Skagablaðið


Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 1
Skaga____________________ 2. TBL. 8. ARG. FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991 VERÐ KR. 150,- Róður fiskvinnslirfyrirtækja á Akranesi þyngist enn: Kvótaskerðing upp á þijú þúsund tonn - Haféminn leítar logancS Ijósi að kvóta til ksitps Nærri lætur að Akranestogararnir fimni missi um þrjú þúsund tonn þess afla, sem þeir hafa veitt að meðaltali undanfarin þrjú ár við kvótaskerðingu sjávarútvegsráðuneytisins um áramótin. Þá verða smábátasjómenn einnig fyrir verulegri kvótaskerðingu þótt ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um hve mikil hún er í heildina hér á Akranesi. Verst bitnar þessi skerðing á Samanlagt tapa þessir fjórir Haferninum, sem hefur að- togarar 2.455 tonna afla miðað eins afla eins togara til að vinna. við meðalafla síðustu þriggja ára. Ekki tókst að fá fá upp meðalafla Höfðavíkurinnar síð- ustu þrjú ár en veiðiheimild hennar í ár hljóðar upp á 2.925 tonn. Er því ekki óvarlegt að meta kvótatap hennar a.m.k. 500 tonn. Úthlutaður kvóti þessa árs er reyndar allur miðaður við fyrstu 8 mánuði ársins en með því að margfalda þá tölu með 1,5 er hægt að sjá nokkurn veginn leyfi- Forráðamenn fyrirtækisins hafa undanfarnar vikur gert ítrekaðar tilraunir til þess að kaupa skip með kvóta en ekkert orðið á- gengt enn. Ymist hafa þeir verið yfirboðnir af öðrum eða kaup ekki tekist af öðrum orsökum. Sem dæmi um skerðinguna á kvóta togaranna má nefna, að Skipaskagi, sem veitt hefur 2.334 tonn að meðaltali undanfarin þrjú ár fær í ár heimild upp á 2.070 tonn. Krossvík sem státar af 3.560 tonna meðalafla árin 1988 - 1990 fær kvóta upp á 2.790 tonn í ár og missir 770 tonn. Haraldur Böðvarsson veiddi að meðaltali 4.175 tonn síðustu þrjú árin en fær í ár 3.225 tonna veiðiheimild. Þar munar 950 tonnum. Sturlaugur H. Böðvarsson var með 4.716 tonna meðalafla síðustu þrjú árin. Veiðiheimild hans í ár hljóðar upp á 4.245 tonn. Hondurí áreksbi Harður árekstur varð ofarlega á Stillholti á þriðjudagsmorgun er þar rákust saman tvær bifreið- ar^ báðar af Honda-gerð. Areksturinn vildi þannig til að annarri bifreiðinni var ekið út af athafnasvæði Skaganestis í veg fyrir hina, sem ekið var upp eftir Stillholti. Engin slys urðu á fólki við óhappið en báðar bifreiðarnar skemmdust talsvert. Önnur er jafnvel talin ónýt. legt heildaraflamagn ársins. Tölurnar hér að ofan hafa allar verið fengnar með þeirri reikni- aðferð. Til þess að gefa lesendum hug- mynd um hversu mikil verðmæti felast í 3000 tonnum af fiski má geta þess að kíló af þorski upp úr sjó selst á um 120 krónur komið í neytendaumbúðir. Msund tonn af þorski seljast því á 120 mill- jónir króna. Ekki er þó nema hluti umræddra 3000 tonna þorskur þannig að ekki er hægt að meta verðmæti þeirra ná- kvæmlega. Ekki er þó óvarlegt að áætla að kvótaskerðingin kosti fiskvinnsluna 150- 200 mill- jónir króna. Gangbrautarvarsla Tíundubekkingar í Grundaskóla hófu í gærmorgun vörslu á fjórum gangbrautum sem liggja að skólalóðinni. Ætlunin er að þeir sinni þessum starfa yfir dimmasta hluta vetrarins. Hugmyndin að baki þessari gangbrautavörslu er tvíþætt. Ann- ars vegar að stuðla að auknu umferðaröryggi og hins vegar að afla fjár í ferðasjóð 10. bekkinga. Tryggingafélagið Sjóvá/Al- mennar er stuðningsaðili þessa tvíþætta átaks. Tíundubekkingarnir munu verða við gangbrautavörsluna þrisv- ar á dag, frá kl. 7.40 - 8.00 á morgnana og í hádeginu, frá kl. 12.00 - 12.20 og 12.40 - 13.00. Meðfylgjandi mynd var tekin í há- deginu í gær, þar sem tveir gangbrautavarðanna fylgdu tveimur nemendum yfir götuna. Vatnsskatturiim hækkaður um 33% Samþykkt hefur verið í bæjar- ar, jarðvegsskipta og fram- Frá árekstursstaðnum á þriðjudagsmorgun. stjórn að hækka vatnsskatt um 33% frá því í fyrra. Skatturinn verður nú 0,18% af fasteigna- mati í stað 0,135% áður. Gert er ráð fyrir að tekjuauki Vatnsveitu Akraness vegna hækkunarinnar nemi 4,5 milljón- um króna. Ætlunin er að verja tekjuaukanum öllum til hönnun- kvæmda við vatnsmiðlunartank á Neðri-Skaga „þar sem ástand í vatnsmálum á þessu svæði er þannig að ekki verður hjá því komist að bæta úr þeim málum með framangreindum hætti,“ eins og segir orðrétt í tillögu bæjarstjóra, sem lögð var fram í bæjarstjórn í síðustu viku og samþykkt í fyrradag. Blómleg starfsemi Vemdaðs viimustaðar á Akranesi: Lrtil plastverksmidja keypt Verndaður vinnustaður hér á Akranesi festi fyrir stuttu kaup á lítilli plastverksmiðju frá Reykja- vík. Tækjabúnaðurinn hefur þegar verið settur upp og þess er Júlíus til Raufarhafnar Júlíus Þórarinsson, véltæknifræðingur hjá VT-Teiknistofunni hf. hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Raufarhöfn. Júlíus, sem auk starfs síns hjá VT hefur verið mjög virkur í Skagaleikflokknum, tekur við sveitarstjórastarfinu þann 1. fe- brúar næstkomandi. að vænta að framleiðsla í tækjun- um hefjist núna í vikunni. Að sögn Einars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Verndaðs vinnustaðar, þarf að bæta við 2 - 3 starfsmönnum vegna plast- framleiðslunnar. Plastverksmiðjan sem hér um ræðir hefur einkum framleitt plasthluti í tengslum við raf- magnsiðnaðinn en að sögn Ein- ars er ætlunin að nýta tækjabún- aðinn til þess að framleiða einnota plastglös undir lyfjaskammta. Þau glös hafa fram til þessa verið framleidd erlendis en pakkað hér heima. Einar sagði í samtali við Skagablaðið að nóg hefði verið að gera á vinnustaðnum á síðasta ári. Starfsmenn væru 11 talsins og myndi vafalítið fjölga eitthvað á næstunni. Á meðal þess sem þeir vinna við er sem fyrr móttaka einnota umbúða, frágangur og pökkun á útiljósaseríum, saumun og á- prentun á strigapoka undir skreið og földun á gólfteppum svo dæmi sé nefnt. „Það er nóg að gera hjá okkur og bjart framundan,“ sagði Ein- Góð kirkjusókn Mjög góð kirkjusókn var á Akranesi yfir jólahá- tíðina. Séra Björn Jónsson, sóknarprestur, kvaðst ekki muna eftir svo jafngóðri kirkjusókn þau 16 ár sem hann hefur þjónað Akurnes- ingum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.