Skagablaðið - 20.11.1985, Side 6

Skagablaðið - 20.11.1985, Side 6
E 0 S1 □ E E ® B H [d] [u] [m] Sanfokii vii Jaiarsbakkana: Ibúamir í ná- grenni bíða spenntir eftir næstu aðgerðum fræðinganna Ekki verður annað sagt en Sandabrautin beri nafn með réttu eftir veðurhaminn að undanförnu. A götunni og í húsagörðum við hana hafa myndast allt að eins metra háir sandskaflar. Voru jafnvel brögð að því að fólk þyrfti að moka sandi frá dyrum húsa sinna til að komast út með góðu móti. Sandhóll Ástandið er sömuleiðis slæmt við Jaðarsbrautina hvað þetta varðar. Hóllinn, sem tyrfður var fyrir þremur árum cr nú orðinn að sandhóli. Einhver kynni að spyrja hverju þetta sandfok neðan af Langasandi og upp um allan bæ sætti. Fyrir nokkrum árum var þetta nefnilega svo til óþekkt fyrir- brigði. Fyrst er til að taka, að sandurinn hefur hækkað mjög upp við bakkana, sennilega vegna tilkomu grjótgarðsins fram af hafnargarðinum, sem breytt hefur sjávarstraumum í víkinni. Svo hafa fræðingar bæjarins látið setja fláa á bakkana alveg niður í fjöruborð þannig að nú á sandurinn greiða leið neðan úr fjörunni og upp í hverfin sem liggja næst bökkunum og um efri hluta Skagans þegar slíkur veð- urofsi geisar sem um helgina. Hvað næst Við íbúar í næsta nágrenni við bakkana bíðum nú spenntir eftir að sjá næstu aðgerðir hjá fræð- ingunum til að hefta sandfokið. I fyrra var send jarðýta niður á sand og nú skyldi hefta sand- fokið. Fyrst var hún látin ýta sandinum frá grjótgarðinum sem er fyrir neðan Jaðarsbakkana, síðan var ýtt upp u.þ.b. þriggja metra háum sandgarði fyrir neð- an sundskálann, sem svo er nefndur fyrir neðan íþróttavöll- inn. Var sá garður um 30 metra langur. Ég held að jarðýtan hafi varla verið komið upp á bakkana þegar þessi mannvirki voru öll orðin sjávargangi að bráð. Allir. gátu séð það fyrir nema fræð- ingarnir. Sandþró SR Og ennþá fýkur sandurinn úr sandgeymslu Sementsverk- smiðjunnar. Og í framhaldi af þessum hugleiðingum um sand- inn mætti spyrja hvers vegna Sementsverksmiðjan er ekki lát- in steypa vegg alveg niður að stóra leðjugeyminum. Varla myndi leika vafi á því að sandfok úr sandþrónni myndi minnka til muna ef slíkur veggur yrði steyptur. Það sést best þar sem veggurinn er með Jaðarsbraut- inni. Þar ver ekki sandur úr þrónni að neinu marki svo fram- arlega sem hliðið, sem snýr upp að götunni er lokað. Það var hins vegar ekki svo í rokinu um helgina þannig að sandurinn komst þar greiðlega út eins og gefur að skilja. í framhaldi af þessu mætti svo benda ráðamönnum SR á að það þarf að hreinsa sandinn frá sand- varnargirðingunni sem snýr upp að Suðurgötunni ef hún á að gera eitthvert gagn. Því ætti að gefa auga leið að þegar sandur hefur myndast jafnhátt girðing- unni að utanverðu gerir hún lítið gagn. Jón Pétursson. Fjölmennum Leikhúsgestur skrifar: Ég var einn þeirra fáu, sem börðust gegn veðurhamnum sl. föstudag og mætti á frumsýningu Skagaleikflokksins á verkinu Margt býr í þokunni. Ég skemmti mér konunglega en óneitanlega var það sorglegt að sjá hversu fáir voru mættir. Mér taldist til að frumsýningargestir hefðu ekki náð hundraðinu. Mig langar aðeins til þess að hvetja bæjarbúa til þess að sjá þetta ágæta stykki Skagaleik- flokksins áður en sýningum verður hætt. Það hefur mikil vinna verið lögð í æfingar og undirbúning og sorglegt til þess að vita að hún skuli eyðilögð af veðurguðunum. Allir kannast við hlut. sem hefur verið til frá ómunatíð, fægiskúffuna. Þett er úthugsað áhald, skófla með niðurbrettan fremsta kantinn, til þess að sem best sé að sópa ruslinu upp á skóflublaðið. Þessi hlutur var fundinn upp áður en „fræðingarnir" urðu til. Galdur Þess vegna hefur það farið fram hjá þeim fræðingum sem „hönnuðu" nýjustu breytinguna á Jaðarsbökkum við Langasand, að með því að skásneiða bakkana niður að sandinum eins og gert er, er verið að taka í notkun galdur fægiskúffunnar við að veita sandinum yfir nágrennið á áhrifaríkan hátt. Og ekki bara næsta nágrenni. Sönnun þess fékkst, svo ekki verður um villst, nú í óveðrinu 15. nóv. þegar stór hluti bæjarins var bókstaflega þakinn sandinum af Langasandi. Háþróuð Að vísu er talað um að gott sé að strá sandi á mosaþembur í túnblettinum til þess að fá betri rækt í blettina. Kannski er þessi sandveita svo háþróuð að fólk áttar sig ekki á henni án frekari athugunar? Líklegast verður þó að telja að garðeigendur vilji hér eftir sem hingað til sjá um þá hlið sjálfir. Án allra útúrsnúninga: Elskurnar takið þessa hluti til endurskoðunar sem fyrst, bæjarbúar hafa enga löngun til að þurfa að þvo hús sín að utan og moka sandi af lóðum sínum þótt eitthvað hreyfi vind. Unnur Leifsdóttir. Er ekki hægt að hefta sand- fokið eitthvað? Ibúi við Suðurgötu hringdi: Mig langar til þess að koma þeirri fyrirspurn á framfæri til forráðamanna Sementsverk- smiðju ríkisins hvort ekki sé hægt að gera eitthvað við þessu sandfoki úr sandgeymslu þeirra. í óveðrinu um helgina virtist afskaplega lítið gagn vera að skjólgirðingunni, sem sett hefur verið upp til þess að hindra sandfokið. Ég sá ekki betur en sandurinn ætti greiða leið yfir hana vegna þess hve hátt hann hafði hlaðist upp hinu megin. Og svo dreifðist þetta um allt, smýgur jafnvel inn um smæstu glufur á gluggum og inn í stofu. Endilega reynið að koma í veg fyrir þetta, góðu ráðamenn. 6 íslenska hljómsveitin: Aðrir áskrift- artónleikam- ir í Bíóhöll- inni á sunnudag Önnur efnisskrá Islensku hljómsveitarinnar á fjórða starfs- ári hennar verður frumflutt hér í Bíóhöllinni á Akranesi sunnudag- inn 24. nóvember kl. 15.30. Þessi sama dagskrá verður síðan flutt á Selfossi, í Keflavík og í Langholts- kirkju í kjölfarið. Þessir tónleikar bera yfirskriftina „Konur í ís- lensku tónlistarlífi" og eru haldnir til heiðurs íslenskum konum í lok kvennaáratugar. Guðmundur Emilsson mun stjórna hljómsveit- inni á þessum tónleikum. Á fyrri hluta tónleikanna eru verk eftir Jórunni Yiðar, Karólínu Eiríks- dóttur og Misti Þorkelsdóttur. Á síðari hlutanum er píanókonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Ander Josephsson syngur þrjú sönglög eftir Jórunni Viðar við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Hljómsveitin leikur fimm lög fyrir kammerhljómsveit eftir Karólínu Eiríksdóttur og Davíð 116 eftir Misti Þorkelsdótt- ur, en bæði þessi tónverk voru samin að tilhlutan íslensku hljóm- sveitarinnar og frumflutt af henni á sínum tíma. Anders Josephsson syngur einsöng í síðara verkinu. Þær Karólína og Misti munu kynna verk sín í upphafi tónleik- anna. Á síðari hluta tónleikanna leik- ur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanókonsert í C-dúr (K415) eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en píanókonsert þessi er einn þeirra er Mozart tileinkaði konu. Jórunn Viðar, tónskáld og pí- anóleikari, er elst þeirra kvenna er eiga tónverk á þessum tónleik- um. Hún er fædd í Reykjavík 1918. Jórunn stundaði tónlistar- nám hér heima, í Berlín, Banda- ríkjunum og Vínarborg. Hún hef- ur komið fram bæði sem píanó- leikari og tónskáld. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, lauk prófi frá Guildhall School of Music and Drama 1981. Hún hefur frá upp- hafi verið einn mikilvirkasti félagi íslensku hljómsveitarinnar. Anna Guðný hefur haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika. Karólína Eiríksdóttir, tón- skáld, lauk MA-prófi frá tón- listarskólanum í Michigan 1978 og hefur stundað tónsmíðar og kennslustörf hér heima undanfar- in ár. Verk hennar hafa verið flutt víða um lönd. Mist Þorkelsdóttir, tónskáld, stundaði tónlistarnám bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Mist hlaut 2. verðlaun í tónskálda- keppni Ríkisútvarpsins nú í haust. Anders Josephsson, bariton- söngvari, er fæddur og uppalinn í Svíþjóð en fluttist til íslands 1980. Hann stundar söngnám við kenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykjavík samhliða guðfræði- námi við Háskóla íslands. Auglýsið i Skagablaðinu NYTT-NYTT-NYTT-NYTT-NYTT Slendertone Skagamenn áframí bikarnum Skagamenn eru komnir áfram í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands íslands eftir góðan sig- ur á Árvakri, 68:54. Leikurinn gegn Árvakri var ágætur af hálfu Skagamanna og að vanda var Gísli Gíslason stiga- hæsti leikmaðurinn. Skoraði bæjarritarinn 21 stig. Jóhann Guðmundsson, bróðir Samúels, sem nú leikur með KR-ingum, skoraði 12 stig og Sigurdór 10 stig. NOTAR ÞÚ? Andlitsböð,. hand- og fótsnyrting. Litanir og vax. Make-up við öll tækifæri. TBiodroqa snyrtivörur Krókatúni 12 ■ S. 2644 Nágranuaslagur í íþróttahúshiu Það verður fmrt barist í íþróttahúsimi við Vestur- götu í 3. deiíd ísíandsmótsins í fiandknattieik í kvöúd þegar Skadagrímsmenn frá Borgamesi mceta Skagamönnum í kvöid kí. Z0. Getum rtú boðið upp á Slendertone-undratækið. Hefur reynst vel við vöðvastyrkingu, vöðvabólgu sem og til grenningar og í baráttu við staðbundna fitu. Keppuisboltinn cr gefiun af versliin Einars Ólafssonar. Sólbrekka S. 2944 HAKDMAmEIKSRÁÐ SÉRVERSLUN MEÐ BARNAFATNAÐ AÐ KIRKJUBRAUT 6 Bjóöum upp á mikið úrval af jólafötum, einnig svarta lakkskó í stærðum 27 til 35. Einnig ný gerð af kuldaúlpum og buxum. Eigum ennfremur mjög fallega útigalla á börn frá 6 mánaða aldri, heila eða tvískipta. Kíkið við — sjón er sögu ríkari. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 9 TIL 12. PÓSTSENDUM. 7

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.