Skagablaðið


Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 4
Eldvamaræfing hjá Þorgeir & Ellert: Starfsmenn not- uðu frítímann Síðastliðinn föstudag mátti sjá dökka reykjarbólstra stíga til him- ins og leit/ út fyrir að eldur væri laus hjá Þorgeir og Ellert. Það skipti engum togum að blm. fór niðureftir á hraða sem Svanur hefði litið óhýru auga. Mikið rétt, eldur var laus en ekki lausari en það, að þegar búið var að slökkva hann var eins og mið manninn mælt; hann var kveiktur aftur. Astæðan ? Starfsmenn hjá Þ&E voru á eldvarnaræfingu og þegar betur var að gáð þá var hópur manna saman kominn í lest ný- smíðinnar og þar var verið að kenna undirstöðuatriði í skyndi- hjálp. Þriðji hópurinn sat inni á kaffistofu og horfði á myndband um ýmiss hjálpargögn og tæki, sem að gagni koma í t.d. eld- svoða. Það er góð stefna, að láta starfsmenn sækja námskeið sem þetta. Þetta námskeið er ekkert einsdæmi en gott eigi að síður. Starfsmenn lögðu sitt á móti með því að nota í þetta umsaminn frítíma sem notast á til fundar- halda. Góð samvinna. Hendið bölv... keöjubréfunum Það gerist öðru hverju að fólk fær send keðjubréf, sem eru mjög hvimleitt fyrirbæri. Eru þau í ýmsum útgáfum; peningabréf, viskubréf eða gæðabréf. Öll eru þau sama merkinu brennd, að í þeim felst hótun af einhverju tagi, allt frá dauða til þess að fá ekkert viský. Sumum finnst þetta vera fáránlegt og henda þessum bréfum , en aðrir þora ekki annað en senda þau áfram. Við fengum eitt slíkt í hendur um daginn, þar sem happ átti að henda viðkomandi ef hann sendi bréfið áfram, en allt mögulegt illt þá sem slitu keðjuna. Þessi bréf koma oft og iðulega frá einhverj- um aðilum utan af landi, sem eflaust fara í símaskrána eða íbúatal til að finna sendendur. Eina ráðið sem við vitum um í svona tilfelli er að henda bréfun- um því margir hafa gert það og ekkert komð fyrir. Þessi bréf eru í svipuðum dúr og þegar menn gátu keypt sér syndaaflausn, eins líklegt og það nú var. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrajóla með þökk fyrir viðskiptin á ár- inu sem er að líða. Skaganesti. Starfsmenn andagtugir á námskeidi. Eldur slökktur með tilþrifum. SPAUG Ja, það se börn geta gert Þegar ég var í Afríku upp- lifði ég það að ég sá barn fæla burtu Ijón.. —Já, ég þekki líka þess- konar börn. Um kvikmyndagagnrýni —Ég skil ekki hvernig gagnrýnendur geta sgat að kvikmyndin væri fyrir illa gef- ið fólk. —Mér fannst hún stórkost- leg. Hjónaband Við vorum aðeins búin að vera gift í nokkra daga, þegar stríðið braust út. —Æ, já, þannig er það í flestum hjónaböndum. Draumar f nótt dreymdi mið að ég var á prestastefnu í Skálholti. —Var það áhugavert? —Áhugavert? Ég var að sofna allan tímann. —Jæja, þá hefur mig lík- lega dreymt áhugaverðari draum í nótt. —Mig dreymdi að ég væri í útilegu með Rachel Welch leikkonu og tvíburasystur hennar. —Hvað ert þú að segja maður, þvf sendirðu ekki eft- ir mér? —Hvernig átti ég að geta gert það, þar sem þú varst á prestastefnu í Skálholti? Gleðileg jól Óskum við- skiptavinum okkar gleði- legra jóla og farsæls kom- andi árs með þökkfyrirvið- skiptin á ár- inusemerað líða Kaupfélag Borgfirðinga Kirkjubraut 11, Akranesi Öldungadeiid F.A. Innritun nýrra nemenda í öld- ungadeild Fjölbrautarskólans á Akranesi fer fram dagana 7. - 10. janúar. Af því tilefni verður skrifstofa skólans opin til kl.. 19 dagana 8. og 9. janúar. Kynningarfundur fyrir nýja nem- endur í öldungadeild verður fimmtudaginn 9. janúar og hefst kl. 20. Skólameistari. Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla . fyrjr vjðskiptin áárinu, sem eraðlíða: Haförn h/f. Haraldur Böðvarsson & Co. Harðarbakarí Salon Hárstofan Stillholti Heimaskagi h/f. Helgi Júlíusson úrsmiður Hjólbarðaviðgerðin s/f. Hótel Akranes 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.