Skagablaðið


Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 5
rB H ® □ IS B1B EIQ] H ffl En Sigurborgin búin með síldarkvótann ■ Haraldur Böðvarsson kom á þriðjudag í síðustu viku inn til löndunar. Landaði hann 115 lestum af fiski og voru af því um 70 tonn af þorski. Hitt var að mestu leyti karfi. ■ Sigurborgin kom hingað inn á laugardag með 150 lestir af síld, sem fékkst fyrir austan land. Mun Sigurborgin nú búin að fiska upp í kvóta sinn. Síldin var söltuð hjá HB & Co. ■ Þann sama dag kom Bjarni Ólafsson með um 800 lestir af loðnu og er þetta í annað skiptið á þessari vertíð sem hann landar hjá SFA. Það óhapp henti í síðustu veiðiferð Bjarna Ólafs- sonar, að bátur sigldi inn í nót hans og olli á henni umtalsverð- um skemmdum. Taka varð nót- ina í hús hjá Nótastöðinni þar sem hún var til viðgerðar í 3 daga. ■ Krossvíkin kom inn til löndunar á mánudagsmorgun. Afli hennar í þessari veiðiför var um 150 lestir og var það að meirihluta þorskur. ■ Skírnir hélt til veiða með ýsunet á fimmtudag í síðustu viku. Á sunnudag var hann bú- inn að draga þrisvar sinnum og fiska um 20 lestir af ýsu, sem fæst hér rétt fram af Skagamm. ■ Víkingur landaði á sunnu- dag 1300 lestum af loðnu hjá SFA. ■ Skipaskagi hélt á föstudag í síðustu viku til veiða á ný eftir um hálfsmánaðar stopp vegna bilunar í spilbúnaði eins og við gátum um í síðasta blaði. ■ Norska tankskipið Sol- straum lestaði 1300 lestir af loðnulýsi hér á miðvikudag og mun það vera stærri hluti þess lýsis, sem framleiddur hefur ver- ið hér á þessari vertíð. ■ Jökulfellið kom á mánudag að bryggju hér til þess að lesta frosinn fisk frá Haferninum. Hér mun skipið hafa tekið 3000 kassa af frosnum flökum. ■ Á föstudag í síðustu viku héldu nokkrir smábátaeigendur héðan til Reykjavíkur og lokuðu höfninni þar í samvinnu við smábátaeigendur annars staðar frá í hálfan annan tíma. Til- gangurinn var að mótmæla þeim veiðitakmörkunum sem þessir bátar verða að sæta. Eftir því sem best er vitað var þessi för ekki farin í nafni hins nýstofnaða félags smábátaeigenda hér á Sakga heldur tóku nokkrir sig saman og eingöngu þeir, sem hafa sitt aðalstarf af þessari smá- bátaútgerð. Eftir þessar mótmælaaðgerðir í Reykjavíkurhöfn héldu þrír af bátunum út á miðin og lögðu net sín þar í trássi við öll boð og bönn. Þegartrillukarlarnirkomu að landi á laugardaginn beið þeirra á bryggjunni maður frá ráðuneytinu og voru þessir bátar og afli [jeirra skráðir niður. Tveir af þessum bátum komu með net sín að landi eftir þessa einu lögn en einn þeirra félaga lét eitthvað af þeim liggja fram á sunnudag og ætti flestum að vera kunnug endalok þeirrar veiðiferðar. Kaffisala og tísku- og snyrtisýning kvenfélagsins: 180 mams mættu á sunnudagmn Mikill fjöldi manns naut góðra veitinga og glæsilegrar hár- greiðslu-, snyrti- og tískusýningar í Safnaðarheimilinu á síðasta sunnudag. Gífurleg vinna liggur að baki sýninga sem þessum. Sem dæmi má nefna að byrjað var að greiða og snyrta á hárgreiðslustofunni Salon eldsnemma á sunnudags- morgun því allt þurfti að vera tilbúið klukkan 16 um daginn. Þá þurfti að velja föt og máta þau en ÍA og Amarflug/Adidas: Nýr tveggja ára samningur ÍA hefur endurnýjað samning sinn við Arnarflug og Adidas og gilda hinir nýju samningar til tveggja ára. Þessir nýju samning- ar eru á allan hátt sambærilegir við fyrri samninga IA við þessa tvo aðila og eiga vafalítið eftir að reynast vel í hinum þunga rekstri knattspyrnuráðs. fjölmargar verslanir tóku þátt í að horfðu á sýninguna, þær verslanir sýna föt. Þótti sýningin takast sem sýndu gáfu peninga til söfn- mjög vel. Alls komu fram 18 unarinnar og Einar Ólafsson einstaklingar á sýningunni. greiddi helming tilkostnaðar við Alls komu 180 manns í kaffi og kaffisöluna. AKRANESKAUPSTAÐUR Þann 1. desember næstkomandi er síðasti gjalddagi álagningar útsvars- og aðstöðugjalda fyrir árið 1985. Dráttarvextir verða reiknaðir að kvöldi 16. desember. Þá eru þeir örfáu, sem enn skulda álögð fasteignagjöld vegna ársins 1985 hvattir til að gera skil nú þegar svo ekki komi til nauðungaruppboðs vegna vanskila. Innheimta Akraneskaupstaðar 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.