Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 5
Bjarni á hinu nýja verkstœði sínu. „Hefur vantað lítið verk- stæði fyrir smáviögerðir“ - segir Bjami Guómundsson, sem hefur nú ráiió bót á þeim skorti meó stofnun lítils verkstæóis Nýtt fyrirtæki hefur hafið göngu sína hér á Akranesi. Heitir það Trésmiðja Bjarna Guð- mundssonar og er staðsett að Kahnansvöllum 3. Mun Bjarni annast alla almenna trésmíði, ásamt því að smíða líkkistur. Hann er einn eins og er en í framtíðinni verða a.m.k. 3 starfs- menn á verkstæðinu. Bjarni sagði að samkeppnin væri vissulega mikil en það vantaði lítið tré- smíðaverkstæði sem annaðist hin- ar og þessar smáviðgerðir fyrir fólk úti í bæ. Aðallega yrði um verkstæðisvinnu að ræða, en að öðru leyti yrði allt smíðað milli himins og jarðar. Bjarni er nýkominn frá Þing- eyri þar sem hann og kona hans, Þórlína Sveinbjörnsdóttir, hafa verið að vinna síðustu mánuði, Bjarni við trésmíðar en Þórlína séð um sjúkrastöðina. Hún kemur ekki hingað fyrr en um áramótin. Við spurðum Bjarna hvort honum fyndist Akranes hafa breyst með- an hann var í burtu? „Nei. Ég var í burtu í 18 mánuði og mér sýnist allt vera eins og þegar ég fór. Það er mjög gott að vera á Þingeyri, þó að mjög erfitt hafi verið með öll aðföng og verkstæðið lítið. Að- eins ein vél og 70 fermetra hús- næði. Það vakti athygli mína að laun voru talsvert hærri fyrir vest- an en hér gerist. Akranes er láglaunasvæði, það er engum blöðum um það að fletta,“ sagði Um næstu helgi mun samband borgfirskra kvenna efna til basars í grunnskólanum í Borgarnesi. Hver kona gefur einn eða tvo muni á basarinn. Fjölmörg fyrir- tæki, bæði á Akranesi og í Borg- arnesi, hafa látið muni ábasarinn. Þar mun verða kaffi og meðlæti, einnig verða jólalög sungin af kór Bjarni. Aðspurður sagði hann að hann hefði komið hingað því hér væru ræturnar, hann fæddur og uppal- inn á Akranesi og hér vildi hann vera. Þeir sem þurfa að ná til Bjarna til að smíða fyrir sig geta hringt í síma 1612 eða hitt hann á verk- stæðinu að Kalmansvöllum 3. Við óskum Bjarna góðs gengis. verkalýðsins í Borgarnesi. Allur ágóði af basarnum rennur til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu- stöð Borgarness og því tilvalið fyrir fólk að gera góð kaup um leið og góður málstaður er studdur. Basarinn verður auglýst- ur síðar. FIRSKRA KVENNA Bergisch Gladbach gengió allt í haginn síóustu vikumar: Laufey hefur skorað sex mörk í sex leikjum og Glad- bach unnið þá alla stórt „Þetta hefur bara gengið vel hjá okkur undanfarnar vikur og við höfun unnið hvern leikinn á fætur öðrum,“ sagði Laufey Sigurðar- dóttir er við ræddum við hana á heimili hennar í Þýskalandi fyrir skemmstu. Gengi liðs hennar, Bergisch Gladbach, hafði verið nokkuð skrykkjótt allt til þess tíma er Laufey fór út. í fyrsta leik hennar með liðinu tóku hjólin hins vegar að snúast svo um munaði og hún skoraði 2 mörk í 7:2 sigri gegn Schalke 04. Kom þó aðeins inn á í síðari hálfleik sem varamaður. Allt í haginn Undanfarnar vikur hefur svo allt gengið Bergisch Gladbach í haginn. Frá því við ræddum síðast við Laufeyju hefur félagið leikið 5 leiki og unnið alla mjög sannfærandi. Fyrst vannst 2:0 sigur á Dortmund á heimavelli, síðan 4:0 sigur á Hamborg á útivelli í bikarnum, þar sem Laufey skoraði 2 mörk, þá 5:0 sigur á Berrendorf á útivelli og þar skoraði Laufey aftur 2 mörk, svo annar 5:0 sigur, í þetta skiptið á Moers á heimavelli, og loks 4:1 sigur á Herford á úti- velli. Laufeyju tókst ekki að skora í þessum tveimur síðustu leikjum og fór reyndar út af í hálfleik gegn Herford. Samtals hefur hún því skorað 6 mörk í jafnmörgum leikjum og það hlýtur að teljast meira en viðun- andi árangur strax á fyrstu vikun- um. „Leikaðferð liðsins er dálítið öðruvísi en við erum vanar að nota heima á Skaganum. Hér leikum við 4-3-3, en vorum vanar að leika 4-4-2 heima,“ sagði Laufey en bætti því við að sér hefði samt gengið vel að aðlagast henni. í 3.-4. sæti — Hver er staða ykkar í deildinni núna? „Við erum sem stendur í 3.-4. sæti í okkar riðli en liðin eru alls 12. Það fara 3 lið úr okkar riðli í úrslitakeppnina en það þurfa samt ekki að vera 3 efstu lið riðilsins. Hér er fyrirkomulagið að besta lið hvers héraðs kemst í útslitakeppnina og það eru t.d. 5 lið úr okkar héraði í þessum riðli. Við erum efsta liðið af þeim og ættum því að vera öruggar í úrslitin þótt við næðum ekki toppsæti í okkar riðli.“ — Hvert eruð þið komnar í bikarkeppninni eftir sigurinn á Hamborg? „Við erum komnar í undan- úrslit keppninnar en þau verða hins vegar ekki leikin fyrr en í byrjun maí á næst ári.“ — Hvernig hefur þér gengið að koma þér fyrir? „Bara prýðilega. Ég hélt reyndar að ég myndi byrja að vinna miklu fyrr en byrja ekki fyrr en á morgun (mánudag). Til þessa hef ég því haft það náðugt og getað einbeitt mér að æfing- um og þýskunáminu. Ekki veitir af að leggja sig fram við það því þýskan er á köflum skrambi erfið, sérstaklega helv... mál- fræðin.“ Kærkomið — Hefurðu rekist á einhverja landa þarna úti? „Já, það eru nokkrir við nám í Köln, m.a. hlauparinn Egill Eiðsson. Það hefur alveg bjarg- að mér að hitta þá af og til. Maður verður dálítið þreyttur á Laufey er broshýr á þessari mynd og hefur ríka ástœðu til. að geta ekki talað íslensku nema af og til. Þá hefur Skagablaðið verið mér kærkomið, nánast eina lesefnið sem ég hef fengið sent á móðurmálinu.“ — Mega vinir og vandamenn eiga von á að sjá þig heima um jólin? „Já, það ætla ég að vona. Við eigum eftir 3 leiki fyrir jól en ég stefni á að koma heim 16. des- ember. Ég verð svo að fara aftur 2. janúar út því æfingar hefjast að nýju 3. janúar.“ — Hvenær hefst keppnin í deildinni svo aftur? „Hún hefst ekki fyrr en í byrjun febrúar en við tökum þátt í tveimur innanhússmótum í janúar og verðum að vera í sæmilegri æfingu fyrir þau,“ sagði Laufey að lokum. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.