Skagablaðið


Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 4
SH| X SPEKINGAR 1 SPÁ \ A 3 Friðrikka Bjarnadóttir Jón Karl Einarsson. Árangurinn hans Örnólfs í getraunaleiknum ætlar að verða erfið hindrun þeim spekingum sem fylgt hafa í kjölfarið. Lárus Arnar Fétursson, harðjaxlinn í tannlæknastéttinni, varð að bíta í það súra epli að bíða lægri hlut í viðureign sinni við Friðrikku Bjarnadóttur. Hún nældi sér í 4 rétta en tannlæknirinn fékk aðeins þrjá. Hann náði því aðeins að halda velli í tvær vikur eins og Hrefna Guðjónsdóttir, sem hann ruddi úr vegi áður en hann féll fyrir Friðrikku. Örnólfur sat hins vegar ósigraður í 7 vikur! Eins og vænta mátti tilnefndi Lárus Arnar fulltrúa „sterkara“ kynsins til þess að etja kappi við Friðrikku. Það er enginn annar en Jón Karl Einarsson, fyrrum skólastjóri tónlistarskólans. Jón Karl hefur aðeins einu sinni tapað áður á lífsleiðinni að eigin sögn og þá fyrir heilum 15 árum. Spár þeirra Jóns Karls og Friðrikku fara hér á eftir: Friðrikka Jón Karl Birmingham - Liverpool 2 2 Conventry - West Ham 1 2 Everton - Nottingham Forest 1 1 Leicester- Manch. United 2 2 Manch. City - Newcastle X X Oxford - Ipswich X 1 Sheffield Wed. - Southampton 1 1 Tottenham - QPR 1 X Watford - Luton X X Blackburn - Charlton X 2 Hull- Wimbledon 2 X Sunderland - Brighton X 1 „Mjög lærdómsrík ferð hjá okkur í alla staði“ - segir Jón Gunnlaugsson um feró sendinefndar frá Akranesi á sýningu um rekstur og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Köln „Þetta var mjög lærdómsrík ferð í alla staði og á þessari sýningu í Köln sáum við marga mjög athyglisverða þætti í upp- byggingu nútíma íþróttamann- virkja,“ sagði Jón Gunnlaugsson er Skagablaðið ræddi við hann í gær, en Jón er nýlega kominn heim ásamt þeim Jóni Runólfs- syni og Helga Hannessyni af mikilli sýningu í Þýskalandi. „Það athyglisverðasta á sýning- unni var kannski að komast að raun um það að sundlaugar í dag eru meira byggðar upp sem skemmtigarðar fremur en sund- laugar einar og sér, þ.e. með vatnsrennibrautum og öðru til- heyrandi,“ sagði Jón. „En þarna var fleira forvitnilegt. Margs kon- ar orkusparandi hugmyndir voru þarna á ferð, t.d. í tengslum við endurnýtingu frárennslisvatns og sérstakar yfirbreiðslur yfir sund- laugar til þess að halda varmanum betur í vatninu. Þá er ónefnt gervigrasið, sú tegund sem myndi henta til þess að leggja ofan á malarvelli." Sýningin, sem þremenningarnir sóttu stóð í 4 daga en sjálf ferðin tók 6 daga. Hún er haldin annað hvert ár í Köln og skipulögð af áhugahópi um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja. — En hvað kom til að farið var á sýninguna í ár? „Undanfarin ár hefur ekki ver- ið talin ástæða til þess að skoða þessa sýningu en þar sem hér eru nú í byggingu bæði sundlaug og íþróttahús þótti viðeigandi að fara núna. Þarna voru um 20 íslend- ingar, arkitektar og hönnuðir auk forstöðumanna íþróttamann- virkja og ég held að allir hafi lært mikið af sýningunni,“ sagði Jón. Sendu miða á leikinn Tengsl Skagamanna og Kölnar eru sterk, ekki síst vegna Evrópuleikja IA við IFC Köln á liðnum árum. Þegar þeir þremenningarnir komu á hótel sitt eitt kvöldið í ferðinni beið eftir þeim umslag frá Kölnar-félaginu. í því voru þrír boðsmiðar á leik liðsins og með fylgdi bréf undirritað af Hannes Löhr, stjóra félagsins. Þótti þessi sending sýna vinarhug í verki og hitt, að vel væri fylgst með Skagamönnum í stórborg- inni. Auglýsið í Skagablaðinu Dýrasýning í Slvsa- vamarfélagshúsinu Bréfdúfufélag Akraness efnir til sýningar á dúfum og öðrum dýrum í húsi Slysavarnarfélagsins við Sunnubraut og hefst hún kl. 14 á sunnudag. Félagsmenn leggja sjálfir til dúfur og leggja kapp á að til sýnis verði sem fjölbreytilegast úrval en Ingimar Garðarsson í Dýralífi leggur til önnur sýningardýr. Þarna er kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna, sem hafa áhuga á dúfum og öðrum dýrum að líta inn. Hæfileikakeppni í Fjölbraut sl. fimmtudag; Fjölmenni vitni að sigri Bús in speis Mikið fjölmenni — talið að gestir hafi verið fast að 300 — varð vitni að því er hljómsveitin Bús in speis bar sigur úr býtum í hæfileikakeppni innan veggja Fjölbrautaskólans á Akranesi á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Upphaflega áttu 6 hljómsveit- ir að mæta til leiks en ein náði aldrei alla leiðina upp á svið. Mjög voru sveitirnar misjafnar að gæðum en áhorfendur, sem og sérstaklega valin dómnefnd, voru sammála um að Bús in speis hefði verið besta sveitin — jafnvel þótt hún hefði átt grun- samlega góðan aðgang að hljóð- blandara kvöldsins, betri en aðr- ar sveitir. Með öllu ólíðandi draslarahattur Jón Pétursson skrífar: I rokinu núna um helgina urðu þær skemmdir inni á íþróttavelli, að skúr, sem notaður var undir sælgætissölu í sumar, fauk á grindverkið sem er umhverfis nýju laugina og braut tvo steypta staura, sem halda uppi skjólgirðingunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skúrar af þessu tagi eru á foki þarna inni á íþróttavelli því fyrir örfáum árum fauk annar skúr sömu tegundar og áður var getið um og fór sá skúr alveg í mylsnu. Svona draslaraháttur hjá þeim, sem ráða ríkjum á vellinum, er með öllu ólíðandi. Meðfylgjandi mynd var tekin af skúrnum og þeim skemmdum sem hann olli á girðingunni. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.