Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 1
Þið munið hann Jónas, það er ekki svo auðvelt að gleyma honum þegar maður einu sinni hefur komist í kynni við hann. Jónas Árnason las upp úr nýrri bók sinni sem ekki er komin út ennþá, síðastliðið laugardagskvöld á fullveldishátíðinni í Rein. Þessi bók er endurminningar Jónasar gegnum tíðina, samtímamenn og málefni tekin fyrir. Vantar sjálfbcðaliða Steypuvinna við hið nýja íþróttahús ÍA á Jaðarsbökkum er nú að mestu lokið. Lokið hefur verið við að steypa útveggi upp í 2 m hæð og er það margfalt meira en áætlað hafði verið að gera í haust. Nú bregður hins vegar svo við að sjálfboðaliða vantar til þess að hreinsa steypumótin á laugardag frá kl. 10 til 17. Er skorað á alla sem vettlingi geta valdið að taka sér frí frá bakstri og mæta upp í hús. Alvariegt umferðar- slys inn við Hlaðir Alvarlegt umferðarslys varð inni við Hlaðir á Hvalfjarðar- strönd aðfararnótt laugardagsins er ungur piltur, nemandi í Fjöl- brautaskólanum, varð þar fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Líðan hans mun nú eftir atvikum. Tildrög slyssins eru ekki fylli- lega ljós en svo virðist sem piltur- inn hafi ætlað að „húkka“ sér far heim af dansleiknum, sem skólinn hélt að samkomuhúsinu að Hlöð- um þetta kvöld. Bar þar að bifreið og skipti engum togum að piltur- inn varð fyrir henni. Er jafnvel talið að hann kunni að hafa fokið í veg fyrir bílinn því mjög hvasst var á þessum slóðum. Akranesi ætlaður fastur sess í svæðisútvarpinu - útsendingar hófust í fyrradag og verða alia virka daga frá kl. 17-18 Svæðisútvarp hóf göngu sína síðasta mánudag, sendi út frá kl. 17 til 18 sem verður fastur útsendingartími til að byrja með. Eftir því sem við höfum frétt þá heyrðust útsendingar vel hérna og víðar. Útvarpið sendir út á FM 90,1 Mhz. Við slógum á þráðinn til Sverris Gauta Diegó, sem er umsjónarmaður svæðisútvarpsins, til að fá frekari upplýsingar um hvað hér er á ferðinni. „Upphaflega var talað um sem okkur þætti að ætti heima hjá Reykjavík og nágrenni, en ekki er nein skilgreining á hvað átt er við með nágrenni. Aðalmálið er þessi sendir sem settur var upp, því hann kemur að góðum notum fyrir rás 2 ásamt því að vera fyrir svæðisútvarp. Á Akureyri notar svæðisútvarpið sendi rásar 2 og því er ekki hægt að hlusta á rás 2 þegar svæðisútvarpið er að senda út. Hér er hægt að stilla á hvaða rás sem er, því við erum með sér rás sem að vísu nýtist rás 2 þegar við erum ekki að senda út. Við erum að fara í gang með efnistök, en þetta á eftir að mótast í framtíðinni. Það væri ekki úr vegi að fólk léti okkur vita hvað því fyndist að ætti að vera í svona útvarpi, allar tillögur eru vel þegnar. Frá okkur séð er meiningin að vera með fréttir úr bæjarlífinu, sveitarstjórnarmál og hvað eina okkur. Að vísu höfum við aðeins eina klukkustund til að byrja með, svo okkur er þröngt sniðinn stakkur. Það væri t.d. tilvalið til að tilkynna ef Hvalfjörðurinn er ófær, ef Reykjanesbraut er vara- söm vegna hálku og ýmsar ábend- ingar sem eiga erindi til fólks. Eins og talað er um að morgun- útvarpið er til að vekja fólk þá erum við til að koma fólki heim. Ég vil endilega að fólk hringi og komi með tillögur, láti okkur vita hvað betur mætti fara, ekkert mannlegt er okkur óviðkomandi. Síminn hjá okkur er 91-688188,“ sagði hinn ágæti umsjónarmaður Sverrir Gauti Diegó. Kveikt verður á jólatrénu á Akratorgi þann 14. desember ef allt fer að óskuin. Þann dag ber upp á laugardag og er því líklegt að mikill mannljöldi verði saniankoininn í iniðbænum og fylgist með athöfninni. Athöfnin fer fram mcð þeim hætti að bæjarstjórnin tekur formlega við trénu frá Töndcr vinabæ Akraness í Danmörku en síöan mun Lúörasvcit Akraness leika jólalög og jólasveinar koma en þeir eru reyndar í sambandi viö Junior Chamber, sem rákust á þá á förnum vegi fyrir skemmstu. Verikönnun í matvöruverslunum á Akranesi 27. nóv. sl.: Veromunur á kílói af eggjum reyndist 40% Verðmunur á einu kílói af eggjum í matvörubúðum bæjarins getur numið allt að rúmum 40%! Þessi merkilega staðreynd kemur fram í verðkönnun, sem framkvæmd var af hálfu Neytendafélags Akraness þann 27. nóvembersíðastliðinn. Skagablaðið hefur fengið leyfi til aðbirta helstu niðurstöður könnunarinnar. Verð á fjölda vörutegunda var kannað en þar sem gengið var út frá því að hin hagsýna húsmóðir annaðist innkaupin og tæki þar af leiðandi alltaf ódýrasta kost- inn í hverjum vöruflokki fannst okkur ekki sanngjarnt að birta þær tölur hráar. Við tókum því átta vöruflokka út úr könnun- inni, þar sem mestar líkur voru á að um sambærilega vöru væri að ræða. Svo aftur sé vikið að verði á eggjakílóinu þá reyndist það langsamlega ódýrast í verslun Einars Ólafssonar, kr. 125 kíló- ið. Dýrast var það hins vegar í Skagaveri, kr. 178 kílóið. Verð- munurinn því hvorki meira né minna en 42%! Aðrar verslanir í könnuninni, Sláturfélag Suður- Iands, Kaupfélag Borgfirðinga og Traðarbakki, voru með verð frá kr. 155 upp í kr. 165 pr. kílóið. Þegar vöruflokkarnir eru dregnir saman í heildarverð er niðurstaðan þessi: verslun Ein- ars Ólafssonar kr. 363,80, Kaup- félag Borgfirðinga kr. 425.15 eða 17% hærra, Skagaver 449,20 eða 23,5% hærra, Sláturfélag Suðurlands kr. 453 eða 24,5% hærra og loks Traðarbakki kr. 468 eða 28,6% hærra en versl. Einars Ólafssonar. Ef eggjunum er sleppt úr heildarpakkanum er munurinn á milli verslana skiljanlega minni en þó aldrei minni en 11,5%. Þar er Kaupfé- lagið áfram næstódýrasti kostur- inn á eftir Einari Ólafssyni. Hátt verð hjá Traðarbakka stafar af því að opið er frá 9-21 daglega. Lögregla harðlega gagnrýnd fyrir slælega frammistöðu -sjábls.2 Rætt við mann, sem varð fyr- ir því að lamast illa í andliti -sjábls.7 Myndir og frásögn af uppskeru- hátíð knattspymufólks innan ÍA _____________ - sjá bls. 10-11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.