Skagablaðið


Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 11
Ólafur Þórðarson leikmaður meistaraflokks karla og þeir leikmenn sem fengu viðurkenningar fyrir leikjafjölda. Bryndís er fulltrúi Júlíusar\en hún myndi örugglega bæta útlit liðsins ef hún œfði. Ragga, Magnea og Árný ásamt Steina. Hinar heimsfrœgu. I hreinskilni sagt: Verum bara við sjálf og reynum að njóta jólaundirbúningsins saman / hreinskilni sagt: Þó sértu afgulli og gersemum snauð og gistir ei konungaborgir, þá áttu hinn dýrasta drottningarauð og drauma og gleði og sorgir, og kvæðið um þig er um konu sem ann, um konu, sem þráir og nýtur, en ekki um stjörnu sem slokknaði og brann, né storminn, sem æðir og þýtur. Þegar ég rakst á þetta ljóð um konuna eftir Davíð Stefánsson um daginn fór ég að hugsa um konuna sem slíka og allt það fjaðrafok og umtal um konur síðustu tíu árin. Það er ágætt einmitt nú að loknum þessum kvennaáratug að leiða hugann að því hvort við erum einhverju nær? Höfum við grætt eitthvað á þessu? Hefur verið hugsað meira um stöðu konunnar í þjóðfélaginu? Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Þetta hefur orðið til þess að langtum meira hefur verið hugsað um stöðu konunnar, bæði heima og heiman. Þetta hefur leitt til þess, að í umræðum hefur komið fram, að oft vinnur konan sextán tíma á sólarhring á heimilunum í stað átta, og að meira hefur verið rætt um konuna út á vinnumark- aðinum heldur en nokkru sinni fyrr, og hún fái sambærileg laun á við karla. Ég er viss um að þetta á allt eftir að skila sér í framtíðinni, jafnvel meira heldur en núna strax. Það eru allir meðvitaðir um allt þetta sem fjallað hefur verið um, en allt tekur sinn tíma og við megum ekki gleyma því að það er ekki svo ýkja langt síðan að konan átti að vera karlinum undirgefin í einu og öllu, hún mátti varla opna munninn án þess að spyrja hann um leyfi. En fyrir alla muni konur, við megum ekki gleyma því samt hvað það er gaman að vera kona í dag. Það er ekki gaman með því að segja: „hann getur þetta alveg eins og ég,“ eða líkja í einu og öllu eftir körlunum. Það er eitt, sem við getum aldrei þrætt fyrir, og það er það, að sum störf eigum við erfitt með að vinna á við karla vegna líkamsbyggingar okkar. Ákveðin störf eru þannig og við verðum að kyngja því hvað sem við erum miklar rauðsokkur. Það vill nefnilega þannig til að margt stendur og fellur með okkur konum. Tökum sem dæmi það sem næst er á baugi, sjálf jólin. Auðvitað eiga allir að hjálpast að fyrir jólin, en það er þó nokkuð undir okkur komið hvernig jólin bera að og hvernig þau og allur jólaundirbúningurinn verður. Ef við snúum öllu við á heimilunum í desember, finnst við verða að hreingera allt húsið eins og það hafi aldrei verið gert fyrr, baka tíu sortir af smákökum, fyrir nú utan allar terturnar, kaupa allt fyrir blessuð jólin, einmitt þennan mánuð þegar hvað minnst er í buddunni, þá getum við verið vissar um að allir verða eitthvað geðvondir því að það verða óhjákvæmilega einhverjir árekstrar. Krakkarnir fúlir yfir látunum, allt á öðrum endanum og allt gardínulaust o.fl. o.fl. Karlarnir skúffað- ir um miðjan mánuð, heftið tómt og eftir að kaupa í Ég er ekki að meina, að við eigum ekki að undirbúa jólin, því fer fjarri. Við eigum að hafa ánægju af undirbúningnum. Tökum smærri dæmi, Gunna hefur alltaf fengið ný náttföt fyrir jólin, og hún verður líka að fá þau núna jafnvel þó það hafi aldrei verið jafnlítið í buddunni eins og núna. Getur Gunna ekki notað náttfötin frá í fyrra til að spara núna? Neðri skáparnir í eldhúsinu sem er jú allt í lagi með, verða að hreingerast núna jafnvel þó að ég verði að vaka við að gera þá hreina, af því að jólin eru að koma og af því að ég gerði þá hreina öll hin jólin. Svona ýmislegt getum við sparað okkur og notið þess frekar að gera eitthvað sem okkur langar virkilega tii. Það veltur mikið á því hvernig við konur hugsum okkur jólin, án þess þó að ég ætli að móðga karlana á nokkurn hátt. Konur tökum höndum saman, og njótum þess tíma sem nú gengur í garð og slöppum af. Núna er engin kolaeldavél, sem formæður okkar höfðu og urðu þess vegna alltaf að vera að hreingera, við skulum heldur gera það í vor þá sjáum við líka betur til. Það Ieikur jafnvel grunur á að einhverjar setji jólasteikina í örbylgjuofninn núna fyrir þessi jól, hvað haldið að þær hefðu sagt? Ég heyrði eina konu segja frá því að hún hefði ein jól lent í því, þegar hún var búin að kaupa í baksturinn og allt verið að fara á fulla ferð, að fótbrotna og lagðist á spítala. Henni fannst veröldin hrynja saman, takk engin jól. Jú, viti menn. Þegar hún kom heim af spítalanum var heimilisfólkið búið að gera fínt, kaupa smákökur og gjafirnar og allt tókst þetta og hún sagðist sjaldan hafa átt betri jól. Elskurnar mínar njótum aðventunnar og jólanna á réttan hátt. Tökum ekki víxla fyrir jólunum. Gleðjumst líka yfir litlu. Hugurinn er sá sami. Reynum ekki heldur að vera meira en við erum, verum bara við sjálf það er albest. Ekkert jólastress nema passlega mikið. HREINSKILIN

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.