Skagablaðið


Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 10
„Spumingin var um að hrökkva eða stökkva“ - segja þau Nína og Daníel um kaupin á versluninni Portinu „Nei, þetta var sko alls ekki neitt undirbúið, kom mjög skyndilega upp á,“ sögðu þau hjón Nína Aslaug Stefánsdóttir og Daníel Daníelsson, eigendur verslunarinnar Nínu, sem keyptu í síðustu viku verslunina Portið af Finnboga Gunnlaugs- syni og hafa á mettíma komið þar upp sérverslun með barna- fatnað. Skagablaðið ræddi stutt- lega við þau í gær. — Hvernig bar kaupin að? „Við vissum ekki fyrr til en fasteignasali hafði samband við okkur og bauð okkur verslunina til kaups. Við vorum nú ekki nema mátulega trúuð á þetta í fyrstu og héldum að hann væri að grínast með okkur. Það var hins vegar ekki.“ — Og þið slóguð strax til? „Já, við gerðum það eftir að hafa íhugað málið í skamman tíma. í svona stöðu er spurningin um að hrökkva eða stökkva og við ákváðum að slá til.“ — Var ekkert mál að kaupa eina verslun sisona? „Jú, mikil ósköp. Það skyldi enginn halda að við hefðum teygt okkur undir koddann og snarað út þeim peningum sem til þurfti. Á meðal þess sem „fauk“ var bíllinn. Við göngum núna í vinnuna eða förum á vörubíln- um.“ — Eruð þið bjartsýn á að þetta gangi? „Já, viðerum það, en auðvitað verður reynslan að skera úr um framhaldið. Að kaupa húsnæðið og setja á stofn barnafataverslun er eitt, annað er að láta rekstur- inn ganga upp.“ — Nú heyrast þær raddir að þið séuð með „yfirgang", hafið þið heyrt slíkt? „Mikil ósköp, já já. En þetta er ekki spurning um annað en að treysta rekstrargrundvöll versl- unarinnar sem við vorum með. Það gefur auga leið að margar litlar tískuverslanir eiga erfiðara með að halda velli en færri öflugar. Með færri verslunum verður vörustreymið væntanlega örara og endurnýjun þaraf leið- andi meiri. Þjónustan eykst því við þetta.“ Þau Nína og Daníel opnuðu verslunina Nínu fyrir 3 árum og hefur verslunin alla tíð vakið athygli fyrir glæsilegan fatnað og gott vöruúrval. Úrvalið í nýju barnafatabúðinni er í takt við það sem gerist í næta húsi (þ.e. í Nínu), mikið og gott. Skaga- blaðið óskar þeim hjónum til hamingju með áfangann og árn- ar þeim velfarnaðar með hina nýju verslun sína. Nína og Daníel í nýju barnafataversluninni. „Þetta hefur verið virki- lega skemmtilegur tími“ - segir Finnbogi Gunnlaugsson, sem hefur nú seit Portio Finnbogi Gunnlaugsson hefur selt verslun sína Portið Nínu Áslaugu Stefándóttur og Daníel Daníelssyni. Við höfðum sam- band við Finnboga til að forvitn- ast um hvers vegna hann ogkona hans, Droplaug Róbertsdóttir, hætta starfseminni og selja versl- unina? „Ég er búinn að starfa við verslun í 12 ár og þar af höfum við hjón verið í 5 ár með eigin verslun. Nákvæmlega 5 ár þann 15. nóv. sl. Við teljum tímabært að breyta til, þetta er orðinn góður skammtur. Þetta hefur verið virkilega skemmtilegui tími og við komum til með að sakna margs þegar við nú hættum," sagði Finnbogi. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til allra viðskiptavina þeirra í gegnum tíðina og allra, sem þau hjón hafa átt viðskipti við. Nokkrar skemmdir í óveðrinu um helgina: Þrjú gróðurhús skemmdust í veðurofsanum - plötur fuku af þökum, grindveik brotnuðu og eitt og annað gekk úrskeiðis í óveðrinu sem gekk yfir um síðustu helgi var eitt og annað sem fór úr skorðum og voru hópar manna frá lögreglunni, Björgunarsveitinni Hjálpinni og Björgunarsveit skáta í að aðstoða fólk eða bjarga hlutum sem fuku um. Einnig var mikið af starfinu fólgið í að koma í veg fyrir að óhöpp yrðu. Hjá lögreglunni fréttum við, að ein 3 gróðurhús hafi fokið, girð- ingar brotnað, plötur fokið af húsum og töluvert hafi verið um að rúður hafi brotnað vegna fjúk- andi hluta. Tilkynning kom í útvarpinu þar sem fólk var varað við að vera á ferli vegna platna sem virtust vera að losna. Við fréttum af einni stúlku sem fauk um koll og mun hafa meitt sig eitthvað. Á tímabili þá leit út fyrir að járnið væri að losna af Mörkinni ogfuku a.m.k. 3plötur. Lögreglan skoðaði húsið eftir að veðrið gekk niður og taldi hún að húsið væri varhugavert og er það mat í athugun hjá byggingafull- trúa. Svanur Geirdal, yfirlögreglu- þjónn, sagði að Björgunarsveitin Hjálpin og björgunarsveit skáta hefðu veitt dyggilega aðstoð og gengið vasklega fram í að bjarga því, sem bjargað varð. Aðalfundur bad- mintonfélagsins Aðalfundur Badmintonfélags Akraness verður haldinn mánu- daginn 25. nóv. kl. 20 í íþrótta- vallarhúsinu. Venjuleg aðalfund- arstörf. Fólk er hvatt til að koma því alltaf vantar gott fólk til starfa. W} Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 ingamar Til sölu 2 tonna trilla með díselvél, kraftblökk og dýpt- armæli. Einnig á sama stað 60 grásleppunet. Uppl. í síma 1901 eftir kl. 19. Til leigu 3ja herbergja íbúð. Laus strax. Uppl. f síma 1671 eftir kl. 20. Til sölu 26“ svart/hvítt Nordmende-sjónvarp í góðu ásigkomulagi. Ennfremur barnabílstóll og kerru- poki. Uppl. í síma 2743. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.