Skagablaðið


Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 10
Knattspymufélag ÍA: Skrifa undir samningvið Búnaðaifoanka Knattspyrnufélag ÍA og Búnaðarbanki íslands undir- rita í fyrramálið auglýsinga- samning til næstu tveggja ára. Skagamcnn munu því bera auglýsingu bankans á brjóstum búninga sinna þann tíma. Samningaviðræður á miili Knattspyrnufélags ÍA og bankans hafa staðið yfir í nokkrar vikur. „Ég held að þetta sé góður samningur fyrir báða aðila,“ sagði Þorgeir Jósefsson, gjaldkeri Knattspyrnufélags IA, í samtali við Skagablaðið. iTOFNAÍ ”'.46 íþróttamennirnir sem kosið var um í kjörinu. Faðir Ragnheiðar, Runólfur Hallfreðsson, var við útnefning- una í hennar stað^ Ragnheiður „Iþróttamaður Akraness" í fimmta sim Ragnheiður Runólfsdóttir var á sunnudaginn útnefnd Iþrótta- rnaður Akraness fyrir árið 1990. Ragnheiður hafði talsverða yfir- burði í kjörinu, hlaut 78 stig af 100 mögulegum. Þetta er í 5. sinn á síðustu 6 árum sem Ragn- heiður hlýtur þetta sæmdarheiti. jör íþróttamanns Akraness var tilkynnt að viðstöddu fjölmenni í íþróttahúsi ÍA að Jaðarsbökkum. Sú nýjung var tekin upp að atkvæðatalning fór fram á staðnum eftir að 10 aðilar höfðu sent inn þar til gerða at- kvæðaseðla. Annar í kjörinu varð Karl Þórðarson, knattspyrnumaður. Hjalti Nielsen, kylfingur, varð þriðji, Brynja Pétursdóttir, badmintonstúlka, varð fjórða og síðan komu Árni Gautur Ara- son, handknattleiksmaður, Reynir Aðalsteinsson, hesta- maður, og Jóhannes Helgason, körfuknattleiksmaður. Allir íþróttamennirnir sjö fengu bókagjöf frá Lionsklúbbi Akraness, sem stendur að kjör- inu ásamt íþróttabandalagi Akraness. Ragnheiður Runólfsdóttir. Sjúkrahús Akraness: Reyfdnaa- bannídóm starfsmanna Starfsmenn Sjúkrahúss Akraness hafa að undan- förnu greitt atkvæði um hvort reykingabann skuli tekið upp á sjúkrahúsinu eins og fyrirskipað hefur verið á ríkisspítölunum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag og er Skagablaðið hafði samband við Sigríði Lister, hjúkrunarforstjóra, í gær sagði hún ógerning að segja fyrir um hvernig at- kvæðagreiðslan færi. Sigríður sagði niðurstöð- urnar verða senda stjórn Sjúkrahúss Akraness og það væri síðan hennar að taka á- kvörðun í framhaldi af því. Þorgeir & Blert hf.: Ennbiðstaða Málefni Þorgeirs & Ellerts eru enn í biðstöðu að sögn Þorgeirs Jóefssonar hjá fyrir- tækinu síðdegis í gær. Þorgeir sagði að vonast hefði verið til að endan- leg svör lægju fyrir um síð- ustu helgi eða í byrjun vik- unnar en ljóst væri nú að þau yrðu ekki ljós fyrr en eftir helgi í fyrsta lagi. Skagamenn með „nýtt trcmp“ gegn Vikvefja í körhtnni annað kvold: „Vonast til að koma Akra- nesliðinu að góðu gagni“ Körfuknattleikslið Skagamanna freistar þess nú að snúa við blað- inu í 1. deild íslandsmótsins eftir skrykkjótt gengi framan af mótinu. Hingað kom á þriðjudag bandarískur leikmaður, Doug Smith að nafni. Honum er ætlað að vera sá „herslumunur“ sem Skagamenn hefur vantað til þess að skáka bestu liðum deildarinnar. Doug þessi er hár vexti, 195 stuttlega við þennan einkar geð- sm, 28 ára gamall leikmaður þekka leikmann og spurði hann frá Atlanta í Georgíu og getur hvernig það legðist í hann að nánast leikið hvaða stöðu sem er eiga að fara að spila með smáliði á vellinum. Skagablaðið spjallaði á Islandi. Náðugt ár slökkviliðs Óhætt er að segja að slökkviliðsmenn á Akranesi hafi átt náð- uga daga á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akraness voru útköll á árinu 1990 aðeins fjögur talsins. Þrjú vegna bruna, sem allir voru af smærri gerðinni, og eitt vegna leka sem kom að bát í höfn- inni. „Það leggst bara vel í mig og ég vonast innilega til þess að geta orðið Akranesliðinu sá styrkur sem vonast er eftir. Ég hef þegar hitt strákana og við komum til með að ná þremur æfingum sam- an áður en kemur að leiknum gegn Víkverja.“ Doug sagði viðbrigðin við komuna til íslands frá Atlanta ekki hafa verið meiri en hann átti von á. „Ég var búinn að lesa mér til um land og þjóð áður en ég kom hingað og vissi bæði um kuldann og myrkrið.“ Frumraun Smith verður kl. 20.30 annað kvöld er Skagamenn mæta toppliði deildarinnar, Vík- verja. Ástæða er til þess að hvetja Akurnesinga til þess að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs. Doug Smith á tefingu í íþróttahúsinu við Vesturgötu í gærkvöld.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.