetta er ekki eins hér,“ sagði Shamaly. Hún er starfandi efnafræði- kennari og þegar hún sótti um starfið þá voru a.m.k. 5000 aðrir umsækjendur. Um það sagði Shamaly: „Samkeppnin er mjög mikil á Indlandi. í mínu héraði sem er álíka stórt og ísland eru um 25.000 nemendur sem sækja um að fá að þreyta BAD próf (það er í líkingu við stúdentspróf en þó ekki sama) og aðeins 25% fær inngöngu, þetta er dæmi um hina hörðu samkeppni. Verður að vera bestur Annað dæmi: ég vil að sonur minn fari í góðan skóla. Til að fá inngöngu þarf hann að þreyta próf ásamt 1200 öðrum drengjum á sama aldri og um 60-80 fá inni. Þú verður að vera bestur ef þú ætlar að komast áfram. Ég kenni við einkaskóla og hjá mér eru 250 stúlkur. Fólk hér hefur spurt mig hvernig ég fari að því að kenna öllum, en ég veit hreinlega ekki hvernig það er hægt. í þessum skóla er kennt í 3 „törnum“. Á morgnana er kennsla fyrir stúlkur, um miðjan daginn bæði stúlkur og pilta en á kvöldin fullorðið fólk sem vinnur úti. Ég byrja kl. 6 á morgnana og vinn til kl. 11.30. Það er því mjög mikil tilbreyting að koma hingað í fá- mennið úr öllum fjöldanum í Indlandi. Þetta er eins og að koma úr miklum þrengslum í frískt loft. Þegar ég er heima er alltaf nóg að gera, en hérna geri ég ekki annað en að slappa af. Það er mjög gott að vera hér, fallegur bær og gott fólk“. Þar með var hún rokin af stað til að skoða frystihús því það voru síðustu forvöð áður en hún hélt heim. FRA INNHEIMTU AKRANESKAUPSTAÐAR Lögtök vegna van- goldinnar álagningar Tilkynning til þeirra sem skulda eftir- farandi gjöld til bæjarsjóðs Akra- ness. Útsvar og aðstöðugjöld, fasteigna- gjöld, hafnargjöld, vélasjóðsreikn- inga, byggingaleyfisgjöld, gatna- gerðargjöld B, dagvistunargjöld, gjöld vegna heilbrigðiseftirlits, vinnu- skólareikninga, vatnsveitureikninga, reikninga v/tölvuþjónustu, reikninga v/heimilishjálpar. Lögtök eru þegar hafin til tryggingar á greiðslu v/ofangreindra gjalda. Vinsamlegst gerið skil og komist þannig hjá frekari kostnaði sem af lögtökum leiðir. Dráttarvextir verða reiknaðir að kvöldi 15. nóv. n.k. ilNNHEIMTA AKRANESKAUPSTAÐAR. Shamaly Gosh í þjóðbúningi sínum. Bjóðum öttum 6ijreiðoeiíjcmíum upp á vetrursfcoðuu sem ittnifieíifur: & CM 0<j * et' *<" 1. Hreinsun og feiti á geymissambönd 2. Mæling á rafgeymi 3. Mæiing á rafhleðslu 4. ísvari settur í bensín 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Stilling á viftureim 8. Rúðusprautur stilltar og settur á ísvari 9. Mæling á frostlegi 10. Vélarstilling með fullkomnum stillitækjum P.S. Litabarinn er að sjálfsögðu opinn. .Ægisbraut 23 0 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.