Skagablaðið - 20.11.1985, Page 1

Skagablaðið - 20.11.1985, Page 1
Urriðafoss á strandstað. Þótt ótrúlegt kunni að virðast af þessari mynd náðist skipið út. Giftusamleg björgun Uir> idafoss af strandstaðnum - veðurofsinn sleit landfestar skipsins við Gmndartanga Vel gekk að ná Urriðafossi af strandstað við Grundartanga þótt ekki hafi litið vel út með það þegar að var komið. Ekki urðu nein slys á mönnum við óhappið en skipið mun vera töluvert skemmt. Það var kl. 5.30 á föstudagsmorguninn að Björgunarsveitin Hjálpin var kölluð út og var hún lögð af stað kl. 6.15 og verður það að teljast snaggaralega við brugðið því 18 menn voru kallaðir út og fóru þeir með allan neyðarbúnað með sér. Unnu þeir við að hjálpa skipverjum frá borði, losun áolíu og koma vírum úrskipinu í landog undirbúa björgun þess. Voru þeir að til hádegis á laugardag og voru einnig með vakt um nóttina. Við þessar björgunaraðgerðir urðu töluverðar skemmdir á búnaði Hjálparinnar, aðallega vegna olíunnar, en einnig vegna veðurofsans. Sendinefnd á fund sjávamtvegsráðherra: Halldór sýndi skilning en lof- aði ekki neinu Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, gaf ekki nein loforð af neinu tagi en tók að öðru leyti vel á móti sérstakri sendinefnd héðan af Akranesi sem hélt til fundar við hann á mánudag. Með í förinni til ráðherra var m.a. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri. Á meðal þess sem farið var fram á við ráðherra var að leyfi fengist til að veiða í 7 daga í viðbót. Kvaðst ráðherra ófús til að veita slíkt leyfi enda næsta víst að aðrir kæmu þá á eftir með samskonar kröfu. Niðurstöður viðræðnanna við ráðherra voru útskýrðar á fundi með smábátaeigendum í gær- kvöldi. Að vonum voru menn ekkert alltof hressir en fram hefur komið áhugi á að efna til sameig- inlegs fundar með þingmönnum kjördæmisins, útvegsmönnum og sjávarútvegsráðherra til að ræða fiskveiðistefnuna og stjórnun hennar. Þess má að lokum geta, að smábátaeigendur sendu m.a. þingmönnum kjördæmisins bréf fyrir skemmstu, þar sem þeir útskýrðu sjónarmið sín. Þar sögðu þeir m.a. að með því að takmarka fjölda veiðidaganna með þeim hætti sem nú væri gert væri hreinlega verið að hvetja menn til þess að róa í öllum hugsanlegum veðrum þegar færi gæfist. Þar með væri verið að stórauka slysahættuna við þessar veiðar. Bilun í Skipaskaga: Varahlutir sóttir með flugvél Eftir því sem við best vitum fór flugvél áleiðis til Noregs í gær- morgun þeirra erindagjörða að sækja varahluti í spilbúnað togar- ans Skipaskaga. Bilaði hann í síðustu veiðiför. Togarinn hefur legið bundinn við bryggju í hálfa aðra viku og þar af leiðandi ekki getað stundað veiðar. Hver glataður dagur er dýr og var þvf gripið til þess ráðs að fá varahluti með flugvél er- lendis frá. SELDU 18.000 Enn eitt metið var sett hér á Akranesi í sölu getraunaseðla í síðustu viku. Seldust hvorki meira né minna en 18.000 raðir og er það tæpum 2 þúsund röðum meira en fyrra met. Það eru körfuknattleikskappar bæjarins sem annast sölu seðl- anna. Gífurleg aukning hefur orðið í sölu getraunaseðla um land allt og nálgast potturinn nú óðfluga 2 milljónir króna. í síðustu viku kom einmitt upp hæsti vinningur í sögu íslenskra getrauna er einn og sami einstaklingurinn nældi sér í rúmlega 1,3 milljónir króna. Ekki amaleg búbót það og skattfrjáls að auki. Nokkurt tjón varð í óveðrinu Eins og nærri má geta gerði óveðrið um síðustu helgi víða usla í bænum og nágrenni hans. Flest lauslegt, sem fokið gat, fauk veg allrar veraldar, þak- plötur rifnuðu af húsþökum, girðingar brotnuðu og jafnvel heilu skúrarnir tókust á loft. Samvinna hjálparsveitar- manna og lögreglu var góð hér á Akranesi á meðan lætin voru sem mest og höfðu björgunar- menn í nógu að snúast. Lögregl- an bókaði eigi færri en 75 útköll á þessum tíma. Þessi mynd var tekin á hafn- argarðinum og sýnir vel hvernig sjór gekk yfir hann í verstu hrinunum. Ekki er vitað um neitt verulegt tjón á garðinum. Sjá nánar inni í blaðinu.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.