Skagablaðið


Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 27.11.1985, Blaðsíða 7
FLEIRIEN STRAKAR LEGGJA FYRIR SIG VERKNAMIFJOLBRAUTASKOLANUM A AKRANESI: María Karen handleikur borvélina eins og fagmaður. Það gerist æ oftar að kvenfólk haslar sér völl á þeim sviðum sem talin (ranglega) hafa tilheyrt karlmönnum og ekki nema gott eitt um það að segja. Við fréttum að tvær stúlkur væru að læra vélvirkjun og rafvirkjun í verknámsdeild Fjölbrautaskóla Akraness og ákváðum því að forvitnast nánar um það. Þegar blm. Skagablaðsins kom að verknámshúsinu þá var verið að hreinsa gluggana, vafalítið vegna saltroksins undanfarið og þar var önnur stúlkan sem ætlunin var að hitta. Eftir að gluggarnir og stúlkan höfðu fengið vatnsgusu þá var komið að henni að skola af strákunum en þeir sáu þann kost vænstan að forða sér og ekki munaði nema örfáum sentimetrum að blaðamannsræfillinn fengi gusu blásaklaus að sjálfsögðu. Skrýtið „Af hverju, ja þegar ég var í starfsþjálfun í 9. bekk smíðaði ég lampa og líkaði svo vel að vinna við þetta að ég ákvað að fara út í að læra vélvirkjun. Vélvirkjun er „verkleg“ og mér líkar svoleiðis vinna,“ sagði María Karen Sig- urðardóttir er hún var innt eftir ástæðunni fyrir þessu vali. — Hvernig tóku vinkonur þínar og fjölskylda þessu? „Vinkonunum fannst þetta skrítið fyrst en núna er þetta ekkert mál. Foreldrum mínum leist ekki of vel á þetta í upphafi“, sagði María. Þegar hún var spurð hvort hún nyti einhverra forréttinda vegna þess að hún væri stelpa taldi hún að það væri mjög lítið. Ef svo væri en strákarnir væru mjög hjálplegir og hún nyti góðs af því eins og aðrir sem væru í vélvirkjun. Hefur hún smíðað verkfærakassa, skrúf- stykki og var langt komin með járnsög þegar hún var tekin tali. Þá hafði hún líka smíðað öxul og ró í rennibekk og var ekki annað að sjá en henni líkaði þetta starf vel. Framhaldsnám „í framtíðinni er ég að hugsa um að fara ( eitthvert framhalds- nám í sambandi við þetta, t.d. skrítið af því að það var óvenju- legt en núna væri þetta allt í lagi. Hvað foreldrana varðaði væru þau sátt við það sem hún hefði áhuga á, væru mjög jákvæð. Ellert Ingvarsson sagði að stelpurnar nytu engra forréttinda, algert jafnrétti ríkti. Það hefði verið ein stúlka í rafvirkjun áður og staðið sig vel og engin ástæða til að ætla að þessi gerði það ekki líka. Rafvirkjun væri góð vinna fyrir kvenfólk ekki síður en karlmenn. Með þá vitneskju í farteskinu var haldið á braut. verkfræði, teiknun eða eitthvað í þá átt,“ sagði hún en spurning- unni um sauma og prjónaskap svaraði hún á þann veg að hún hefði smávegis gaman af að sauma, en ekki prjónaskapnum. Þráinn Sigurðsson, kennari, sagði, að enginn greinarmunur væri gerður á Maríu annars vegar og strákunum hinsvegar. Ekki sagði hann, að merkjanlegt væri hjá strákunum, að henni væri hlíft vegna þess að hún væri stelpa, því allir réttu öllum hjálp- arhönd ef þörf væri á. Það er óhætt að taka undir það því ekki var að sjá að hún þyrfti neina aðstoð þegar strákarnir forðuðu sér undan vatninu. Ingibjörg í tíma í rafvirkjun. og smíðaði þá „dimmer" fyrir lampa. Mér líkaði þetta vel og ákvað að fara út í að læra rafvirkj- un. Ég ætla í rafeindavirkjun sem kennd verður hugsanlega næsta haust.“ í rafeindavirkjun Hjá rafvirkjunum á efri hæð- 'nni í verknámshúsinu fundum við Ingibjörgu V. Sigurðardóttur en hún er að læra rafvirkjun og þar sem það er ekki algengt að stúlkur fari út í slíkt þá var hún spurð hvers vegna? „I 9. bekk var ég í starfsþjálfun Hún sagði, að strákarnir væru ágætir og hjálplegir ef hún þyrfti á því að halda. Það sama gilti fyrir alla aðra, það væru allir hjálplegir við alla. Spurningunni um hvernig vinir og vandamenn tóku því að hún ætlaði í rafvirkjun svaraði Ingibjörg þannig að fyrst í stað hefði kunningjunum fundist þetta Akurnesingar! Dráttarvextir reiknast á öll van- skil 5. hvers mánaöar. Rafveita Akraness BASAR Basar verður haldlnn að dvalarheimillnu Höfða laugardaginn 30. nóvember kl. 14-16. Seldar verða tágavörur, vefnaðar- og pqónavörur auk margs annars. Einnig verður sýning á handavinnu heimilis- fólksins. Vcrið velkomiu » Höfda á laugar- daginn og gerið góð kaup. ÖNNUR ER í VÉL- VIRKJUN EN HIN í RAFVIRKJANÁMI - SKAGABLADIÐ RÆDIR VID ÞÆR MARÍU KAREN SIGURÐAR- DÓTTUR OGINGIBJÖRGU V. SIGURDARDÓTTUR 6 Ekki er laust við að fréttir Skaga- blaðsins veki stundum hressileg við- brögð á meðal bæjarbúa. Þetta hefur sannast aftur og aftur og dæmin eru mýmörg því til staðfest- ingar. Fréttir blaðsins vekja oft ánægju en viðbrögðin eru líka oft á hinn veginn; hneykslun, reiði eða vandlæting — jafnvel blanda alls þessa. Spurning á borð við „Hvaða hvat- ir liggja að baki slíkum skrifum?“ er vinsæl og menn spyrja sig hví þetta eða hitt sé yfirleitt fest á prent. Vangaveltur eru að sjálf- sögðu mjög eðlilegar og öll umræða til góðs. Hér á eftir er ætlunin að fara nokkrum orðum um frétta- mennsku Skagablaðsins, fréttamat þess og annað í þeim dúr. Þessu með hvatirnar látum við ósvarað að öðru leyti en því að þær miða allar að því einu að flytja bæjarbúum sem nýjastar, og áreiðanlegastar fréttar hverju sinni. Hvað er frétt? „Er þetta nú einhver frétt?“ höf- um við oftlega verið spurðir í kjölfar birtingu eins eða annars í Skaga- blaðinu. Brennur það oft við að hinn almenni lesandi leggur ekki sama skilning í hugtakið frétt og við á ritstjórn blaðsins. Sérstaklega er þetta áberandi þegar lesendur telja að sér vegið. Viðburði í bæjarlífinu má í gróf- um dráttum flokka í tvennt; fréttir og ekki fréttir. Við mat á fréttum höfum við á Skagablaðinu haft það að leiðarljósi hvort viðkomandi at- burður hafi annaðhvort auglýsinga- eða fróðleiksgildi fyrir bæjarbúa. Sé ekki svo er jafnvel reynt að líta á hann frá því sjónarhorni hvort hann geti verið skemmtilegur. Auð- vitað gerist það líka að eitt og annað kemur upp á í bæjarlífinu sem við segjum ekki frá, ýmist vegna þess að við höfum einfaldlega ekki frétt af viðkomandi atburði í tíma eða þá að frásögn er vísvitandi sleppt. Stór frétt — lítil frétt? Þegar tekin hefur verið ákvörðun um birtingu fréttar þarf að vega og meta hvernig hún skuli meðhöndl- uð, þ.e. hvort um sé að ræða stóra frétt, miðlungsstóra eða einfaldlega smáfrétt. Það er hérna sem ágrein- ingsefnin rísa sem hæst. Það sem okkur þykir e.t.v. stórfrétt finnst öðrum ekki skipta neinu máli að birta. í þeim hópi eru venjulegast þeir sem hlut eiga að máli og vilja þegja atburðinn í hel. Nokkrum sinnum hefur það gerst að komið hefur verið að máli við okkur og blaðið beðið um að segja ekki frá tilteknum atburði af því það kynni að koma einhverjum illa. Slíkar beiðnir verður að vega og meta hverju sinni. Hvað varðar heimildarmenn eru nöfn þeirra aldrei gefin upp þótt þeim geti skjöplast rétt eins og blaðamönnum. Þá er rétt að bæta því við hér að nafnlausum bréfum og símhringingum er ekki sinnt. Æsifréttir Stundum hefur því verið haldið fram, að Skagablaðið sé æsifrétta- blað. Slíkt er alger fjarstæða. Upp- setning blaðsins er afar mikilvæg í augum ritstjórnar og stórar fyrir- sagnir eiga e.t.v. sinn þátt í þessum misskilningi. Menn hugsa sem svo er þeir sjá frétt með stóru fyrir- sagnaletri: „Þetta er nú meira æsi- fréttablaðið þetta Skagablað.“ Stærð fyrirsagna þarf hins vegar ekki að standa í neinum tengslum við hugtakið æsifrétt. Fyrir hálfum mánuði birtum við fyrirsögn þvert yfir forsíðu blaðsins og frétt um rökræðukeppni Fjöl- brautaskólans á Akranesi og Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Sumum fannst sú frétt æsifrétt. En í hverju fólst æsigildið? Fyrirsögninni? Inni- haldi fréttarinnar? Uppsetning- unni? Svarið var neikvætt í öllum tilvikum. Fréttin hafði ekki að geyma neitt nema inngang blaðsins, þar sem farið var hörðum orðum um ósæmileg ummæli er féllu á umræddum fundi, svo og beinar tilvitnanir í ummæli ræðumanna. Nákvæmari getur fréttaflutningur- inn vart orðið. Ritstjórn Skagablaðsins leit svo á við birtingu fréttarinnar af málfund- inum, að þar væri um að ræða stórfrétt er varðaði alla bæjarbúa enda ómaklega vegið að bæjarfélag- inu sem slíku auk þess sem nöfn einstaklinga og fyrirtækja voru svert. Margir hafa lýst yfir ánægju sinni með birtingu umræddrar fréttar. í sama blaði og fréttin af málfund- inum birtist var önnur (stór) fyrir- sögn, reyndar stærri en sú á forsíð- unni, og spannaði einnig yfir 5 dálka. Sú var yfir viðtali við ind- verska badmintonþjálf^iann Dipu Gosh. Ekki hvarflar að nokkrum manni að kalla það æsifrétt þótt fyrirsögnin hafi verið stór. Hér er aðeins um að ræða atriði er snerta uppsetningu blaðsins. Æsifrétt getur það eitt talist, þar sem vísvitandi er farið með stað- lausa stafi og staðreyndir rangtúlk- aðar af ásettu ráði eða þeim sleppt í því augnamiði að tortryggja við- komandi. Skagablaðið hefur ekki gert sig sekt um slíkt og hefur það ;kki í hyggju í framtíðinni. Það eitt kemur hins vegar ekki í veg fyrir að skiptar skoðanir verði um efnisinni- nald blaðsins og framsetningu þess. Sigurður Sverrisson P.S. Fyrirsögnin á þessari grein er stæðileg en finnstu ykkur þetta æsifrétt? Fyrirsagnirnar, sem getið er um í greininni hér að ofan. KAFFIf) HJA OfiRUR ER FRABÆRT ... EN ÞAÐ ER VIÐQERÐARÞJÓNUSTAn SEM VIÐ LEQQJUM AÐALÁHERSLU Á. EinNIQ VILJUM VIÐ BEUDAÁ HinAÁQÆTU RÉTTinQA- OQ SPRAUTUDEILD OKKAR. Af> S.IÁIJ SÖ<;t>( ER UTABARIM OPIM, EÁTIÐ OKKIIR BIASDA RÉTTA I.ITIA'A Á Itíl lAA. • •• Útvegum varahluti, eíþeir Sást ckki hjá okkur. BILVER SF. ÆGISBRAUT 23 - SÍMI 2533 .Muttið vetrarskoðunina.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.