Skagablaðið - 27.11.1985, Side 2

Skagablaðið - 27.11.1985, Side 2
Smáauglýs- ingamar Til sölu Dual plötuspilarl, magnari 2x30 wött, Sharp kassettutæki, tveir Dynaco hátalarar, 60 watta. Verð 10 þúsund. Uppl. í síma 1056 eftir kl. 18. Barnfóstrur. Viðerum hérna tvær sem tökum að okkur að passa um helgar á kvöldin. Uppl. ísímum2092og 2463, Herdís og Ólöf. Til sölu hjónarúm plusslagt með áföstum náttborðum, útvarpi og vekjaraklukku. Snyrtiborð, stóll, rúmteppi og tveirvegglampar í stíl. Einnig á sama stað barnaþríhjól til sölu. Uppl. í síma 2904. Til sölu rafmagnsspírall og vatnshitakútur 11001. Uppl. í síma 2192 eftir kl. 18. Til sölu 8m/m kvikmynda- sýningarvél Fuji super8. Ný- leg vél og lítið notuð. Uppl. í síma 1682 eftir kl. 19. Til sölu sófasett, ný yfir- dekkt. Uppl. í síma 1997. Til sölu mjög fallegur ekta leðurjakki. Stærð M. Uppl. í síma 1406 á kvöldin. Til sölu vel með farinn Lada Sport, árgerð 1980. Ekinn 86 þús. km. Nánari upplýsingar gefa dúlíus eða Róbert í síma 91-42677. Ung stúlka óskar að taka 2ja herbergja íbúð á leigu strax. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Á sama stað óskast bílskúrtil leigu. Uppl. í síma 2826. Til sölu Poodle-hvolpar, 7 viknagamlir. Kostakr. 4.000 stykkið. Uppl. í síma 2576 til klukkan 19. Til sölu rafmagnsritvél af Olivetti gerð. Áætlað verð 8 þús. Uppl. í síma 1205. Gerið góð kaup. Aðeins örfá stykki eftir úr síðustu send- ingu. Lyklakippur, hálsmen og armbönd á ótrúlegu verði. Uppl. í síma 1382. Til sölu er Simo-barnakerru- vagn. Uppl. í síma2827 eftir kl. 19. Óska eftir að kaupa notað mótatimbur. Uppl. í síma 2503 eða 2395. Til sölu svart/hvítt Nord- mende sjónvarp 26“. Er í góðu lagi. Uppl. í síma2743. Til sölu saurtaklefi með öllu. Uppl. í síma 2277 á kvöldin. Orðsending frá Skagablaðinu til bæjarbúa: Vinsamlega hreytið ekki ónotum í sölubörn okkar Ekki fer hjá því að fréttir Skagablaðsins falli bæjarbúum misvel í geð eins og eðlilegt má telja. Af og til gerist það því miður að sölubörn Skagablaðsins verða fyrir því að hreytt er í þau ónotum vegna innihalds blaðsins þegar þau bjóða það til sölu í húsum bæjarins. Það eru því vinsamleg tilmæli ritstjórnar Skagablaðsins að þurfi bæjarbúar að ausa úr skálum reiði sinnar vegna eins eða annars í blaðinu snúi þeir sér beint til hennar en láti skapið ekki bitna á sölubörnunum. Bréfdúfufélagið: Vel heppnuð dúfusýning Bréfdúfufélag Akraness gekkst fyrir dúfu- og dýrasýningu í SFA- húsinu að Sunnubraut á sunnu- daginn. Á sýningunni gat að líta fjölmargar dúfnategundir auk ýmissa smærri dýra og veittu fé- lagar í BFA upplýsingar um fugl- ana og önnur þau dýr, sem á sýningunni voru. Meðfylgjandi mynd var tekin á sýningunni. Steini hættir Nú mun loks ákveðið að Steinn Helgason verði ekki áfram þjálf- ari meistaraflokks kvenna í knatt- spyrnunni og er þar skarð fyrir skildi. Steinn hefur náð frábærum árangri með stelpurnar á undan- förnum árum og óhætt er að segja að hann sé að örðum ólöstuðum maðurinn á bak við hinn glæsta árangur þeirra. Hver tekur við af honum mun ennþá óleyst mál. Auglýsið f Skagablaðinu Vegurinn við Berjadalsá hættulegur í snöipum vindi: Skora á bæjaryfiivöld að láta málið til sín taka Lesandi skrifar: í síðustu viku fauk fólksflutn- ingabfll út af veginum rétt fyrir innan Berjadalsá eins og fram hefur komið í fréttum. Ekki mun þetta vera í fyrsta skipti sem bfll fýkur út af veginum á þessum slóðum og eftir því sem ég man best hafa fjórir bflar fokið út af veginum þarna við ána. Sem betur fer hefur enginn þeirra farið út af veginum þar sem hann er hæstur, þ.e. þar sem hann liggur yfir sjálfa ána. I>ar hefur vegurinn verið hækkaður mikið og í sunnan- og suðvestanveðrum er þetta hættu- legasti kaflinn á Akranesaf- leggjaranum, sem sést best á þeim útaffokum á bílum sem þarna hafa orðið á undanförnum árum. Á þessum kafla á veginum verður mjög hvasst og misvinda- samt í sunnanáttum. Ekki þarf að fjölyrða um það hvað þarna gæti gerst ef bíll fyki út af veginum þar sem hann er hæstur, þ.e. yfir sjálfri ánni. Ég málið til sín taka. Ég geri mér grein fyrir að bæjarfélagið á ekki að sjá um framkvæmdir á vegin- um en ef þrýstingur kæmi frá stjórnvöldum bæjarins um þetta tiltekna verkefni til vegagerðar- innar teldi ég að það gæti gefið góða raun. Þessi vegur er þó í það minnsta mest notaður af Akurnesingum sjálfum. myndi telja að ekki mætti drag- ast öllu lengur að setja handrið þarna meðfram norðurjaðri veg- arins á c.a. 100 metra kafla, yfir og sitt hvoru megin við ána. Slík handrið eru nokkuð víða með- fram vegum, þar sem sérstök slysahætta er talin vera. Nú vildi ég beina þeim orðum til bæjarstjórnarinnar að láta Frá slysstaðnum í síðustu viku. Spuming vikunnar Ert þú farin að huga að jólaundirbúningi? Guðrún Halldórsdóttir: — Þaö er nú mjög lítið. Anna Soffía Hákonardóttir: — Já, maður er farinn að huga að ýmsu sem gera þarf. Erla Stefánsdóttir: — Nei, ég er ekki neitt byrjuð á því. Ég er afskaplega róleg yfir þessu, byrja ekki fyrr en í desember. Kristín Sigurðardóttir: — Ósköp lítið, ég huga ekki að þessu fyrr en í desember. Skagablaðió Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) ■ Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 2

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.