Skagablaðið


Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 2
Skagablaðið Óska etir 4-5 herbergja íbúð á leigu. Uppl. í síma 13168. Til sölu vel farinn Bjartan klassískur gítar ásamt tösku. Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma 13307. Til leigu þriggja herb. björt íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 12878. Til sölu 4 nýleg nagladekk undan Mazda 626. Á sama stað er óskað eftir stúlku- skautum nr. 35. Uppl. í síma 12969. Til leigu stórt og stórt kjallar- aherbergi. Uppl. í síma 13043. Fundist hefur á Innnesvegi lítið blátt Viking barnastígvél með hvítum botni. Uppl.' í síma 12693. Óska eftir að kaupa skíði, 150 - 160 sm á lengd, og skíðaskó nr. 40 - 41. Uppl. í síma 12913. Til sölu lítið notað hvítt borðstofuborð. Á sama stað er til Yamaha músíktölva m/öllu og ársgamalt Yamaha stafrænt pianó. Uppl. í síma 12504. Tapast hefur loðfóðraður svartur kvenhanski. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 11923. Til sölu Slendertone nudd- tæki. Gott við vöðvabólgu og stressi. Auðvelt í noktun. Einnig til sölu barnarúm, lítur mjög vel út. Uppl. í síma 13168. Get tekið börn i pössun, hálfan eða allan daginn. Hef leyfi. Uppl. í síma 13043. Til sölu hvítir leðurskautar nr. 36 og svartir nr. 40. Á sama stað óskað eftir skaut- um nr. 41. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 13366. Til leigu 2ja herb. íbúð. Laus í byrjun febrúar. Uppl. í síma 13227. Til sölu svartur fóðraður rúskinnsjakki með hettu. Lít- ið notaður. Kostar nýr kr. 14 þús., selst ódýrt. Stærð 38. Uppl. í síma 12743 (Ragn- heiður). Óska eftir að kaupa notaða skólaritvél m/leiðréttingabún- aði. Uppl. í síma 12206. Til sölu hvítir skautar. Uppl. í síma 13213. Óska eftir ódýrum hornsófa eða sófasetti. Uppl. í síma 12969. Fjögurra herbergja íbúð eða hús í góðu standi óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 91 - 670927. Fuglaskoðarar úr felum! Fyrir réttu ári var hér á síðum Skagablaðsins fjallað um fulgataln- ingu, sem þá hafði farið fram á inilli jóla og nýárs 1989. Björn Finsen ritaði þá ágæta grein um þetta efni. Sú grein þótti það athygli verð að Náttúrufræðistofnun íslands fékk heimild höfundar til að Ijósrita hana og dreifa til áhugamanna um fugla og fuglatalningu vítt og breitt um landið. Til þess að forvitnast um hvort sambærileg talning hefði ver- ið gerð nýverið sneri blaðið sér til Björns og innti hann eftir því. Hann sagði aðspurður að fugl- ar við Akranes hefðu verið taldir á líkan máta og á sama tíma ári fyrr en munurinn hefði aðallega legið í því að nú sóttust mun fleiri eftir því að taka þátt í taln- ingunni. Talningarsvæðin voru tvö 1989 en átta á nýliðnu ári. Komið úr felum Björn taldi þennan aukna áhuga m.a. stafa af því að fugla- áhugamenn á Akranesi væru nú að koma úr felum og taldi að margir hefðu rekið augun í grein- ina um fuglatalninguna í Skaga- blaðinu í janúar í fyrra. Björn vildi þó endilega hvetja fuglaáhugamenn til þess að láta í sér heyra enda væru ýmis svæði í nágrenninu sem ekki hefði tekist að manna í þessum árlegu jóla- talningum. Hann sagði nokkra aðila þegar vera búna að biðja um að fá að telja á tilteknum svæðum um næstu jól. Bætti hann því við, að það væri ráð fyr- ir áhugamenn um fugla og fugla- skoðun að hefja strax athuganir og æfingar fyrir næstu talningu, sér til skemmtunar og fróðleiks. Leita má til hans og fleiri aðila um hollar ábendingar ef þörf krefur. Útivera — Innivera Jólatalningin fór fram laugar- daginn 29. desember sl. og stóð myrkranna á milli nú sem endra- nær. Talningarbjart var orðið um kl. 11 árdegis. Töluverð sjón- varpshorfun fór eðlilega fyrir bí þennan laugardag að sögn Björns. Alls töldu þátttakendur í taln- ingunni 6425 fugla. Æðarfugl (2393), Snjótittlingur (1892) og Hvítmávur (776) voru rúmlega 75% þeirra fugla sem sáust en eftirfarandi tegundir sáust einn- ig: Álka, Bjartmávur, Brand- ugla, Dílaskarfur, Fálki Haf- yrðill, Hávella, Hettumávur, Hrafn, Músarrindill, Rita, Sendl- ingur, Silfurmávur, Skógarþröst- ur, Smyrill, Stari, Stelkur, Stokkönd, Straumönd, Svart- bakur, Teista, Tildra, Tjaldur, Toppskarfur og Toppönd. „Önefnd átvögl“ stofna með sér félagsskap á Akranesi Stofnaður hefur verið OA- klúbbur hér á Akranesi. Skamm- stöfunin OA stendur fyrir „Overeaters Anonymus“ sem oftast er þýtt „Ónefnd átvögl.“ Ífréttatilkynningu sem Skaga- blaðinu hefur borist frá klúbbnum segir m.a.: „OA eru samtök fólks, sem á við sameiginlegt vandamál að stríða, „ofát.“ Við hittumst á fundum, þar sem við samhæfum reynslu okkar, styrk og vonir á einn eða annan hátt til að leysa þetta vandamál og til að hjálpa öðrum ofætum að gera hið sama. í OA eru engar meðlimaskrár, þar eru allir velkomnir sem eiga við ofát að stríða og vilja sigrast á sínu vandamáli. Reynslan hefur sýnt að OA kerfið er óbrigðult fyrir ofætur sem raunverulega vilja hætta, en það hjálpar sjaldnast þeim sem ekki eru alveg vissir um að vilja hætta ofáti. í OA-klúbbnum útdeilum við ekki megrunarlistum. Hver og einn finnur sér sína eigin matar- áætlun til að fara eftir. OA-kerf- ið er einfalt, en það krefst mikill- ar vinnu. Reynsla fjölmargra OA-félaga hefur sannað að iðni, hreinskilni við sjálfan sig og vilji er lykillinn sem getur opnað þér dyrnar til betra og ánægjulegra lífs. Ef þú, lesandi góður, ert einn af okkur, „hömlulausum átvögl- um“, bjóðum við þig velkominn til okkar. Við erum með fundi á miðvikudögum að Skólabraut 11 kl. 20 fyrir byrjendur, sem ætlað- ir eru fólki sem vill kynna sér samtökin. Fyrir þá sem þekkja okkur nú þegar og hafa áður komið eru fundir kl. 20.30 sömu daga. Tölvupappír frá Odda. Diskettur — blekbönd. Ill BÓKASKEMMAN ll*íll"il Stekkjartiolti 8 -10 — Akranesi — Síml 1 28 40 TÆKJALEIGA Nýleg og öflug tæki. Opið alla daga frá kl. 13-22. TÆKJALEIGAN AKRANESI Kirkjubraut 11 S 12950 Múrverk — Flísalagnir ARMARFELL SMIÐJUVÖLLUM 7 — SÍMI 13044 Innréttingar — Málning Gólfefni — Búsáhöld^^ BYGGINGAHÚSIÐ^ SMIÐJUVÖLLUM 7 - AKRANESI - SÍMI 93-13044 FERDAÞJÓNUSTA VESTURLANDS Skólabraut 30 — Sími 11940 ív Einstaklingsferðir — Hópferðir ^ Öll almenn farseðlasala II 011 málnittS{ar\Tmia Yönduð \1nna. Tínfa&nna - tilboð. Unis Guðióusson , mAurammstari SIMI 12616 cftír kl. 19 á kvöldin — Hvað finnst þér um á- stand mála í Eystrasalts- löndunum? Stefán H. Stefánsson: — Mér finnst hún hræðileg. Jóhann Bogason: — Ég hef mikla samúð með sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna. Guðmundur Jónsson: — Mér líst mjög illa á þau mál. Hafsteinn Baldursson: — Mér líst mjög illa á ástandið, sem er að skapast þar, mjög illa. Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir og auglýsingar: Árni S. Árnason ■ Lausráðnir greina- og dálkahöfundar: Sigþór Eiríksson, Gunnar Ársælsson, Kristín Steinsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir (tónlist), Stefán Lárus Pálsson (sjávarútvegs- fréttir), Kristinn Reimarsson (Noregi) ■ Dreifing: Sigurður Sigurðsson ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Áskrift og bókhald: Steinunn Ólafsdóttir ■ Setning, umbrot og prentun: Prentverk Akraness hf. ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórn: Skólabraut 21, 2. hæð. Opin alla virka daga frá kl. 10 - 17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Bréfasími (Fax): 13297 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. ■ Skagablaðið er aðili að Samtökum bæjar og héraðsfréttablaða

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.