Skagablaðið - 18.12.1985, Side 1

Skagablaðið - 18.12.1985, Side 1
Sögulegur fundur í Fjölbrautaskólanum í síóustu viku: „Tillaga okkar að KA og Kári verði sameinuð“ sagói í sameiginlegu áliti mikils meirihluta fundannanna Sameiginlegur fundur KÁRA 'og KA var haldinn á sal F.A síðastliðið fimmtudagskvöld. Fundarmenn voru rúmlega 30 þegar flest var. Fundarefnið var breyttar tillögur í skipan knatt- spyrnumála og hugsanleg samein- ing félaganna. Umræður urðu allnokkrar og voru þær málefna- legar, ekki allir á sömu skoðun eins og gengur og gerist. í lok fundarins var samþykkt tillaga með 29 atkvæðum gegn 1, svo hljóðandi: „Til þess að koma félagsstarf- inu innan íþrottahreyfingarinnar á réttan kjöl gerum við undirritað- ir það að tillögu okkar að KA og Kári verði sameinuð í eitt félag, enda komi sameiningin ekki til með að hafa áhrif á stöðu I.A. í knattspyrnu, handknattleik eða körfuknattleik. Fundurinn beinir því til for- manna KA og Kára að boða þegar til aðalfundar félaganna þar sem tillaga um sameiningu verði lögð fram auk þess sem þrír aðilar verði kosnir frá hvoru félagi til að undirbúa stofnfund sameig- inlegs félags, samþykki aðalfund- ur samininguna. Einnig óskum við þess að stjórn IA láti semja frumdrög að lögum fyrir hið sam- eiginlega félag og fylgi eftir fram- kvæmd þessarar tillögu svo sem vald og aðstæður leyfa. Sameiginlegur fundur KA og Kára ályktar ennfremur að sam- eining félaganna komi til með að leiða til heilbrigðara og ölugra félagsstarfs en verið hefur.“ Klaus Hilpert efstur á óskalista knattspymuráós „Klaus Hilpert er inni í myndinni hjá okkur ásamt 4-5 enskum þjalfurum." sagði Haraldur Sturlaugsson, formaður knattspyrnur- áðs er Skagablaðið ræddi við hann í gær og innti hann eftir því hvað liðið þjálfaraleit knattspyrnuráðs. Enn hefur ekkert ákveðið komið út úr þreifingum ráðsins. Skagablaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, aðlHilpert sé nú efstur á óskalista knattspyrnuráðs. Hann átti að hafa samband hingað heim um helgina en gerði reyndar ekki og mun það hafa valdið nokkrum vonbrigðum. Þó er ekki talið útilokað að hann láti til sín heyra á næstu dögum. Hilpert þjálfaði Skagamenn sumarið 1979 með ágætum árangri. Ekki vflja affir hffta lögum samfélagsins og neita aðskrá hunda sína: „Málið er í biðstöðu og ekki ákveðið hvaö gerist næst,“ • segir Valdimar Þorvaldsson, hundaeft irlits maður í samtali viö Skagablaöiö Kveikt á jólatrénu umhelgina Ljósin voru tendruð á jólatrénu sem vinabær Akranes í Danmörku, Tönder, sendi á laugardag. Sú sem kveikti á Ijósunum, heitir Birna Guðbjartsdóttir. Athöfnin hófst með því að Lúðrasveit Akraness lék nokkur lög en síðan afhenti Svandís Pét- ursdóttir tréð fyrir hönd Töner og Birna kveikti á ljósunum. Þá tók bæjarstjórinn, Ingimundur Sig- urpálsson, við trénu fyrir hönd bæjarins. Þá var komið að hápunktinum fyrir yngstu kynslóðina er þeir rauðklæddu komu akandi í strætó með harmonikku og að sjálfsögðu poka sem innihélt gotterí. Þegar jólasveinarnir höfðu sungið fyrir viðstadda og fengið þau yngstu til að syngja með þá var farið að útbýta innihaldi pokanna. Gekk það greiðlega fyrir sig eins og vænta mátti. Það verður að segjast eins og er að oft hefur verið gott skipulag á athöfninni á torginu en það var frábært núna, til sóma fyrir alla þá sem hlut áttu að máli. Hundaeftirlitsmaður Akra- nesbæjar hefur átt í erfiðleikum með að fá alla hundaeigendur til að skrá hunda sína. ÖUum eig- endum var á sínum tíma sent bréf, þar sem farið var þess á leit að hundar viðkomandi yrðu skráðir. Ekki urðu allir við þessum tilmælum og þurfti lögreglan að heimsækja eina 6 eigendur og vara þá við að þeir yrðu kærðir ef þeir ekki skráðu hunda sina. Þrír af þessum aðilum hafa brugðið skjótt við og látið skrá hunda sína en þrír eru ekki búnir að láta skrá. Til að fá frekari upplýsingar um þetta ræddum við við Valdimar Þor- valdsson, eftirlitsmann, og spurðum rvrst hvort það væri algengt að fólk skirrtist við að láta skrá hunda sína? „Það kemur fyrir, en er ekki mjög algengt. Það er helst fólk sem ekki vill sætta sig við lög samfélagsins. Það hafði verið gefinn frestur en dugði ekki til. Málið er í biðstöðu og er ekki ákveðið hvað gerist næst,“ sagði ' Valdimar. Hundaskattur er núna 300 kr. á mánuði en komið hafa tillögur um að hækka hann, en skattur- inn er ætlaður til að standa undir kostnaði við eftirlitið og annað sem hundaeigendur fá, sem greitt hafa skattinn. Tryggingar eru ekki í þessari upphæð þ.e. 300 kr. Taldi eftirlitsmaðurinn að nú yrði farið út í það að beita sektarákvæðum, en það hefur ekki verið gert, því alltaf er eitthvað um að lausir hundar séu á ferð í bænum. Það kom einnig fram, að núna eiga allir hunda- eigendur að útvega mynd af hundinum og er hún sett í sér- staka möppu og á að vera hægt að þekkja hundana eftir mynd- unum t.d. lausir hundar hafa verið á ferð en eru farnir þegar eftirlitsmaðurinn kemur. Dugir það til sekta ef hundurinn þekk- ist á myndunum.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.