Skagablaðið - 20.11.1985, Side 5

Skagablaðið - 20.11.1985, Side 5
 Þessi trillukarl var að ferja sig út í bátinn sinn im helgina svona rétt á meðan óveðrinu slotaði. Búið að landa 13.000 tonnum af loðnu hér - trillukarlamir taka báta sína á land vegna 3 mán. veiðistopps Sigurborgin kom inn á þriðjudaginn í síðustu viku með 150 lestir af sfld sem söltuð var hjá HB & Co. AIIs er hún búin að fá um 330 lestir af sfld á þessari vertíð og á eftir að fiska um 200 tonn upp í kvóta sinn. Alls mun nú búið að salta í um 8500 tunnur hjá HB & Co. á þessari vertíð. Er nú búið að salta upp íþað magn af síld, sem selt hefur verið til útflutnings en núna er verið að salta síld fyrir K. Jónsson á Akureyri og verður eitthvert áframhald á því hjá HB & Co. Krossvíkin kom inn til löndunar sama dag, þ.e. þriðjudag, og var aflinn um 140 lestir sem var að meirihluta til karfi. Víkingur kom hingað á fimmtudag með 1200 lestir af loðnu og hefur hann nú fengið 9000 lestir á þessari vertíð. Samtals hefur verið landað um 13000 lestum af loðnu hér á Akranesi á vertíðinni. Eins og sjá má af tölunum hér að framan er meirihluti þess afla fengur Víkings, sem leggur aflann upp hjá SFA. Flutningaskipið Keflavík lestaði hér á þriðju- dag í síðustu viku 1000 lestir af loðnumjöli frá SFA og hefur mjölið farið til útflutnings jafnóðum og framleitt hefur verið en eitthvað gengur hægar með afskipun á lýsinu. í óveðrinu um helgina varð mjög mikill sjógang- ur við flotbryggjuna, þar sem trillurnar liggja og áttu menn í hinum mestu erfiðleikum við að verja báta sína áföllum vegna roks og sjávargangs og urðu trillukarlarnir að vera á vappi í kringum bátana nótt og dag á meðan veðrið gekk yfir. Einhverjar skemmdir urðu á bátum í veðrinu og var það einkum vegna þess að fríholt gengu úr skorðum, vegna sjógangs þannig að bátarnir náðu að nudda hver annan. Þó urðu skemmdirnar minni en ætla hefði mátt af veðurofsanum. Margir trillukarlarnir gripu því fyrsta tækifæri eftir að veðrinu slotaði á laugardaginn og tóku báta sína á land enda er nú gengið í gildi enn eitt veiðibannið á smábátana og gildir það frá 16. nóv. sl. til 10. febrúar á næsta ári. Er því ekki til neins að láta bátana liggja lengur á floti. Höfrungur kom hingað á laugardag með 200 lestir af loðnu. Aðalerindi bátsverja hingað var að taka hið umsamda frí, sem þeir eiga frá loðnuveið- unum einu sinni í mánuði samkvæmt samningum og eru það þrír dagar í mánuði hverjum eftir því sem við best vitum. Vantar gögn frá KA og Kára Eru ekki einhverjir með fund- argerðarbækur, gögn eða verð- launagripi frá KA eða KARA í sínum fórum? Stjórn KRA er að vinna að því að halda öllum gögnum og gripum saman svo að þeir glatist ekki og séu geymdir á einum og sama staðnum. Ef einhverjir hafa slíkt undir höndum eða vita hvar það gæti verið þá væri vel þegið að koma því eða upplýsingum til Harðar Jóhannessonar í síma 2243. Einnig ef menn muna eftir lögum og reglum eða einhverju slíku í sambandi við KA og KÁRA væri vel þegið að fá slíkar upplýsingar og koma þeim til Harðar. Vorum að taka upp: Stórglæsilega leðurjakka og töskur. Einnig nýjan dömu- og herrafatnað. Svörtu lakkskórnir komnir aftur. Opið laugardag fra Póstsendum. ' 9 til 12. AKRANESKAUPSTAÐUR Fjárhagsáætlun 1986 Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaöar og stofnana hans fyrir áriö 1986 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök, sem koma vilja ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 1986 á framfæri við bæjarstjórn, eru vin- samlegast beðin um aö senda skrif- legt erindi þar um fyrir 1. desember næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akranesi Gerið gott hár enn betra Konur og karlar á öllum aldri — leyfið okkur að hjálpa ykkur. Þið fáið 20% afslátt af 10 skipta djúpnæringanuddkúrnum. Litastrípur í miklu úrvali, tískuklippingar og svo auðvitað botnpermanettin vinsælu. Dekrið svolítið við ykkur í skammdeginu og látið ykkur líða vel. Bjóðum upp á úrval af hársnyrtivörum, m.a. hinar viðurkenndu Joico-vörur. Höfum hina vinsælu silfureyrnahringi — komið og skoðið. Með kveðju frá HÁRGREIÐSLUSTOFUNNl SKAGABRAUT 9 • S. 1903 Fjóla ■ Ella ■ Eygló 5

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.