Skagablaðið


Skagablaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 4
MSEO[LHI]®E[N]E[n]l! Býr einhver töfra máttur í hliö'mu? Tóti töfrakarl skrifar: Nokkuð mörg ár eru liðin frá því Rörasteypap i varð eldi að bráð eins og menn kannski muna. Fátt er nú orðið eftir, sem minnir á þetta fyrirtæki bæjar- ins. Búið er að rífa girðinguna, sem umlukti athafnasvæði rö- rasteypunnar og búið að fjar- lægja meirihlutann af þeim rörum, sem voru innan girðing- arinnar. Eitt er þó eftir sem minnir á þetta gamla fyrirtæki bæjarins en það er hliðið, sem sneri út að gamla þjóðveginum. Hvaða til- gangi það á að þjóna þar sem það stendur nú eitt og sér er erfitt að ýmynda sér og hrindir af stað ýmsum spurningum. Er það til skrauts? Því held ég að verði að svara neitandi. Þótt hliðið hafi verið vel smíðað í upphafi og beri vott um að bæinn byggi góðir smiðir hefur því verið svo illa við haldið að til skrauts getur það varla talist lengur. Þá er búið að útiloka þann möguleika að hliðið fái að standa af þeim sökum. Ekki er það orðið það gamalt að til fornminja geti talist. Ekki þarf það varðveislu við af þeim sökum. Enda væri það þá trúlega komið upp að Görðum. Þá er það spuriningin hvort hliðið býr yfir einhverjum töfra- mætti, sem almenningur í bæn- | um veit ekki um? Maður veit svei mér ekki hvað skal halda. Hliðið umrœdda. Kannski að einhverjir, sem stjórna verklegum framkvæmd- um hjá bænum gangi um hliðið annað veifið til þess að hlaða sig andlegri orku eða jafnvel visku (nei, getur það nú verið hugsan- legt?) Ef þetta umrædda hlið hefur þessa náttúru, sem ég efast nú um, hvernig væri þá að halda því betur við? Málning myndi vart trufla útgeislun orku hliðsins að neinu marki en vel hirt og málað myndi það endast ykkur í mörg ár enn góðu ráðamenn. Án alls gríns, blessaðir látiði rífa hliðið niður hið fyrsta. Það er engin prýði að því lengur. Treysti ung- lingunum vel Haraldur Sturlaugsson hringdi: Eg vildi aðeins fá að koma á framfæri nokkrum atriðum vegna lesendabréfs frá Danna í síðasta Skagablaði, þar sem hann gefur í skyn að knatt- spyrnuforystan sé farin að fara út fyrir hugsjónastarf sitt með vínveitingum til unglinga á skemmtunum sínum. Því er til að svara að umrædd- ur fordrykkur á uppskeruhátíð- inni var í tvennu formi, annars vegar ómengað appelsín og hins vegar kokkteill. Unglingar úr 2. flokki hafa ekki fyrr en í ár verið á skemmtunum hjá okkur af þessu tagi og þótt boðið hafi verið upp á vín jafnt sem gos- drykki treysti ég þessu unga fólki fyllilega. Þá er ekki rétt að miðinn hafi kostað kr. 800. Það verð var aðeins fyrir matargesti en kr. 300 fyrir þá, sem komu á skemmtunina á eftir. I hreinskilni sagt: I þá daga byrjaði jólaspenningurinn meö eplalyktinni í byrjun desember Þá eru blessuð jólin alveg að koma, og árið að verða búið einu sinni enn. Ekki vildum við flytja þau neitt til, eða er það? Þau hjálpa okkur við að hafa tilbreytingu í skammdeginu, og stytta veturinn. Þessi spenningur, sem ein- kennir þessa daga, er meiriháttar skemmtilegur. Allt er bráðum að verða tilbúið, búið að kaupa flestar jólagjafirnar, eða kannski búið að ákveða flestar í samræmi við hvað buddan er feit. Hjá allflestum er hún farin að grenn- ast verulega um þessar mundir og þá verða þær gjafir, sem eftir eru, að miðast við það. Kannski eru kertin og servétturnar eftir, hyasinturnar má ekki vanta og svo er matarbúðin sennilega eftir líka. Það kemur oft upp í hugann hjá mér, hvernig jólaspenning- urinn byrjaði hjá okkur krökkunum þegar ég var ung. Það byrjaði með eplalyktinni þegar eplin komu í búðirnar. Það var yfirleitt í endaðan nó- vember eða byrjaðan desember að lyktina lagði út úr búðunum og þau voru alltaf kölluð jólaepl- in þá, vegna þess að þá voru þau ekki til allt árið eins og núna. Þessi lykt sagði manni alltaf, að jólin væru á næsta leiti og stund- um fékk maður eitt og eitt fyrir- fram. Það var alveg meiriháttar. Þau voru alltaf í bréfum þá. Eitt er líka fast grópað í huga minn, eins og vill verða hjá öllum að ákveðin atvik tengjast þessu og hinu og festast þar. Það var á Þorláksmessu þegar for- stofan var skúruð og dregillinn var úti á girðingunni og hangikj- ötslyktina lagði út úr húsinu. Þetta þýddi það að undirbúning- urinn var alveg að verða búinn og jólin að koma. Mikið vorum við krakkarnir dugleg að snúast á Þorláksmessunni svo þetta kæmi nú einhvern tímann, eins og bað flýtti eitthvað fyrir. Eg efast ekki um, að unglin- garnir í dag koma til með að eiga einhverjar svipaðar minningar og ég þegar þeir fara að rifja upp jólin. Það er auðvitað margt öðruvísi, sem betur fer kannski, og ég er viss um að þau koma til með að meta sínar minningar alveg eins og ég mínar. Mér finnst ungt fólk í dag, a.m.k. það sem ég hef kynnst, mjög skyn- samt og skemmtilegt fólk. Mun- ið samt að vera þæg á jólunum þó að ég segi þetta, ha? Jólagleðin er fólgin í mörgu en hjá okkur flestum er þetta mjög svipað, sem erum þeirrar gleði aðnjótandi að allt sé í iagi og ekkert varpi skugga á, á jólunum. Við borðum góðan mat og kökur og allt sem nöfnum tjáir að nefna, lesum bækur, förum í heimsóknir til vina og ættingja og höfum það yfirleitt dæmalaust gott. Fyrir nokkurm árum var tekin upp hjá okkur hér á Skaganum sú nýbreytni að hafa miðnæt- urmessu á aðfangadagskvöld, mér til mikillar ánægju, og hef ég alltaf farið síðan þetta byrj- aði. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu að fara í fallegu kirkj- una okkar, sem ég segi að sé fallegust allra kirkna á landinu. Að koma inn svona seint á þessu kvöldi, saddur og sæll, geta sung- ið jólasálmana og þakkað guði hátt og í hljóði fyrir jólin og okkur, og talað við hann um allt sem okkur langar til. Það leggst yndislegur friður yfir bæinn okkar, sem ég segi líka að sé fallegastur af öllum, og við finn- um það aldrei betur en þegar við komum út á þessu kvöldi. Ef einhver segir að ég sé montin með allt þetta verður bara að hafa það. Ef einhverjir ætla að ferðast yfir jólin óska ég þeim góðrar ferðar og vona líka að þeir fái gott veður og líka við hin. Það mætti gjarnan koma jólasnjór, stóru flyksurnar eru svo jólaleg- ar. Það er ósk mín að allir hafi það sem best og njóti jólanna á sem bestan hátt. Nokkur heilræði í lokin: Farið núna strax með kortin, sem gleymdust, á póstinn. Hafið opið svo jóla- sveinninn komist inn, og krakkar munið að jóla- sveinninn gefur bara þægu krökkunum í skóinn. Munið að slökkva á kert- unum á kvöldin áður en þið farið að sofa. Farið ekki út á nýju skónum með nælonsól- unum, ef það er hálka. Gleymið ekki alveg vigt- inni um jólin, laumist aðeins og kíkið. Og síðast en ekki síst gleymið ekki góða skap- inu. Heyrumst á skurnar mínar. Gleðileg jól. Akraneskirkja er fallegust allra að mati hreinskilinnar. nýja árinu el- Hreinskilin Skagablaðié Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Blaðamaður og Ijósmyndari: Arni S. Árnason | Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) | Umsjón með dreifingu, áskriftum og innheimtu: Sigríður Árnadóttir ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent | Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Suðurgötu 16 og opin alla daga ■ Símar 2261 og 1397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.