Skagablaðið


Skagablaðið - 11.12.1985, Síða 1

Skagablaðið - 11.12.1985, Síða 1
Jólasveinamir koma í bæinn Nú fer að líða að jólum og því má fara að búast við heimsókn jólasveina ef að líkum lætur. I fyrra komu þeir á vörubfl og heimsóttu m.a. margar verslanir hér í bæ. Við fréttum hjá JC-Akranes að jólasveinarnir hefðu verið svo ánægðir með hve krakkarnir hefðu verið þægir að þeir vilja endilega koma aftur. Höfðu þeir samband við JC-Akranes, sem hafa útbúið ferðaáætlun sem jólasveinarnir samþykktu eftir að þeir fréttu að þeirra biði heil rúta. Koma þeir hingað laugardaginn 14. desember. Áætlunin er svona: Lagt af stað frá Arnardal kl. 11. Ekið eftir Kirkjubraut, Stillholti, Vogabraut, Esjubraut, Innnesvegi, Garða- grund, til baka eftir Víkurbraut, Innnesvegi, Garðabraut, Stillholti, Kirkjubraut, Skólabraut, Vesturgötu, Bárugötu, Hafnarbraut, Suðurgötu, Skagabraut, Kirkjubraut, Merkigerði, Vesturgötu, Skólabraut, Kirkjubraut og stoppað við Arnardal, þar sem þeir fá kaffi og kleinur að hætti Grýlu. Þá er ætlunin að heimsækja eftirtaldar verslanir: Skagaver kl. 12.30, Málningarþjónustuna kl. 12.45, Bókaverslun Andrésar Níelssonar kl. 13.00, Verslun Einars Ólafssonar kl. 13.15, Ósk kl. 13.30, Kaupfélagið kl. 13.45, Óðinn kl. 14.00, Nínu kl. 14.15, Lit og tón kl. 14.45, Eðalsteininn kl. 15.00, Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Skólabraut kl. 15.15, Traðarbakka kl. 15.30 og komið á Akratorg um kl. 16.15. Þá er bara að vona að tímaáætlunin standist. SORPUMRÆDAI BÆJARSTJÓRN Taka ferjur yfir Hvatfjörð viö af Akraborginni?: Ætla ekki út í rekstur feiju þótt hagkvæmnis- könnun hafi verið gerð - hagkvæmniskönnun á vegum íslenska jámblendifélagsins leiöir í Ijós um 200 millj. kr. stofnkostnaö Akraborgin. Taka bílferjur yfir Hvalfjörð við afhenni eða heldur hún velli? Sorpeyðsla og sorphirðing voru töluvert til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Þar kom fram að starfsmaður sá sem hefur haft eftirlit með öskuhaugunum hefur sagt starfi sínu lausu og enginn verið ráðinn í hans stað. Einnig kom fram að kvartað hefur verið undan starfsmönnum þeim sem sjá um sorphirðingu. Þeir dragi sorppokana eftir jörð- inni sem orsaki að göt komi á pokana og slóðin sem komi eftir þá sé ekki hreinsuð upp. Voru uppi raddir um að taka þyrfti á þessum málum af alvöru og festu. Mikið var rætt um að koma upp brennsluofni, því sú aðferð sem nú er notuð við sorp- eyðingu er svo seinvirk að jafnvel ruslið er á undan bílnum, sem fer með það uppeftir, niður í bæ aftur ef einhver vindur er. Einnig var rætt um að koma þyrfti fyrir góðri girðingu kringum haugana, ruslið fyki út um allan Flóa og væri slysagildra öllum skepnum sem þar fara um. „Við hjá íslenska járnblendifé- laginu erum ekki að fara út í ferjurekstur þó svo að við höfum látið fara fram hagkvæmniskönn- un á því hvort slíkur rekstur væri gerlegur. Þetta var hugmynd sem kom upp á stjórnarfundi eitt sinn og í framhaldi af því var ákveðið að kanna þetta nánar,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska járnblendifélagsins, er Skaga- blaðið innti hann eftir því hvort þess væri e.t.v. að vænta að ÍJ hæfi rekstur bflferju yfir Hval- fjörð eins og heyrst hefur. Niðurstöðurnar úr könnuninni, sem gerð var voru kynntar þeim aðilum, sem hlut eiga að máli, fyrir skemmstu, þ.e. stjórn Skallagríms, Vegagerð ríkisins og Samgönguráðuneytinu. Kom þar fram að kostnaður við þessar framkvæmdir, ef af yrði, myndi verða um 200 milljónir króna. Inni í þeirri tölu eru tvær ferjur sem tækju 30-40 bíla hvor. Til grundvallar könnuninni voru lagðar ýmsar tölulegar stað- reyndir, m.a. hugsanlegur fjöldi viðskiptamanna með tilliti til fjölda farþega hjá Akraborg og umferð bifreiða um Hvalfjörðinn. Hugmyndin er sú, ef af þessu yrði, að tvær ferjur yrðu stöðugt í gangi yfir Hvalfjörð. Svo örar yrðu ferðirnar að hámarksbið eft- ir fari ætti að vera 20 mínútur en að jafnaði ekki nema 10 mín. Hugsanlegt væri að ferjurnar gengju frá því klukkan 7-8 á morgnana og allt fram til miðnættis og jafnvel lengur ef því væri að skipta. Fargjald yrði eitthvað hærra en sú upphæð sem sparaðist í bensíni með því að aka fyrir botn Hvalfjarðar en á móti kæmi minnkað slit á bílnum. Með því að taka af krókinn, sem felst í að aka fyrir botn fjarðarins, sparast um 15-17 milljónir ekinna kíló- metra á ári miðað við núverandi aðstæður. Með tilkomu slíkra ferja myndi viðhald á veginum fyrir Hvalfjörð stórlega minnka og þá félliÁiiður ríkisstyrkurinn sem Skallagrímur fær til greiðslu reksturs- og stofnkostnaðar Akra- borgar falla niður því gert er ráð fyrir yrði ekki í ferðum eftir að þessar tvær bílferjur kæmu til sögunnar. Með tilkomu umræddra tveggja ferja mætti setja Akranes á bekk með Selfossi og Keflavík hvað varðaði samgöngur við Reykja- vík. Ferðir yrðu miklu greiðari á milli Akraness og höfuðborgar- innar og öll aðföng frá Stór- Reykjavíkursvæðinu miklu auð- veldari en nú er. Menn velta skiljanlega mjög fyrir sér hverju þessi rekstur kynni að breyta fyrir Akranes sem bæjarfélag, hvort þetta yrði til hins betra eða verra, og greinir þar á. Hvort af þessum framkvæmd- um verður er algerlega óvíst því eins og kemur fram í upphafi fréttarinnar ætlar Járnblendifé- lagið ekki aðf ara út í ferjurekstur sjálft, heldur vill koma því til leiðar að annar aðili, t.d. Skalla- grímur, annaðist hann. Hvort þetta þykir svo aftur fýsilegur kostur í þeim herbúðum er annað mál. Settverðiupp grindverk Eins og fram hefur komið þá barst lesendabréf til okkar, þar sem skoraö var á bæjarstjórn að gera úrbætur við Berja- dalsá, þar sem bílar fykju helst útaf, t.d. með að setja upp handrið á hættulegasta kaflan- Tillaga um þetta kom fram á síðasta bæj arstjórnarfundi þó við höfum ekki sagt frá því fyrr. Er í henni gert ráð fyrir að grindverkið verði um 100 m Skagamennvomí getspakara lagi Skagamenn voru heldur betur getspakir um síðustu helgi því samkvæmt upplýsingum okkar hér á Skagablaðinu nældu 6 eða 7 sér í 12 rétta en alls voru 120 manns á landinu með 12 rétta um þessa helgi. Tíu sinnum fleiri, eða 1200 manns, voru með 11 rétta og má því gera ráð fyrir að a.m.k. 50 Skagamenn hafi náð þeim árangri. Salan hjá Körfuknattleiksráði var áfram mjög góð hér í bænum og seldust á fjórða tug þúsunda raða.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.