Skagablaðið


Skagablaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 6
Notiöjólaser íuna ykkar öoru vísi í ár Þau eru eflaust færri heimilin en hin, þar sem ekki eru til jólaljósasería af einhverju tagi. Algengasti mátinn er að sjá serí- unni komið fyrir á jólatrénu eða þá neðan í þakskeggi hússins en það þarf ekki endilega að nota hana á þennan hátt. Hægt er að koma seríunni fyrir á ótal marga og skemmtilega vegu, sérstaklega þær sem nota má útivið. Þeim er hægt að koma fyrir á trjám úti í garði, t.d. við aðkomuna að húsinu eða þá á stað, sem sést vel innan úr stofu. Seríur setja skemmtilegan og hátíðlegan svip á garðinn. (Mynd 1) Ekki þarf endilega að setja seríuna á tré. Það má koma henni fyrir á einverju öðru í garðinum, t.d. blómakerjum eða á garðhúsum. A myndinni hefur serían verið notuð til skreyta nokkur blómaker og grind við altan. (Mynd 2) Oft liggur limgerði með gangstígnum heim að hús- inu. Tilvalið er að koma seríunni fyrir í því, nokkurn veginn í beinni línu. Einnig má setja ser- íuna í beð og festa hana þar t.d. méð tjaldhælum og þekja svo beðið með greni. Sérstaklega er þetta skemmtilegt, þar sem beðið er við stóran glugga. (Mynd 3) Hér hefur greni verið komið fyrir meðfram tröppu- handriði og það skreytt með ljós- um — mjög hátíðlegt. Einnig er hægt að verða sér úti um gamla gjörð af reiðhjóli, skreyta hana með greni og jólaseríu og hengja hana síðan upp á góðum stað úti í garði. (Mynd 4) Gjörð af reiðhjóli, tunnugjörð eða eitthvað í þá ver- una er hægt að hengja upp eins og sýnt er á þessari mynd, tvo eða fleiri saman. Hringirnir eru klæddir greni, ljósin sett á og svo hengt upp undir slútandi þak- skeggi. (Mynd 5) Hér sést dæmi um hvernig má setja skreytingu á svalirnar. Hér hafa tveir greni- hringir, annar minni og hinn stærri, verið hengdir upp saman, skreyttir greni og ljósum. Hugmyndirnar á þessum mynd- um eru aðeins lítið brot af því sem hægt er að gera með góðri jólaser- íu og varast ber að nota seríur, sem ekki eru ætlaðar til notkunar utanhúss. Ef þið eruð í minnsta vafa er rétt að leita álits rafvirkja eða annarra sérfróðra manna. FUGL Þessi fugl er klipptur út úr venjulegum teiknipappír. Nefið er litað gult eða klippt út úr gulum glanspappír og límt á fuglinn. Með fuglinum er skemmtilegt að útbúa óróa eða nota stakan á jóla- tré eða t.d. kramarhús, sem svo er hengt á tréð. Óróann má útbúa þannig að gerður er hringur úr hvítri papparæmu, c.a. 2 sm breiðriog55 smlangri. Síðan eru gerðir t.d. 5 fuglar og hengdir í hringinn í mismunandi langan þráð. Hringurinn er svo hengdur upp á góðum stað þannig að þráð- ur er festur í hann á þremur stöð- um svo að gott jafnvægi haldist. JOLAFONDUR Hér koma nokkrar hugmyndir að jólaföndri sem hægt er að dunda sér við síðustu dagana fyrir jólin. Sérstaklega er þetta hentug dægradvöl fyrir litla fólkið, sem flnnst stundum langt að bíða eftir að klukkan slái 6 á Aðfangadagskvöldi. Skrautið, sem hér er sýnt á síðunni, er einfalt að allri gerð og ætti að vera auðvelt að búa til. Sumum finnst líka miklu meira gaman að nota skraut, sem heimilisfólkiö hefur sjálft búið til. JÓLASÆLGÆTI Það er nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að dengja yfir lesendur uppskriftum af jólakonfekti og öðru sælgæti svona rétt fyrir stórhátíðarnar, þegar fólk virðist ekki hugsa um annað en mat og gjafir en þar sem uppskriftirnar eru svo rosalega Ijúffengar. Við látum nokkrar fylgja hér að neðan og svo er bara að sannreyna þær og njóta góðs af (ath! varist aukakílóin um jólin). Marsipankubbar 4-500 g möndlumassi grænn matarlitur 50 g suðusúkkulaði MAsmm Hefst nú stund í heimsins byggð, haldin eru heilög jól. Með fögnuði við saman syngjum, sálminn „Heims um ból.“ Gleðiblik í barnaaugum, bjartar vekja minningar. Um fögur jól í föðurhúsum, frelsarinn þá fæddur var. Það undur gerist æ og aftur, endurkoma frelsarans. Stendur af sér stríð og storma, samanruni guðs og manns. Jólaljós og jákvæð hugsun, jata lítils Jesúbarns, er sem geisli guðs í myrkri, þess gráa vetrarhjarns. B. Einarsd. Litið möndlumassann grænan með nokkrum dropum af matar- litnum, sem gjarnan hefur verið þynntur með smávegis af vatni. Rúllið massanum út í mjóar lengj- ur og skerið niður í kubba (50-60 stk.) og dýfið öðrum helmingnum í brætt suðusúkkulaði. Sesam-kúlir 75 g smjör lVi dl sykur 1 msk vanillusykur 2 msk kakó 4 dl haframjöl Vi dl mjólk 1 dl sesamfræ Bakið sesamfræin á ósmurðri plötu við 175° C í u.þ.b. 5 mínútur eða við vægan hita á pönnu. Hrærið saman mjúkt smjör og sykur, bætið við vanillusykri, kak- ói, haframjöli og mjólk. Hnoðið deigið, gjarnan í höndunum, og látið síðan standa á svölum stað um stund. Búið til úr deiginu jafnar kúlur (þær verða u.þ.b. 50 talsins) og rúllið þeim upp úr köldu sesamfræinu. Látið kúlurn- ar síðar í lítil pappírsform og best er að geyma þær í kæli. Jóla- hiörtu Þessi^^irtu pappírinn beygð- eru klippt út urþannigaðjafnt tvöföld, þ.e. sé á milli hlut- pappírinn er brot-1 anna. Tilvalið er inn þannig að að nota málm- brotið er í miðju pappír í hjörtun hjartans. Þrjú og hengja þau á hjörtu eru saman jólatréð. Einnig eftir miðjunni og má gera úr þeim Möndlunougat Vi 1 sykur 100-150 gr möndlur Saxið möndlurnar. Hellið sykr- inum á þurra steikarpönnuna. Bræðið við vægan hita og hrærið stöðugt í. Bætið möndlunum á pönnuna. Þegar sykurinn er orð- inn ljósbrúnn. Hellið síðan á smurða bökunarblötu. Brjótið eða skerið í bita þegar nougatið hefur kólnað. Marsipankúlur 4-500 g möndlumassi nokkrar msk kakó Sigtið kakóið á disk. Gerið litlar kúlur úr möndlumassanum og rúllið þeim upp úr kakóinu. Geymist á svölum stað í lokuðum bauk. Um það bil 60-70 kúlur ættu að koma út úr möndlumass- ffROI JOLA' POKAR Jólapokar geta verið margvíslegir. Einna eifaldastir eru þeir, sem búnir eru til úr tveimur hringjum sem klipptir eru út úr glanspappír eða gjafapappír. Ágætt er að teikna hringinn eftir glasi eða jafnvel undirskál ef fólk vill stóra poka, sem rúma meira sælgæti... Hringirnir eru brotnir í tvennt og límdir saman (eins konar hjartalag) og sett á þá hengi. Önnur tegund jólapoka eru kramarhúsin en þau er líka frekar auðvelt að útbúa. Svo eru það pokar, sem eru fléttaðir saman úr tveimur hlutum. Sá einfaldasti er þannig, að klippt er upp í hann á einum stað, mynstur A. Mynstur B er aftur flóknara Því má einnig breyta þannig að allar ræmurnar séu jafn breiðar. Mynstri A má líka breyta, t.d. þannig að klippt sé upp í það á tveimur stöðum, þ.e. að það verði þrjár jafnstórar ræmur. Mynstur C er erfiðast og þarfnast talsverðrar þolinmæði. Úr því verður líka mjög fallegur poki, þar sem í miðju hans myndast hjarta. Jólapokana er algengast að klippa út úr glanspappír en til tilbreytingar má líka nota alls kyns gjafapappír eða hillupappír og skreyta þá t.d. með jólaglansmyndum eða límmyndum, sem nú fást svo víða í góðu úrvali. Góða skemmtun! 'BRot 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.