Skagablaðið


Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 6
Ólafur Ásgeirsson, fyrrum skólameistari, skrifar: Fjölbrautaskóli Vesturlands Mikilvæg ákvörðun Nú stendur fyrir dyrum mikil- væg ákvörðun sem framtíð fram- haldsskóla á Vesturlandi. Vest- lendingar eiga kost á því að brjóta á varanlegan hátt blað í skólasög- unni og stofna til langtum öflugri stofnunar en Fjölbrautaskólinn á Akranesi er nú, Fjölbrautaskóla Vesturlands. Kjarni hans yrði á Akranesi, stofnun studd atbeina 33 sveitarfélaga. Stofnun sem ætti raunverulega möguleika á að láta að sér kveða í nýsköpun mennta- mála í þessum Iandshluta. Eins og Fjölbrautaskóli Akraness. Verður hann Fjölbrautaskóli Vesturlands er fram líða stundir? Fllutur Akurnesinga í hinum nýja skóla, Fjölbrautaskóla eða Verkmenntaskóla Vesturlands mun ætíð vega þyngst, og þar ræður fjöldi fulltrúa í skólanefnd ekki úrslitum. Mun mikilvægara er að tryggja stöðu nægjanlega öflugrar skólastofnunar í höfuð- stað Vesturlands. Olafur Asgeirsson Vallholti 23 Akranesi Uppskeruhátíð Sundfélags Akraness Uppskeruhátíð Sundfélags Akraness var haldin í húsi Kiw- anismanna á laugardagskvöldið. Þar voru afhent veerðlaun og viðurkenningar. Verðlaun fyrir Akranesmeist- aramótið, sem við höfum greint frá áður, voru afhent, einnig verðlaun fyrir besta afrek á Akranesmeistaramótinu. Þá var Báru-bikarinn afhentur en hann hlýtur sá einstaklingur 12 ára og yngri sem sýnir mestar framfarir og kom hann í hlut Heimis Jónassonar. Heimir er í stöðugri framför og vel að viðurkenning- unni kominn. Er þetta í fjórða sinn sem þessi bikar er afhentur en hann er gefinn af Helga Daníelssyni. Þi voru veitingar bornar fram og skemmtiatriði flutt en þau voru öll heimatilbúin. Það vakti athygli hve margir foreldrar mættu og er það góð þróun. Annars segja myndirnar sem fylgja hér með meira en mörg orð. nokkrar vomur séu nú komnar á Akurnesinga sem í upphafi hreyfðu málinu. Hefur einkum heyrst að menn telji fjárhagslegan ávinning Akurnesinga ekki nægan. Munu sveitarfélög annars staðar á Vesturlandi þó greiða hluta rekstrarkostnaðar (en greiða nú ekki til skólans) og allur stofnkostnaður heimavistar og til- heyrandi þjónustu falla á ríkis- sjóð. Hvort tveggja er til beinna hagsbóta fyrir bæjarsjóð. I þessu máli er samt ónauðsyn- legt að hafa af skólastofnun þess- ari beinan fjárhagslegan vinning. Fimmfalt ölfugri framhaldsskóli á Vesturlandi með höfuðaðsetri á Akranesi, er langtum mikilvægari trygging lífvænlegri búsetu og traustara atvinnulífi en þau smá- legu bókhaldssjónarmið sem nú vefjast fyrir ráðamönnum bæjar- ins. Er Fjölbrautaskólinn á Akranesi var settur í fyrsta sinn, kynnti þáverandi bæjarstjóri Magnús Oddsson ályktun sem bæjarstjórnin hafði gert samhljóða, þess efnis að sveitarfélögum á Vesturlandi væri gefinn kostur á samstarfi um skólann. Sama haust voru tillögur skólans um vífitækt samstarf um framhaldsnám á Vesturlandi settar fram. Fólu þær í sér samstarf framhaldsdeilda og meginskóla á Akranesi. Var ætlunin að starfað yrði eftir samræmdri námsskrá og áfangakerfi. Hvort tveggja þótti nýmæli en er nú talið sjálfsagt. Samstarfiö vakið athygli Á næstu árum var verulegt starf unnið við samræmingu skóla- starfs. Áttu skólarnir sjálfir þar drýgstan þátt, en menntamála- ráðuneytið setti samstarfinu stjórnarnefnd. Hefur samstarf skólanna vakið verðskuldaða at- hygli og verið fyrirmynd slíkrar starfsemi í öðrum landshlutum. Sérstakir starfsmenn hafa ann- ast kennslustjórn. Deildarstjórar í faglegum efnum en sérstakur áfangstjóri annast stjórn og sam- ræmingu í umboði stjórnarnefnd- ar. Hafa þeir Þórir Ólafsson, Sigurður Guðni Sigurðsson og Eiríkur Guðmundsson lagt þar braut sem brotið hefur blað í skólasögu. Síðan 1978 hafa gildar tillögur um rekstrarsamvinnu um fram- haldsnám á Vesturlandi legið fyrir Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi. Hafa hugmyndir og til- Iögur þar að lútandi fengið ítar- lega umfjöllun á vegum samtak- anna og í sveitarfélögum. Á síðasta ári hófust samninga- umleitanir um stofnun Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem tæki til alls framhaldsnáms á Vestur- landi sem sveitarfélögin kosta að einhverju leyti. Hafa því óskir og stefnumál Akurnesinga frá árinu 1977 þokast verulega áfram. Hef- ur í þessum efnum verið siglt í kjölfar svipaðs samstarfs Suður- nesjamanna, sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Sunnlend- inga og Austfirðinga. Þegar Fjölbrautaskólinn á Akranesi tók til starfa stóð um þá ákvörðun mikill styrr. Var margt að sönnu lítt reiðubúið í undir- búningi að skólanum og gífurlegt átak fyrir starfsmenn skólans að koma honum á legg. Engum blandast nú hugur um að þessi ákvörðun var rétt. Hin nýja stofn- un varð margfalt öflugri og mikil- vægari en fyrirrennarar hennar Iðnskólinn og framhaldsdeildir Gagnfræðaskólans. sumum er kunnugt hefur skólinn um árabil gert ítrekaðar tilraunir til þess að bjóða skipulegt nám fyrir þá sem vinna að sjávarút- vegi. Slíkt þjóðþrifafyrirtæki er að líkindum auðveldara í fram- kvæmd í stofnun sem nær til heils landshluta. Vomur á Akurnesinga Mér virðist sem nú liggi fyrir að sveitarfélög á Vesturlandi séu reiðubúin til þess að stofna Fjöl- brautaskóla Vesturlands en 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.