Skagablaðið


Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 7
Skaaablaðið Fullt nafn? Bergsteinn Ó. Egilsson. Fæðingardagur og fæðing- arstaður? 17. ágúst 1969 í Reykjavík. Fjölskylduhagir? í sambúð með Klöru Berglind Gunnars- dóttur og Gretti. Starf? Upprennandi sím- smiður hjá Pósti og síma. Stundar þú einhverja lík- amsrækt? Fótbolta með Þorgeir og Ellert. Besti og versti matur sem þú færð? Allt of margt gott, versti matur er kæst skata hjá tengdó. Besti og versti drykkur sem þú færð? Besti er ísköld mjólk, en versti er kalt kaffi. Síðasta hljómplata sem þú hlustaðir á? Leiðindagaul í Bubba hjá Klöru. Síðasta myndbandsspóla sem þú sást? An Innocent Man með Tom Selleck. Hvaða bók lastu síðast? Les voða lítið. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég og Maradona, við erum í svipuðum klassa. Hvað horfír þú helst á í sjónvarpi? íþróttir og bíó- myndir. Hvaða sjónvarpsefni fær þig til þess að slökkva á sjón- varpinu? Morðgáta. Uppáhaldsleikari? Rutger Hauer. Hvaða grínisti fær þig til þess að hlæja? Örn Árnason. Hvemig eyðir þú frístund- um þínum? I faðmi fjölskyld- unnar. Fallegasti staður á íslandi? Vallarbraut 11, 3. hæð til vinstri. Hvaða mannkosti metur þú mest? Hressleika. Hvað líkar þér best við Akranes? Gott að hjóla á Akranesi. Hvað finnst þér vanta á Akranesi? Borgarnes og vinnu handa konunni minni. Hvað myndir þú vilja fá í afmælisgjöf? Nýja Hondu Accord. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Að liggja og horfa á sjónvarpið. Ertu góður bflstjóri? Mjög góður (7, 9, 13 og bankað í tré). Batnandi manni er best að lifa! Nú er runnin upp sú stund, góðir Akurnesingar, að sá maður sem situr við stjórnvöl HAB er farinn að reyna í skrifum sínum að tala til okkar sem skyni borinna manna. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um skrif hans í Skagablaðið þann 10. janúar 1991. Dæmið um orkumælana, þar sem aðeins 10°C eru notaðar af hita vatnsins, á ekki síður við um rennslismælana. Það hlýtur að vera kappsmál allra að nýta hitann úr vatninu sem best og fylgjast með affallshitastiginu. í skrifum sínum talar hann mikið um leiðréttingar í sambandi við mælavæðinguna, en hvernig hef- ur sú leiðrétting verið til þessa á Akranesi með hemlakerfunum? f stofnsamningi HAB segir að jafna skuli hitunarkosnað neyt- enda á þjónustusvæði veitunnar. Hvernig hefur verið staðið við það? í ársskýrslu HAB sem lögð var fram á aðalfundi HAB í Borgarnesi 26. maí 1989, kcmur fram að könnun hafi verið gerð á inntakshita hitaveituvatnsins í 100 íbúðum á Akranesi, 40 í Borgarnesi og 5 á Hvanneyri. Niðurstöður fjögurra mánaða, des. ’88, jan., feb. og mars '89, var meða/innrennslishiti húsa á Akranesi um 71°C en Boragrnesi 78°C. Hvað skyldi þessi 7°C munur gera í hitaorkunni og hver var kostnaðarmunurinn? Ég læt töflurit sem HAB gengur út frá við áætlunargerð um vatnsþörf húsa, fylgja með greininni, svo neytendur geti áttað sig betur á því misrétti sem viðgengist hefur hér á Akranesi. Ef notaðar eru sömu forsendur í töfluritinu og HAB notar um lágmarksútihita það er mínus 10°C, kemur eftirfarandi í ljós. Tökum dæmi af tveimur húsum sem eru að öllu leyti eins, annað fær 78°C en hitt 71°C heitt vatn að jafnaði á Akranesi hreint út í hött. Er þetta jöfnuðurinn sem stað- festur er í stofnsamningi HAB? inn. 2 1/mín. af 78°C af heitu vatni jafngildir 2,66 1/mín. af 71°C heitu vatni, sem er 33% munur. Hver er kostnaðarmunurinn? Á gjaldskrárverði HAB 1. janú- ar ’90, greiðir sá sem fær 78°C heitt vatn á ári kr. 59.280,-, en sá sem fær 71°C heitt vatn kr. 78.840,-. Mismunurinn er kr. 19.560,-. Það munar um minna. Þar sem 78°C og 71°C eru meðal- tal, má ætla að ýmsir í Borgar- nesi fái vatnið yfir 80°C heitt inn, en vitað er að innrennsli í sum hús á Akranesi fer allt niður í 65°C. Það væri gaman að skoða þennan 15°C mun á hitaveit- uvatninu með sömu forsendum og í fyrra dæminu. 2 1/mín. af 80°C jafngilda 4 1/mín. af 65°C heitu vatni, sem er 100% munur. Hver er kosnaðarmunurinn, að sjálfsögðu 100% sem er kr. 59.280,- og kr. 118.560,- á ári, á gjaldskrárverði 1. janúar ’90. Þetta mun flestum réttsýnum mönnum ofbjóða. Með þessa vitneskju ætti leiðr- éttingin í gegnum hemlakerfið að vera 33% á Akranesi að jafnaði miðað við Borgarnes, miðað við hitastigskönnun HAB. Þar af leiðandi er þessi 7% rennslisauki Með þessar staðreyndir á jöfnuði hitakostnaðar, eins og þær hafa verið framkvæmdar hér á Akra- nesi til þessa, fyllist maður vantrú á allar þær „leiðréttingar" og aftur „leiðréttingar“ sem hita- veitustjórinn talar um í grein sinni þann 10. janúar ’91 í Skaga- blaðinu í sambandi við mæla- væðinguna. Ég skora á kjörna fulltrúa okk- ar Akurnesinga í stjórn HAB, að standa fast á rétti okkar með til- komu nýja sölukerfisins. Hér með læt ég skrifum mín- um um HAB og stjórnanda hennar lokið að sinni. Gaman væri ef einhverjir sem teldu sig hafa þörf fyrir að tjá sig um þessi mál stingju niður penna. Eða er kannski allt í stakasta lagi í þessum málum? Grein hitaveitustjóra í síðasta blaði: Meinlegar villur Nokkrar meinlegar villur urðu við setningu greinar Ingólfs Hrólfssonar, hitaveitustjóra, í Skagablaðinu í síðustu viku. Um leið og hann er beðinn velvirð- ingar á þeim verður þess freistað hér að koma þeim hlutum grein- ar hans, sem brengluðust fyrir vikið, réttum til skila. Um vatnsnotkun í grein hita- veitustjóra sagði m.a. „Við hærri útihita er þess ekki að vænta að vatnsnotkunin sé minni.“ Þarna slæddist orðið ekki inn í setninguna og sneri því merkingu hennar algerlega við. í umfjöllun hitaveitustjóra um orkumæla fylgdi m.a. reiknifor- múla. Hún var röng í blaðinu en rétt er hún svona: Orkunotkun = 1,163 X (hiti inn - hiti út) X vatnsmagn. Loks varð villa í umfjöllun hitaveitustjóra um rennslismæla. Þar sagði: „Það má segja, að ef tekst að reikna út meðalinn- rennslishita í hús gefur rennslis- mælir með reiknaðri niðurstöðu sömu niðurstöðu." í stað orð- anna „reiknaðri niðurstöðu" átti að standa „reiknaðri leiðrétt- ingu“ Hlutfallsleg vatnspórf eins bygginga vid MISMUNANDI ÚTIHITA OG FRAMRENNSLISHITA VATNS. MlDAÐ ER ViÐ 60/40/-15 OFNAKERFI OG vatnsÞOrf mes 8C*C vatni notuo sem VIDMIDUN. 6o\ \65 70 75 80 óT- L 9 — Framre NNSLISHITI . *c -10 -5 0 5 lÍTIHITI, *C 10 15 Samstarf við Borgnesinga? Tillaga kom fram um það á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, að skipað yrði þriggja manna samstarfsráð Akraness og Borgarness. Ekki liggur enn ljóst fyrir með hvaða ætti verður skipað í þetta ráð en tillaga um stofnun þess kemur í kjölfar bréfs frá Borgnesing- um, þar sem þeir fara þess á leit við Akurnesinga að kaupstaðirnir efli samvinnu sín á milli. JÁRN—ÁL—RYÐFRÍTT STÁL Nýsmíði - viðgerðir - rennismíði , VÉLSMIÐJA Olafs R. Guðjónssonar SMIÐJUVÖLLUM 6 — SÍM113022 Málningarvinna Tek að mér alla alhliða málningarvinnu. Garðar Jónsson, málari Lerkigrund 1 — Sími 12646 Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 ALHLIÐA VIÐGERÐIR ÁSJÓOGÁLANDI Góð varahlutaþjónusta. VÉLKRAFTUR VALLHOLTI 1 — SÍMI 11477 (Við hliðina á skoðunarstöðinni) PÍPULAGNIR jói\ i;.iai:\i iiímaso.v Pípulat|nini>’amcí\(ari S12939 & 985 - 31814 DEB-þjónustan Powerplus — Mótorstillingar DA VID BUTT JABARSBRAUT 7 — SÍM113220

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.