Skagablaðið


Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 1
Milljóna « natjón varð í fáviðrinu a surmudagjwi Geysilegt eignatjón varð á húsið, sem var reyndar orðið lé- ._ Geysilegt eignatjón varð Akranesi í óveðrinu á sunnudag inn. Lætur nærri að það hlaupi á milljónum króna, jafnvel tugum milljóna. Skagablaðinu er aðeins kunnugt um eitt tilvik, þar sem maður slasaðist i ofsanum. Einn þeirra, sem vann við björgunarstörf, fékk fljúg- andi járnplötu í sig og skarst í andliti. Óveðrið á sunnudag er talið það versta sem gengið hefur yfir Akránes svo áratugum skiptir, jafnvel á öldinni. Stórskemmdir urðu á húseignum Heima- skaga, Trésmiðju Guð- mundar Magnússonar og Þorgeir & Ellerts. Þá flett- ist hiuti þaks Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar af. Hjá Heimaskaga fauk skýli, sem stóð við suður- gafl hússins í heilu Iagi, þeyttist yfir húsið, kubbaði í sundur ljósastaur á leið sinni, og hafnaði að endingu á götunni að norðanverðu. Hluti skýlisins fauk alla leið inn á stæðið hjá Olís neðst við Suðurgötu. Járn flettist af þaki húss Trésmiðju Guðmundar Magnús- sonar við Stillholt og fuku plöt- urnar undan veðrinu í átt að íbúðabyggðinni við Dalbraut. Ekki munu þó hafa orðið skemmdir á þeim af þessum sökum. Nærri lætur að tveir þriðju hlutar járnsins á þakinu hafi fokið af. Gamla skipasmíðaskemman hjá Þorgeir & Ellert varð mjög illa úti í veðrinu. Stórt gat kom á húsið, sem var reyndar orðið lé legt fyrir, og bíður þess varla annað en að verða rifið niður. Þá opnuðust vesturdyr nýja skip- asmíðahússins með þeim af- leiðingum að vindþrýstingurinn Pessar myndir voru teknar í fárviörinu á sunnuaginn. Á þeirri stœrri má sjá járnplötu á flugi við Höfðabraut og á þeirri minni er önnur plata á loftferð yfir bœinn. losaði um tvo fleka í þaki hússins, Talsverðar skemmdir urðu á bátum og skipum í höfninni er þeir börðust við bryggjurnar í óveðrinu. Kom allt fyrir ekki þótt skipin væru rammlegar bundin en venja ber til og menn væru á stöðugri vakt til þess að reyna að verja þau. Járnplötur fuku af mörgum húsum og þeyttust um bæinn eins og pappírssnifsi. A.m.k. í einu tilviki hafnaði járnplata á bifreið og skemmdi hana. — Sjá nánari umfjöllun og fleirí myndir af óveðrinu á bls. 4 og 5. Heyrði hvinogsá þakið koma fljúgandi að okkur“ Mildi má telja að Sverrir Sig- urðsson, starfsmaður Olís, skyldi ekki slasast á sunnudaginn þegar brak úr þaki pakkhúss Heima- skaga þeyttist yfir aðalbyggingu hússins og hafnaði að hluta á at- hafnasvæði Olís neðst við Suður- götuna. Sverrir var í bíl á stæðinu þegar brakið kom fljúgandi og hafnaði að hluta á bifreiðinni og Tjón á togumnum í höfninni í fárvirðinu á sunnudaginn; „Eigum eftir að kanna skemmdimar betur „Sem betur fer virðist ekkert stórvægilegt tjón hafa orðið á skipunum en við eigum eftir að kanna skemmdirnar betur,“ sagði Teitur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Heimaskaga hf., er Skagablaðið ræddi við hann. Fregnir höfðu borist þess efnis efnis að talsverðar skemdir hefðu orðið á Skipaskaga er hann harðist við bry ggjuna í ó veðrinu. Það eru helst bógskemmdir á skipunum, þar sem þau slóg- ust í hafnargarðinn. Það voru að sjálfsögðu vaktir í báðum skipunum og vélar þeirra voru keyrðar til þess að halda þeim að bryggjunni. Teitur sagði einnig, að hann hefði heyrt frá öðrum útgerð- armönnum að skip þeirra hefðu að mestu leyti sloppið við tjón í óveðrinu. skemmdi hana. Skagablaðið ræddi við Sverrri eftir ósköpin. Eg var nýlega búinn að binda niður fleka sem voru á plan- inu fyrir framan Olís húsið þegar björgunarsveitamaður kom til mín og benti mér á að þakið á sölubúðinni hjá Olís væri að losna frá. Við fórum strax þang- að á vörubifreið. Þegar við vor- um búnir að huga að því og ég var að bakka bílnum frá heyrði ég mikinn hvin og sá þá hvar helmingurinn af þaki pakkhúss- ins hjá Heimaskaga hf. hafði tek- ist á loft og stefndi að okkur und- an rokinu," sagði Sverrir. „Ljósastaur, sem varð fyrir þakinu, kubbaðist í tvennt og hluti þess lenti á götunni fyrir framan Olísplanið. Þegar ég sá síðan hvað verða vildi reyndi ég að bakka vörubílnum frá en þá skall þakið á planinu. Brak hent- ist utan í bílinn og beyglaði hurð- ina og skemmdi hluta af öðru brettinu.“ Brak úr þakinu braut auk þess þilið, þar sem skrifstofa OIís er, og rúður brotnuðu í bensístöð- inni. Sverrir sagði að atvikið hefði átt sér stað um tvöleytið þegar SV-áttin var hvað hvössust. Sagðist hann aldrei muna eftir öðru eins hvassviðri. Að sínu mati hefði þetta verið mun verra veður en óveðrið sem varð fyrir tíu árum og hefur síðustu dagana verið haft til viðmiðunar. Þannig var umhorfs á athafnasvœði Olís á sunnudaginn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.