Skagablaðið


Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 10
Andlitsböð, hand-og fótsnyrting. Litánir og vax. Make-up við öll tækifæri. JBiodroqa snyrtivörur Norðmaðurinn drakk vatnið - Japaninn átti sebrahestinn Sigurvegari í getrauninni „Hver drekkur vatn, hver á sebrahestinn?“ varð, eins og áður hefur komið fram Gísli Arnar Baldursson, 10 ára. Sagðist hann í stuttu spjalli við Skagablaðið hafa þurft smá aðstoð við lausnina en gert hana að mestu leyti sjálfur. f verðlaun fær hann 500 krónur og valdi hann að taka út vörur hjá Bókaverslun Andrésar Níelssonar. Lausnin á gátunni var þannig, að Norðmaðurinn drakk vatnið og Japaninn átti sebrahestinn. Um leið og við óskum Gísla til hamingju þá þökkum við öllum, sem tóku þátt í þessu og vonum að þetta hafi veitt einhverjum ánægju. Körfuboltinn um helgina: Fjórði flokkurinn stóð sig best Það voru strákarnir í 4. flokki sem héldu heiðri körfubolta- manna bæjarins á lofti um helg- ina. Bæði meistaraflokkur karla og kvenna töpuðu nefnilega leikj- Stórtónleikar íslenska hljómsveitin heldur tónleika í Safnaðarheimilinu á Akranesi n.k. mánu- dag, 16. des., kl. 20.30.15 einsöngvarar ásamt hljómsveit. Jólasálmar sungnir í lokin. Krókatúni 12 • S. 2644 Islenska hljómsveitin NYTT-NYTT-NYTT-NYTT-NYTT Slendertone Getum nú boðiö upp á Slendertone-undratækið. Hefur reynst vel við vöðvastyrkingu, vöðvabólgu sem og til grenningar og í baráttu við staðbundna fitu. Sólhrchka S. 2944 um sínum. Karlarnir fengu Skallagríms- menn í heimsókn og máttu þola 11 stiga tap, 62:73. Borgnesin- garnir voru ívið sterkari í annars jöfnum leik, þar sem Elvar Þór- ólfsson skoraði 21 stig, Gísli Gíslason 18 og Garðar Jónsson 11. Eftir leikinn gegn Skallagrími leiddu kvennalið í A og KR saman hesta sína. Það varð heldur ójöfn viðureign því gestirnir sigruðu með 65 stigum gegn 17. Svo aftur sé vikið að árangri strákanna í 4. flokki léku tveir tvo leiki um helgina og unnu báða. Fyrst möluðu þeir B-lið ÍR, 62:21, og síðan unnu þeir stórsigur á Breiðabliki 42:23. Árni Halldórs- son var iðnastur við að skora í þessum leikjum og skoraði sam- tals 36 stig. Jóhannes Árnason skoraði 18 og Kristján Ólason 13. Með þessum sigrum sínum tryggðu strákarnir sér að nýju sæti í B-riðli 4. flokks eftir að hafa fallið niður í C-riðilinn. Tveir leikir um helgina Tveir leikir verða í körfuboltan- um hér í íþróttahúsinu um helg- ina. Klukkan 14 á laugardag leika ÍA og ÍBK í 1. deild kvenna en strax á eftir, eða um það bil, mœtastsvo ÍA og USAH Í2. deild karla. Þetta eru síðustu leikirnir fyrir jól í körfunni hjá okkarfólki. Parketið er komiðl Erum nýbúnir að fá hið vinsæla beyki- og eikarparkett. Hagstætt verð Trésmiðjan Akur hf. SÍMI 2666 Ófeigur III snýr aftur eftir 20 ár ■ Krossvíkin kom inn til löndunar á fimmtudaginn með um 75 tonn af fiski. Reyndust um 50 tonn af aflanum vera koli. ■ Víkingur kom á hádegi á laugardag með um 1300 lestir af loðnu. Ekki var hægt að byrja löndun skipsins fyrr en um lág- nættið það kvöld þar sem þýska tankskipið Unkas var við at- hafnasvæði SFA að taka lýsi og komst hann því ekki að til löndunar fyrr en búið var að afgreiða lýsisskipið. Hér tók það um 1000 lestir af loðnumjöli. ■ Haraldur Böðvarsson kom inn til löndunar um hádegisbilið á sunnudag. Var afli hans um 140 lestir af blönduðum fiski. ■ Ófeigur III frá Vestmanna- eyjum liggur nú við viðlegukant- inn hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Unnið er við að skipta um spil og spilleiðslur ásamt fleiri lagfæringum um borð í bátnum. Fyrir um tuttugu árum var þessi sami bátur lengd- ur í dráttarbrautinni hjá Þ&E. Var það fyrsta stærra verkefnið sem framkvæmt var hér á Akra- nesi og upp úr því má segja að stálskipasmíðin hafi hafist hér á Skaganum. ■ Á mánudag kom Skarðsvík í skipalyftuna hjá Þ&E. Unnið verður við að öxuldraga skipið ásamt öðrum minniháttar við- gerðum. ■ Skipasagi kom inn á mánu- dagskvöld með um 60 lestir af blönduðum afla og hófst löndun úr togaranum í gærmorgun. | INNHEIMTA AKRANESKAUPSTAÐAR JOLA- HREINGERNING Þar sem lögtaksúrskurður vegna gjald- fallinna útsvara og aðstöðugjalda hefur þegar verið auglýstur, er hér með skorað á alla sem skulda gjöld, að gera hreint fyrir sínum dyrum. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.