Skagablaðið


Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 7
Skaaablaðið 7 Hvað er að þessum bíl? Fátt er skemmtilegra en að sýna útlendingum landið á góðum sumardegi. Þeir voru því miður teljandi á fingrum annarrar handar góðu dagarnir á nýliðnu sumri en fögnuðurinn ótrúlegur þá sjaldan sólin braust fram úr skýjum. „Ég veit ekki hvað er að bíl- stjóranum," sagði ég tiltölulega áhugalaus um afdrif hans. „Eg veit heldur ekki hvað er að þér,“ sagði vinkona mín enn þyngri á brún. „Nei hættu nú . . . „ byrjaði ég en hún greip fram í: „Af hverju drepurðu ekki á bílnum? Hann á ekkert með að standa hér í gangi og menga and- rúmsloftið í kring.“ Nú skildi ég loksins hvað hún var að fara og afsakaði Mözdu- eigandann eins og það væri ég sjálf: „Hvað . . . hann er að flýta sér, kemur strax aftur . . . „ Það reyndust orð að sönnu því út úr bakaríinu sveif vörpulegur maður, settist inn í bílinn og þeysti í loftköstum burtu án þess að spenna beltið. „Hann var heppinn að ég tala ekki íslensku," sagði vinkonan, „og næst þegar ég sé hann leika þennan leik slekk ég á bílnum." „Slekkurðu hvað?“ spurði ég gapandi. „Ég slekk á bílnum. Það hefur engin leyfi til að spilla náttúrunni fyrir öðrum á þennan hátt. Að þú skulir vera svona andvara- laus!“ Hún var örg og mér vafðist tunga um tönn. Einn slíkan júnídag var ég að sýna erlendri vinkonu minni bæinn okkar og dró nú ekkert undan í fjálglegri útlistun á feg- urð staðarins og mannlífi því sem hér þrífst. Og víst var vinkonan hrifin, hvergi hafði hún skokkað á betri sandi en Langasandi, aldrei dregið að sér hreinna sjá- varloft, borðað betri fisk né farið í aðra eins heitu potta og í Jað- arsbakkalaug. Henni sýndust börnin vera frjálsmannlegri í fasi en gerist meðal erlendra þjóða (án þess þó að vera frek!), kaffið bragðaðist óvenju vel, sérstaklega annar til tíundi bolli (ábótin óeypis!) og svo allt þetta ferska vatn með matnum fyrir ekki neitt. . . Já ég var ekki lítið stolt af því að til- heyra þessari þjóð. Sem við gengum gegnum bæ- inn og vorum að bræða það með okkur hvort þetta væri ekki ein- mitt dagurinn til að ganga á Akrafjall nam vinkona mín skyndilega staðar fyrir framan Harðarbakarí. „Hvað er að þessum bíl?“ spurði hún snögg upp á lagið og benti á bláa Mözdu. „Að honum!“ svaraði ég klumsa. „Svo sem ekki neitt.“ „Jæja . . .“ sagði hún ákveðin. „Það er að minnsta kosti eitthvað að bílstjóranum." „Nú . . . „ hváði ég og kíkti inn í bílinn. Þar var enginn. Kannski hafði sjúkdómurinn gert svo skyndilega vart við sig að bíl- stjóranum gafst ekki færi á að drepa á bílnum en hljóp út í dauðans angist til þess að vera ekki einn síðustu stundirnar. Svo gengum við á Akrafjall. Fegurðin sem blasti við okkur þar uppi var í hróplegri mótsögn við sögurnar sem hún sagði mér um forpestun náttúrunnar í Evrópu. Þar væri bannað að við- lögðum sektum að skilja bíla eft- ir í gangi og víða búið að innleiða lög sem byðu mönnum að Akraneskaupstaður — Bæjarstjóri SPURÐU INGVAR Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi, veröur til viðtals fyrir bæjarbúa á milli kl. 17 og 19 miðvikudaginn 18. október næstkomandi í fundarherbergi bæjar- stjórnar að Heiðarbraut 40, 2. hæð, sími 12980. BÆJARSTJÓRINN Á AKRANESI slökkva á bílum sínum meðan beðið væri á rauðu ljósi. „Þið eigið yndislegt land en þið farið illa með það,“ sagði hún. Ég var dálítið hnípin en hugsaði með mér að þetta væri ekki svona slæmt, hún hefði bara séð einn af þeim ÖRFÁU á Skaga sem skildu bíla sína eftir í gangi. Og í versta falli hefðum við rokið, elsku, blessað rokið sem feykti í burtu allri mengun. Næsta dag var ég á verði. Við fórum ofan í bæ og ég gaf bílun- um auga svo lítið bar á. Þá sá ég mér til hryggðar að Mözdueig- andinn var ekki einn af ÖRFA- UM heldur einn af FJÖL- MÖRGUM sem skildu bílana eftir í gangi: Þrír fyrir framan Bakaríið, fjórir á Torginu og tveir við Pósthúsið. Verst þótti mér með pósthúsbílana því þar voru barnavagn og kerra í nokk- urra metra fjarlægð frá pús- trörunum. „Ætli þessir bíleigendur eigi engin börn?“ spurði vinkonan hvöss — ég vissi það ekki. Hún vildi drepa á bílunum, ég aftraði henni frá því. Á miðri Kirkjubrautinni and- spænis Lögreglustöðinni voru tveir kyrrstæðir bílar í gangi. Bílstjórarnir sem voru á leiðinni sinn í hvora áttina hölluðu sér út um gluggana og voru í hróka- samræðum. Kirkjubrautin er eins og allir vita engin breiðgata þannig að bílaruna safnaðist upp báðum megin við kjaftaskana tvo. Að sjálfsögðu voru allir þessir bílar í gangi nema hvað . . . ? Ég leit ekki á vinkon- una og lét sem ég heyrði ekki í henni en smám saman óx gremj- an í garð landa minna. Sumarið leið, vinkonan fór og regnið hélt áfram að streyma. Ég fór norður og austur og allsstaðar gaf ég bílum gætur. Kannski var þessi ósiður bara einkennandi fyrir Akranes. Betur að satt væri. Én því miður! Utan í þjónustu- miðstöðinni á Þingvöllum og í Skaftafelli voru mannlausir, eld- spúandi drekar í kippum og norður á Akureyri taldi ég sjö lúxuskerrur í mengunarleik á stæðinu fyrir framan hótel KEA. Svo var það eitt haustkvöld að ég kom gangandi innan úr Hverfi. Það var stillt og farið að húma þessu indæla september- húmi sem er eins og flauel, loftið tært, ég naut þess að vera úti og vera til. Þangað til ég kom að Skaganesti. Þar hikstuðu tveir drekar mannlausir í leiðindum sínum á meðan eigendur þeirra Þessi bíll var skilinn eftir fyrir skömmu . . . „að sjálfsögðu“ í gangi. voru inni að sinna erindum. Ekki veit ég hvort það var húmið sem jók mér kjark eða hvort ég var einfaldlega búin að fá nóg - en ég teygði mig inn í báða bílana og drap á þeim. Ég var léttari á fæti þegar ég skokkaði áfram. Hver hefur rétt til að spilla náttúrunni fyrir öðr- um með hugsunarleysi eða slóða- skap? Ekki ég - ekki þú. Óg ef þetta dugir ekki - hver veit nema lyklarnir hverfi þá næst úr mannlausum bílnum? TEPPA- OG HREINGERNINGAÞJÓNUSTA Tökum að okkur teppa- og húsgagnahreinsun. Einnig allar almennar hreíngemingar. Reynið viðskiptin. HREINGERNINGAÞJÓNUSTAN Síml 12219 EKKERT HUS AN ELDVARNA ENGIM FYRIRHÖFN — ÞÚ HRINGIR — VIÐ KOMCJM ELDVARNAPJQNGSTAN ÞJÓNUSTA Í ÞJÓÐARÞÁGU ÞJÓÐBRAUT 1 — AKRANESI — SÍMI 93 - 1 32 44 Öll almenn renni- smíði. Erum með fræsivél. HAFSTEINN BALDURSSON RENNISMIDAU JADARSBRAUT 13 - 300 AKRANES VELAVINNA Leigjum út flestar gerdir vinnu- SKÍIFI AN' v®*a‘ ®nnumst jarðvegsskipti ,»U| \Jv ogútvegummöl sandog mold. Fljót og örugg þjónusta. Faxabraut 9 S 13000

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.