Skagablaðið


Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 9
Mötuneyti Fjölbrautarinnar: Gengið frá við- bótarsamningi Gengið hefur verið frá viðbót- að ljúka byggingu neðri hæðar arsamningi um byggingu mötu- heimavistar Fjölbrautar. neytis tengda skólabyggingu Fjöl- brautaskólans á Akranesi en þrengsli eru þar gífurleg eins og Skagablaðið hefur skýrt frá. Sal- urinn rúmar 30 manns en 100 nemendur snæða þar í hádeginu alla virka daga. Ingimundur Sig- urpálsson, bæjarstjóri, undirrit- aði samninginn f.h. Akranes- kaupstaðar. Samkvæmt kostnaðaráætlun frá því fyrr á þessu ári kostar rúmar 8 milljónir króna að ljúka mötu- neytinu en eflaust hefur sú tala eitthvað hækkað frá því hún var lögð fram í vor. Þá er áætlað að um 6 milljónir króna þurfi til þess Auglýsendur á Akranesi Látið ekki spila með ykkur. Aug- lýsið í Skaga- blaðinu, eina vikulega frétta- blaði bæjarins. Skagablaðið “Allar reglur brotnar“ Hvorki Æskulýðsnefnd né Félagsmálaráð eru hlynnt því að leyfi til rekstrar leiktækja- salar, sem veitt var til 6 mánaða á sínum tíma, verði endurnýjað að því er kemur fram í bókunum frá fundum þeirra. Bendir því flest til þess að dagar salarins verði brátt taldir. í bókun Æskulýðsnefndar segirm.a.: „Staðurinnerskv. lögreglusamþykkt eingöngu ætlaður 15 ára og eldri, skv. tóbaksvarnarlögum ættu reykingar ekki að vera leyfð- ar á staðnum og samkvæmt áfengislögum er meðferð áfengis bönnuð á slíkum stað. Af viðtölum við unglinga og kunnuga á staðnum er aug- ljóst, að allar þessar reglur hafa verið þverbrotnar." Atvinnuleysið: Rúmlega 20 á skrá Alls var 21 skráður atvinnulaus hér á Akranesi um síðustu mán- aðamót og er það svipuð tala og verið hefur undanfarið. Atvinnu- leysið hér hefur verið óverulegt undanfarna mánuði en 21 er engu að síður of há tala að mati okkar á Skagablaðinu. Atvinnuhorfur eru almennt bjartar í bænum nema hjá smá- bátaeigendum, sem horfa fram á stórlega skerta afkomu á næstu mánuðum. Gæti tala atvinnu- lausra því hækkað talsvert á næstu vikum aukist framboð atvinnu- tækifæra ekkert að ráði. Lítíðum verðmeridng- ar í gluggum verslana Við vorum beðnir að koma á framfæri hve lítið væri um að verslanir verðmerktu vöru í útstillingargluggum. Þegar fólk sem færi í göngutúra á kvöldin, til þess meðal annars að forvitnast um hvað hlutimir kosta sem sýndir eru í gluggunum væri það engu nær. Það sama á við um helgar en þá labbar fólk um bæinn og skoðar í glugga en í mörgum tilfellum er það engu nær því tiltölulega fáar verslanir verðmerkja vörur í gluggum. w ChickKinq— HVAÐ ER I HÁDEGISMATINN? — ERTU í TÍMAHRAKI? Pá eru Chick-King kjúklingabitar, franskar kartöflur og ljúffengt hrásalat lausnin. Rennið við hjá okkur og grípið hádegismatinn með ykkur heim í handhægum umbúðum. Skaganesti Margt býr í þokunni — frumsýning — Skagaleikflokkurinn frumsýnir á föstudag, 15. nóvember breska sakamálagamanleikinn Margt býr í þokunni. Forsala aðgöngumiða hefst á morgun, fimmtudaginn 14. nóvember, og erfrá 19-20.30. Miðar einnig seldir á föstudag á sama tíma. Önnur sýning á verkinu verður á sunnudag, 17. nóvember kl. 15.30 og er miðasala opin frá kl. 14. Næstu sýningar: Þriðjudag 19. nóvember kl. 20.30 Miðvikudag 20. nóvember kl. 20.30 Miðasala opin frá kl. 19 báða dagana. Skagaleikflokkurirm 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.