Skagablaðið


Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 22.12.1985, Blaðsíða 9
Skagablaðið ræðir við Sigurð Gizurarson, nýráðinn bæjarfógeta „Gæti verið að eitt- hvað yrði um verka- skiptingar innanhúss“ Nýlega tók Sigurður Gizurar- son við embætti bæjarfógeta af Björgvin Bjarnasyni, sem hafði gengt því starfí í 12 ár. Sigurður var áður bæjarfógeti á Húsavík og sýslumaður Þingeyinga. Við litum inn hjá honum fyrir skemmstu og spurðum fyrst hvort einhverjar breytingar yrðu á emb- ætti bæjarfógeta nú þegar hann tæki við? „Nei, varla. Þetta er mjög hefð- bundið starf og þess vegna ekki Húsfyllir á frumsýningu • „Vígsluvottorðið“ féll í góðan jarðveg í Fannhlíðinni Húsfyllir var á frumsýningu Leikflokksins Sunnar Skarðsheið- ar á gamanleikritinu „Vísgluvott- orðinu“ eftir Ephraim Kishon síðastliðið laugardagskvöld, við góðar undirtektir leikhúsgesta. Næstu sýningar á gamanleikn- um verða á föstudaginn 27. des. og sunnudaginn 29. des. Miða- pantanir eru í síma 1212 frá kl. 15 til 18. „Hannvarmeira að segja lifandi" Jólasveinarnir sem verið hafa á ferð um bæinn að undanförnu hafa vakið mikla athygli ekki hvað síst hjá yngri kynslóðinni því það er hún sem þeir höfða til fyrst og fremst. Við hittum eina unga dömuu sem fræddi okkur á því að hún hefi hitt jólasvein niðri í Bókabúð „og hann var meira að segja lifandi“. Virkilega ánægjulegt og mikil nægjusemi hjáþeirri stuttu. þörf á breytingum. Það gæti þó verið að eitthvað yrði um verka- skiptingu innan skrifstofunnar," sagði Sigurður. Þegar farið var að forvitnast um fjölskyldu hans kom fram, að kona hans heitir Guðrún Þóra Magnúsdóttir og eiga þau 6 börn og eru 3 af þeim komin hingað en hin eru á Laugarvatni. Mun fjöl- skyldan búa að Bjarkargrund 30. Saknar kunningjanna Ekki leist Sigurði illa á Akranes og ekki spillti það að sveitirnar í kring væru fallegar og sjórinn umlyki staðinn á 3 vegu. Helst taldi hann að hann myndi sakna kunningjanna og umhverfisins en væntanlega myndi hann kynnast nýjum kunningjum hér. A móti kæmi líka að styttra væri nú að heimsækja ættingja í Reykjavik. Sigurður var spurður um hvort hann ætti einhver sérstök áhuga- mál sem hann stundaði í frítím- um. Skíðaíþróttina bar þá fljót- lega á góma en ekki er líklegt að hún verði stunduð í eins ríkum mæli hér eins og fyrir norðan. Einnig kom í ljós að hann átti trillu, sem hann stundaði sjósókn, á en hætti þegar börnin fóru að leggja hart að honum að fá að fara með, því þau voru of ung. Gengur töluvert Sigurður sagðist gera töluvert af því að ganga og taldi að hann myndi gera slíkt áfram en komið hefðir tillaga frá heimilisfólkinu um að fá hesta og fara í hesta- mennskuna. Það væri í athugun. Sigurður á bróður í Rangárvalla- sýslu, sem er töluvert í hesta- mennsku og hefði hann nokkuð af hestamennsku að segja í gegn- um bróður sinn, en þetta ætti allt eftir að athugast betur. Eitt er það sport sem Sigurður hefur átt við og líkað stórvel en það eru seglbrettasiglingar. Það sagði hann að gæti vel komið til greina að stunda hér. Sigurður sagði að alltaf þegar fólk flytti eftir að hafa búið á Sigurður á skrifstofu sinni. einhverjum stað í langan tíma væri sárt að rífa upp ræturnar en það legðist vel í sig að flytja hingað. Við bjóðum Sigurð og fjöl- skyldu velkomin á Akranes og vonum að þeim megi farnast vel hér. Vinningar í H.H.1.1986: 9 ákr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 ákr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóia með þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að iíða: íslenska Járnblendifélagiö Nótastöðin h/f. Nýja Línan Verkfræöi og teiknistofan s/f. Verslunin Bjarg Dýralíf Lilja Högnadóttir, snyrti- sérfræðingur Fasteigna og skipasala Vesturlands Síldar og fiskimjöls- verksmiöja Akraness 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.