Skagablaðið


Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 12.10.1989, Blaðsíða 10
íl»ia Skagablaðið ÞjáKarí ?ð uian til ÍA? Heimildir Skagablaðsins herma, að stjórn Knattspyrnufé- lags ÍA sé þeirrar skoðunar að rétt sé að leita eftir erlendum þjálfara fyrir næsta keppnistíma- bil. Ekki hefur fengist staðfest að George Kirby sé í sigtinu þrátt fyri sterkan orðróm þar um. Traustar heimilidir blaðsins herma hins vegar að 99% líkur séu á ráðningi Kirbys fyrir næsta sumar. Eyjólfur Sv. í sigtinu? Eyjólfur Sverrisson, miðherji 2. deildarliðs Tindastóls í knatt- spyrnunni og íslenska U-21 landsliðsins, er í sigtinu hjá stjórn Knattspyrnufélags ÍA fyrir næsta sumar. Hætt er þó við að Skaga- menn verði ekki einir um hituna því Teitur Pórðarson hjá Brann var á leik Hollendinga og Islendinga í Evrópukeppni leikmanna undir 21 árs í fyrra- kvöld. Hann var sérstaklega að fylgjast með Eyjólfi. Gunnargódur Gunnar Viðarsson, ungur Skagamaður sem getið hef- ur sér gott orð sem handknatt- leiksdómari, var einn 10 dómara sem slapp í gegnum hæfnispróf 1. deildar dómara fyrir skömmu. Alls þreyttu um 30 dómarar þetta próf og mátti stærstur hluti þeirra sætta sig við að falla á því. Um þessar mundir er Vátryggingafélag íslands að dreifa endurskinsmerkjum til allra barna í grunn- skólum og dagvistarstofnunum bæjarins. Jafnframt hefur bæklingi verið dreift, þar sem kynnt er slysatrygging allra skólabarna. Pær tryggingar eru hluti af svokölluðum „Samsettum sveitarstjórnar- tryggingum", sem Brunabót var með á sínum snærum en VÍS tekur nú yfir. Myndin hér að ofan var tekin af nokkrum börnum á leikskólanum að Skarðsbraut með kynningarbæklingana og endurskins- merkin. Drykkja og skrílslæti á sýningum í Bíóhöllinni - Talsverð brögð að þvi að unglingar svindli sér inn í hléi Talsvert er um að unglingar noti kvöldsýningar Bíóhallar- innar á föstudögum til þess að stunda drykkju sína í húsaskjóli. Hefur ítrekað hlotist af þessu mikið ónæði og jafnvel komið til skrílsláta þannig að aðrir bíó- gestir hafa ekki getað notið sýn- inga. Leifur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Bíóhallarinn- ar, sagði í samtali við Skaga- blaðið í gær. að ákveðið hefði verið að ráðast gegn þessum ósið með því að víkja þeim unglingum, sem hafa vín um hönd á sýningum, tafarlaust úr húsinu. Þá sagði Leifur talsverð brögð að því að unglingar svindluðu sér inn í hléi, þótt hann segðist ekki átta sig á því hvaða gagn væri að hálfri mynd. Ákveðið hefur verið að taka fyrir þessa iðju með þvt' að dag- stimpla alla aðgöngumiða. Verða gestir að framvísa réttum miða hafi þeir á annað borð skroppið út fyrir í hléi. Blóðsöfnun Blóðbankinn verður á ferð hér á Akranesi, næstkomandi þriðju- dag, 17. október, og hefur aðset- ur í safnaðarheimilinu Vina- minni. Söfnunin hefst kl. 10 og stend- ur til 12. Síðan aftur frá 12.30 til kl. 18. Er þess vænst að Skagamenn bregðist vel við, líti inn í safnaðarheimilið og leggi blóð af mörkum. Dropinn er allt- af jafn vel þeginn. Batmaní Bíóhöllinni Stórstirnið Batman, ásamt fylgifiskunum Robin, grínaran- um, gátumanninum og öllum hinum, verður á skjánum í Bí- óhöllinni um helgina. Ekki er að efa að Akurnesing- ar jafnt sem aðrir heimsbúar flykkist á þessa mynd, sem hefur slegið öll aðsóknarmet hvarvetna sem hún hefur verið sýnd. Vinnuslys Það slys varð í Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness á miðvikudag í síðustu viku, að maður féll úr stiga, þar sem hann var við vinnu í þró fyrir- tækisins. Maðurinn var fluttur á sjúkra- hús en meiðsli hans reyndist ekki alvarleg. Rúða brotin Rúða var brotin í Versluninni Ósk aðfaranótt laugardags. Einhverjum fatnaði var að sögn lögreglu stolið úr glugganum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rúða er brotin í Ósk því slíkt hef- ur gerst ítrekað. Fjáröflunar- og framkvæmdanefnd Höfðæ Fyriihugðu söfnunarátaki frestað um hálfan mánuð Fyrirhugaðri söfnun Fjáröflun- ar- og framkvæmdanefndar Höfða sem standa átti dagana 21. - 28. þessa mánaðar hefur verið frestað um tvær vikur og stendur þess í stað dagana 4. - 11. nó- vember. ð sögn Gunnlaugs Haralds- sonar, formanns nefndarinn- ar, kom í ljós að Kiwanismenn eru með landssöfnun sömu viku og söfnun Höfða var fyrirhuguð og því ákveðið að fresta henni um tvær vikur. „Þessi söfnun okkar hefur hvarvetna fengið mjög góðar undirtektir og sem dæmi má nefna að Félag eldri borgara hér á Akranesi ætlar að taka að sér að ganga í öll hús á Akranesi og safna framlögum einstaklinga,“ sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur nefndi ennfremur sem dæmi um velvilja fólks í garð Höfða, að Kiwanismenn hefðu nú nýverið samþykkt að leggja fram vinnu við einangrun á þakr- ými nýbyggingarinnar og meta mætti það vinnuframlag á um 300 þús. krónur. Frá því framkvæmdir hófust við nýbygginguna hefur hálf tí- unda milljón króna borist í frjáls- um framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum, þar af rúmlega milljón það sem af er þessu ári. Nánar verður verður greint frá tilhögun söfununarinnar í Skag- ablaðinu á næstu vikum. Gunnlaugur með nýbyggingu Dvalarheimilisins Höfða í baksýn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.