Skagablaðið


Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Enginn stóvi samleikur er til þegar mæling á heitu vatni er annars vegar Skrif um hitaveituna í ágætu jólablaði Skagabiaðsins báru þess glöggt vitni að hún hefur ekki staðið sig sem skyldi við að koma upp- lýsingum opinberlega á framfæri. Starfsmenn munu hér eftir sem hingað til fúslega Ieiðbeina þeim sem til okkar leita. Hér á eftir verð- ur stuttlega drepið á nokkur atriði instaka menn virðast ekki geta gert greinarmun á mis- notkun vatns og þjófnaði. Þenn- an mun má reyna að skýra með einföldu dæmi. Það er misnotkun á vatni ef neysluvatnsnotkun er 300 m3 á ári í stað 80 m3 vegna illa útbúins varmaskiptis. Það er þjófnaður ef innsigli hemils er rofið og stillingu breytt. Vatnsnotkun Það er eðlilegt að það vefjist fyrir mönnum að hámarksvatns- notkun minnki við breytingu á sölukerfi. Til að átta sig á því verður að skoða vatnsnotkunina nánar. Hámarksvatnsnotkun á Akranesi Hemlar (3685 l/mín) = 61,5 l/sek Umframhemlun 7% = 4,3 l/sek Neysluvatn 10% = 6,6 l/sek Rennslismælar (vetrarrennslí) = 7,8 l/sek Rennslismælar, álagstoppar 30% = 2,3 l/sek Annað (umframhemlun, sírennsli) = 5,0 l/sek SAMTALS - 87,5 l/sek sem virðast vefjast fyrir mönnum. Nú er skammtur um hemil væntanlega miðaður við að halda fullum hita í húsum þegar frost er 5 - 10 C°. Við hærri útihita er þess ekki að vænta að vatnsnotk- unin sé minni. Það væri því ekki óeðlilegt að vatnsnotkunin léki á bilinu 60 - 90 l/sek. Reynsla undanfarinna ára er að vetrar- notkunin sé 90 - 110 1/sek, með toppum allt að 127 1/sek. Við breytingu á sölukerfi er reynsla annarra hitaveitna sú að þessi óútskýrða notkun hverfur. Það þýðir að hitaveitan getur tekið við 30% aflaukningu í þau hús, sem nú kaupa um hemla, án þess að álagið aukist frá því sem nú er. Þá er einnig á það að líta að hjá þeim, sem nú kaupa nægi- legan skammt verður óveruleg aukning. Það virðist því mega reikna með að afltoppurinn muni lækka hér en það kemur heim og saman við reynslu annarra hita- veitna. Neysluvatn Það hafa margir af því áhyggj- ur að kostnaður vegna neyslu- vatns verði mikill með breyttu sölukerfi. Mælingar hjá HAB og öðrum hitaveitum sýna að neyslu vatnsnotkun er á bilinu 7 - 9% af heildarvatnsnotkun íbúðarhúss eða u.þ.b. 55 1 á mann á dag. Það þarf hins vegar að gæta varúðar þegar neysluvatnið er tengt við sjálfvirkan búnað, t.d. í varma- skiptum. Ef búnaðurinn er ekki rétt tengdur eða hann bilar getur mikið vatn runnið í gegn engum til gagns. STYTTU ÞER LEIÐ TIL LÍFSGÆÐfl! VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1991: 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings JÁRN—ÁL—RYÐFRÍTT STÁL Nýsmíði - viðgerðir - rennismíði . VÉLSMIÐJA Olafs R. Guðjónssonar SMIDJUVÖLLUM 6 — SÍM113022 Málningarvinna Tek að mér alla alhliða málningarvinnu. Garðar Jónsson, málari Lerkigrund 1 — Sími 12646 Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 v/ b' ALHLIÐA VIÐGERÐIR ÁSJÓOGÁLANDI Góð varahlutaþjónusta. VÉLKRAFTUR VALLHOLTI 1 — SÍMI 11477 (Við hliðina á skoðunarstöðinni) PÍPIILAGNIR jós ií.iai:m gíslason Pípulagniugaiiieístarí S12939 & 98S - 31844 DEB-þjónustan Powerplus — Mótorstillingar OAVID BUTT JABARSBRAUT 7 — SIM113220 Hemlar Það er því miður svo að enginn stóri sannleikur er til þegar mæl- ing á heitu vatni er annars vegar. Heitt vatn verður ekki mælt á sama hátt og sykur eða smjör. Orkumælar mæla hita vatns inn í hús, út úr húsi og vatnsmagn. Sérstakt reikniverk reiknar síðan út orkunotkunina í kílówattstundum. Orkunotkun X 1,163 X (hiti inn — hiti út) X vatnsmagn. Þessir mælar taka ekkert tillit til nýtingar vatnsins. Þannig borga menn jafn mikið hvort sem þeir nota 10 C° úr 2000 m3 eða 40 C° úr 500 m3 því orkunotkunin er sú sama þó annar noti fjórum sinnum meira vatn en hinn. Þessi aðferð er því augljóslega ónot- hæf í hitaveitum með einföldu dreifikerfi, þar sem engin not verða höfð af bakrennslisvatn- inu. Samkvæmt hitastigskönnun- inni á Akranesi er meðalinn- rennslishiti í hús að vetrarlagi um 72 C° og meðalafrennslishiti um 32 C°. Meðaltalsnýtingin er því 40 C°. í hitaveitum með hringrásar- kerfi hafa menn séð sig tilneydda til að verðleggja hvern rúmmetra vatns auk kílówattstundar til þess að tryggja lágmarksnýtingu í hitakerfum. Þar með hverfa menn frá hreinni orkumælingu. „Leiðréttir“ orkumælar Til að reyna að fá mæla, sem taka tillit til innrennslishita í hús, hafa verið búnir til svonefndir „leiðréttir“ orkumælar. Þeir mæla innrennslishitann en ekki afrennslishitann. Afrennslishit- inn er settur fastur. Orkunotkun- in er því ekki mæld heldur er reiknuð orkan sem fáanleg væri úr vatninu með kælingu niður í fast hitastig. Þegar innrennslishiti lækkar þarf afrennlishiti ofna að hækka ef ná á sömu afköstum og við hærra innhitastig. Það er því fólgin nokkur mismunun f því að reikna með föstum afrennslishita óháð innrennslishita. Þessi skekkja getur numið nokkrum prósentum yfir árið en erfitt er að segja nokkuð ákveðið vegna þess hvað hitakerfi húsa eru margbreytileg og álag síbreyti- legt. Rennslismælar Hefbundnir rennslismælar taka ekki tillit til mismunandi inn- rennslishita á vatninu. Þrátt fyrir þennan annmarka eru þetta mest notuðu hitaveitumælarnir hér- lendis. Á nokkrum stöðum, þar sem vatnið er mjög dýrt, hafa notend- ur fengið leiðrétdngu vegna mis- munandi hita í dreifikerfi. Þessar leiðréttingar þjóna þeim tilgangi að jafna hitakostnað notenda en það fæst ekkert sem heitir rétt mæling. Það má segja, að ef tekst að reikna út meðalinnrennslishita í hús gefur rennslismælir með reiknaðri niðurstöðu sömu niðurstöðu og „leiðréttur" orku- mælir. Fyrir hverja gráðu sem reiknaða hitastigið víkur frá meðaltalinu verður skekkjan um 2%. Að öðru jöfnu er „leiðréttur" orkumælir tæknilega betri kostur en rennslismælir með hitastigs- leiðréttingu. Hann er hinsvegar verulega dýrari lausn. Innkaups- verð rennslismæla er 1500 - 5000 kr. pr. stk. eftir tegundum og gæðakröfum. „Leiðréttir" orku- mælar kosta 23.000 - 50.000 kr. pr. stk. háð tegundum og mæli- aðferðum. Við þetta bætist að uppsetningarkostnaður er nokkru meiri á „leiðrétta" orku- mælinum. Það þarf að koma fyrir hitaþreifara og reikniverki. Fjöldi mæla hjá HAB er um 2000. Kostnaðarmunurinn er því um 45 - 50 milljónir króna eða sem svarar 4 til 5 einbýlishúsum á Akranesi svo dæmi sé tekið. Kostnaðaraukinn við dýrari lausnina má ekki vera meiri en ávinningurinn fyrir hinn almenna notanda. Formaður danska hitaveitu- sambandsins segir oft frá því að hvergi mæli menn orkunotkun- ina betur en í Hamborg en kostn- aðurinn við það sé meiri en vatn- ið kosti í Óðinsvéum. Við þurf- um að finna hagstæðustu heildar- lausnina en hún er ekki endilega fólgin í tæknilega fullkominni mælingu ATVIMMA Landsbanki íslands, útibú, AKranesi, ósKar eftir að ráða starfsKraft til starfa í afgreiðslu útibúsins. Laun samKvæmt launaKerfi banKamanna. Um5ÓKnareyðublöð liggja frammi hjá sKrifstofu- stjóra útibúsins, sem veitir nánari upplýsingar. LAMD5BAMKIÍ5LAMD5 — útibú, Akranesi

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.