Skagablaðið


Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 4
Skagabladid 4 Skaqabladið 5 Veðurofsinn á sunnudag sýndi okkur mannfólkinu hversu lítilmegn- ug við erum þegar náttúruöflin eru annars vegar. Hamfarir af þessu tagi eru sem betur fer sjaldgæfar á íslandi en það er sama hvað við reynum til að verjast, alltaf skulu náttúruöflin finna á okkur veikan blett. Tjón hér á Akranesi varð umtals- vert og Ijóst er að það skiptir milljón- um króna. Fólk slapp þó ómeitt úr þessum hildarleik ef undan eru skil- in meiðsl eins björgunarsveitar- manns. Má í raun telja mildi að ekki skyldu fleiri hafa slasast því svo margir voru á ferli — jafnvel þegar veðrið var hvað allra verst. Eðlisforvitni virðist okkur íslend- ingum í blóð borin. Þrátt fyrir viðvar- anir almannavarnanefnda og lög- reglu var forvitnin óttanum yfirsterk- ari þegar allt fór á tjá og tundur. Svo virtist sem almenningur gerði sér enga grein fyrir þeirri hættu sem að steðjaði. Þau ummæli forsætisráðherra í útvarpi í fyrradag, að ástæða væri til þess að athuga hvort bæta mætti þeim sem urðu verst úti í hamförun- um á sunudag tjón sitt hafa vakið at- hygli. í ummælum sínum vísaði ráðherrann til þess fólks sem varð verst úti og var ekki með neinar tryggingar. Hætt er við að það dragi dilk á eft- ir sér fari ríkisstjórnin að bæta ein- hverjum útvöldum tjón sitt af þeirri ástæðu einni að þeir voru ekki með eignir sínar tryggðar. Auðvitað finna allir til með því fólki sem varð illa úti í óveðrinu. Ekki bætir úr skák ef fólk hefur misst svo til aleigu sína án þess að hafa hana tryggða. Það réttlætir þó eng- an veginn að ríkisstjórnin taki í taumana og veiti einhverjum fé, öðr- um ekki. Nóg er ríkisforsjáin samt í þessu landi. Og hvar á svo að draga mörkin á milli þeirra, sem bæta á tjón og hinna, sem bera verða sitt tjón sjálfir? Eigendur verslana og þjónustu- fyrirtækja á Akranesi mega vera stoltir af því orðspori sem fer af þeim. Það er almannarómur, að þjónusta hér sé með miklum ágæt- um. Þeir, sem kannski geta best dæmt um þetta, eru höfuðborgarbú- ar. Þess eru mörg dæmi, að þeir Ijúki upp einum rómi yfir góðri þjónustu og afslöppuðu viðmóti. Þjónustu banka og opinberra stofnana á Akranesi er sömuleiðis mörgum flokkum ofar en það sem gerist á höfuðborgarsvæð- inu. Um það getur undirritaður vitnað. Akranes er eins og allt annar og betri heimur í því tilliti. Slíkt ber að þakka af heilum hug. Sigurður Sverrisson HáHan þríðja tíma suður Akraburgin setti á sunnudaginn met, sem senniiega verdur seint slegið. Skipið var hálfa þriðju klukkustund að sigla til Reykjavíkur. Þegur Ijóst var upp úr hádegi á sunnudag að verður kynni enn að versna var sú ákvörðun tekin að sigla fcrjunni til Reykja- víkur, þar sem er skjólbctri höfn. Akraborgin lagði því af stað um kl. 13.30 með storminn í fang- ið og kom ekki til hafnar í Reykjavík fyrr en um kl. 16. Um borð voru m.a. fjölmargir handknattleiksstrákar, sem höfðu verið að keppa á Akranesi, og vfst er að þessi sjóferð líður þeim sennilega seint úr minni. svo sjóveikir voru þeir margir. Bæjarbúar sýndu gáleysi Þrátt fyrir viðvaranir létu bæjarbúar þær sem vind um eyru þjóta og óku þvers og kruss um bæinn þegar veðrið var sem verst á sunnudaginn. Um þverbak keyrði þó fyrst þegar fregnir bárust af því að skýli, sem stóð á bak við Heimaskaga, hefði fokið yfir húsið og hafnað á stæðinu hjá Olís neðst á Suðurgötu. Áttu lögregla og björgunarsveitir fullt í fangi með að athfana sig vegna btla. sem áttu leið um svæðið. Gísli Gíslason, bæjarstjóri og formaður Almannavarnanefndar Akrancss, sagði það miður að fólk sinnti ekki þeim viðvörunum sem gefnar væru út því um tíma hefði sannkallað hættuástand ríkt í bænum. „Það þarf ekki að taka það fram, að ef brakið frá Heimaskaga hefði t.d. lent á einhvcrjum þeirra fjölmörgu bíla, sem voru á ferðinni, hefðu björgunarmenn orðiö að tefla í tvisýnu til þcss að koma viðkomandi til hjálpar," sagði Gísli. Rafhlöður víða uppseldar „Fátt er svo með öllu illt...“ segir í gömlu máltæki og það átti svo sannarlega við í rafmagnsleysinu á sunnudaginn. Sannkölluð uppgrip voru hjá sjoppueigendum í sölu rafhlaða. Seldust þær ýmist upp í sjoppnunum eða mjög gckk á birgðir. Ástæðan fyrir rafhlöðukaupunum var augljós, ekkert rafmagn og allir vildu fylgjast með gangi mála í gegnum ferðaútvarpstæki. Vemlegt eignatjón í fárviðnnu á sunnudag Erfitt er að meta til fulls það tjón sem varð í fárviðrinu, sem gekk yfir bæinn á sunnudaginn. Ljóst er að það er mun meira en í fyrstu var talið því enn eru skemdir að koma í Ijós. Hér í opnunni getur að líta myndir, sem teknar voru í mesta ofsanum á sunnudaginn. Þær segja í flestum tilvikum meira en mörg orð cn hcr á opnunni eru einnig styttri frásagnir af ýmsum atburð- um er tengdust þessu mikla óvcðri. Þótt hér sé reynt að tína til flest það sem Skagablaðið hefur haft spurnir af en vafalítið verður margt útundan. f versta falli gefur þessi umfjöllun þó einhverja mynd af því sem gekk á. Löareglan var veðurteppt LögreglumemiDæjarins voru flestir illa íjarri „góðu gamni“ á sunnudaginn. Þeir voru þó löglega forfallaðir. Þeir brugðu sér til Reykjavíkur á laugardaginn til þess að halda árshátfð og voru síðan veðurtepptir þar þegar óveðrið skall á. Trúir köllun sinni reyndu verðir laganna að komast fyrir Hval- fjörð á sunnudaginn en urðu áð leita skjóls á sveitabæ. Þeir kom- ust á endanum til Akraness en ekki fyrr en veðrið gekk niður. Svo vitlaust var veðrið þegar þeir voru á ferð í Hvalfirðinum að flygsur úr slitlagi vegarins rifnuðu hreinlega upp. Ein slík þeyttist í afturrúðuna á bíl eins lögreglumannsins og þannig að hún möl- brotnaði. Vegna þessarar ófyrirséðu fjarveru flestra lögreglumanna bæjarins var gripið til þess ráðs að kalla út þá sem m.a. höfðu gegnt sumarafleysingum og létu þeir hendur standa fram úr ermum. Kirkjukrossinn fauk ekki Margir hafa veitt því athygli að Ijóskrossinn á Akraneskirkju er ekki lengur á sínum stað. Hann fauk þó ekki í óveðrinu. Krossinn er í viðgerð um þessar mundir og var tekinn niður fyrir nokkru. Hann verður því væntanlega settur upp þegar viðgerð er lokið og ekki er hávaðarok. Rúða í stofuglugga í íbúð fjölbýlishúss við Höfðabraut lét undan vind- þunganum. Stofumða lét undan rokinu Stofurúða í blokkaríbúð við Höfðabraut lét undan vindþungan- um á sunudag með þeim afleiðingum að talsvcrt tjón varð á við- komandi íbúð. Snarar hendur voru viðhafðar til þess að reyna að afstýra mcira tjóni með því að flytja til muni úr stofunni og loka öll- um innihurðum. Sogið í íbúðinni var hins vegar slíkt að margra manna afl þurfti til þess að halda einni hurðinni aftur. Þegar brugðið var á það ráð að reyna að binda hana aftur brotnaði hurðarhúnninn hreinlcga af. Um síðir tókst þó að loka hurðinni. Neglt fyrir gluggann í versluninni Ösk eftir að rúðan hafði brotnað. Gamla skipasmíðastöðin hjá Porgeir & Ellert er gerónýt eftir veðurofsann. Hluti járns á húsþaki við Suður- götu rifnaði af í bálinu og fuku plöturnar þvert yfir gamla bœinn, allt niður á Krókatún. Bátaeigendur stóðu í ströngu við að bjarga fleyum sínum í höfninni á sunnudaginn. Einkennileg þögnríkti Á sama tíma og nær stöðug- ar fregnir bárust af ástandinu víð um land í rikisútvarpinu ríkti einkennileg þögn um hvernig málum var komið á Akranesi. Margir hafa koniið aö máli við Skagablaðið vegna þessa og furðað sig á þessu. Ríkisútvarpið hafði cinu sinni samband við Gtsla Gíslason, bæjarstjóra, sem jafnframt er formaðúr Almannavarna- nefndar Akraness, en það var allt og sumt. Þá eru margir óhressir með hversu litlar fregnir bárust af ástandi raforkumála. Bærinn var án rafmagns í 9 klukku- tíma, sem er óvenjulega lang- ur tími. Ekki var hægt að „kúpla" Andakílsvirkjun inn á sunnudaginn þannig að bærinn var án rafmagns frá 10 að morgni til kl. 19 um kvöldið. FjökHmanns við björgun Allt tiltækt lið björgunar- sveitarmanna, bæjarstarfs- manna, lögreglu og slökkviliðs var allan sunnudaginn við björgunarstörf. Stjórnstöðvar voru settar upp á lögreglustöðinni og í áhaldahúsi bæjarins og var í nógu að snúast. Einn björgunarmannanna var svo óheppinn að skerast í andliti er hann varð fyrir fljúg- andi járnplötu. Meiðsli hans munu þó ekki vera alvarleg. Klœðing þessa húss við Jaðarsbraut flettist af í rokinu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.