Skagablaðið


Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 6
6 Skaaablaðið Nágramaslagur í körfunni annað kvöhfc Hvað gerir Gísli við „Skallana“? Hvað gerir bæjarstjórinn gegn Skallagrími annað kvöld? Þetta er sú spurning sem brennur á vörum körfuknattleiksunnenda eftir að Gísli Gíslason tók fram keppnisskóna að nýju. Gísli dró sig í hlé frá körfuboltanum fyrir nokkrum árum en er nú genginn til liðs við Skagamenn á ný fyrir lokasprettinn í 1. deildinni. eikur Skagamanna og Skalla- gríms annað kvöld kl. 20.30 hefur gífurlega þýðingu fyrir Akranesliðið eins og reyndar all- ir þeir leikir sem eftir eru í deild- inni. Með sigri styrkja Skaga- menn stöðu sína verulega sam- hliða því að veikja stöðu Borg- nesinganna. Sem stendur er Víkverji í efsta sætinu og hefur tapað þremur leikjum. Lið Víkverja skipa leik- menn, sem fyrst og fremst stunda körfubolta til þess að hafa gaman af, og ætla sér ekki upp úr deild- inni. Möguleikar Skagamanna eru því góðir á sigri í deildinni vinni þeir fimm síðustu leiki sína. Staðan í 1. deildinni er nú þannig eftir leik Skallagríms og UÍA á mánudag. Gísli Gíslason í leik neð Skaga- mönnum er hann var ungur og efnilegur. Hann er enn efnilegur. Félag L U T Stig Víkverji 9 6 3 12 UÍA 10 6 4 12 Skallagrímur 8 5 3 10 (S 8 4 4 8 Akranes 7 3 4 8 Breiðablik 8 3 5 6 Reynir 8 2 6 4 Saltkjöt og baunir. Kr. 630,- MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR: 14. FEBRÚAR: ..U.CI.../...aoa.ai. og kartöflum. Verd kr. 730,- FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR: A INNIFALIN M/ÖLLUM RÉTTUM Te & Kaffistofan Sími 13093 Endurskoðunarþjónusta Endurskoðun — Bókhaldsþjónusta Virðisaukaskattsuppgjör — Skattaráðgjöf SrðÐ-endurskoðun hf. SMK9JUV0LLUM 9, AKRANNESI, SIM11-18-15 Sig. Heidar Steindorsson, lögg. endurskobandi Viðtalstímar eftir samkomulagi. V/eisluþjónusta STROMPSINS Tökum að okkur allar veislur og mannfagn- aði. Upplýsingar ísfmum 12020 og 11414. Gerum allt hreint ★ Alhliða hreingerningar ★ Djúphreinsun á teppum og húsgögnum ★ Bónþjónusta IALUR GUNNARSS0N Vesturgötu 163 S* 11877 & 985-32540(Bílasími) Öll blikksmíði Smíðum einnig úr járni, áli og ryðfríu stáli. BLIKKVERK SF. ÆGISBRA.UT 23 S* 11075 Öll almenn liósmyndun Opið virka daga frá kl. 14,00 til 17,00 og eftir samkomulagi. Símar 12892 & 12129 (símsvari). UÓSMYNDASTOFA AKRANESS VESTURGÖTU 35 (FRÓN) Spónaplötur, allar þykktir ■ Krossviður, þakjárn og stál ■ Margskonar byggingavörur ■ Alhliða byggingaþj ónusta TRÉSMIÐJA SIGURJÓNS & ÞORBERGS ÞJÓÐBRAUT 13 — SÍMI 11722 1. deildin í körfuknattleik: Sarmfærgndi sigur á UIA Skagamenn unnu sannfærandi sigur á UIA í 1. deild Islands- mótsins á laugardag, 81: 76, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 50 : 41 i leikhlci. Sigurínn var all- an tímann öruggur og um tíma leiddu Skagamenn með 15 stiga mun, 72 : 57. Knattspyvnufélag ÍA: Herrakvöld 15. febrúar Knattspyrnufélag ÍA gegnst fyrir herrakvöldi í annað sinn föstudaginn 15. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni veðrur það haldið í Hótel Akraness. eiðursgestur kvöldsins verður Ellert B. Schram, ritstjóri DV og fyrrum for- maður KSÍ. Fyrsta herrakvöldið var haldið í Miðgarði í fyrra og komust þar færri að en vildu. Fastlega er búist við enn meiri aðsókn í ár. Sigurinn á laugardag var Ak- urnesingum ákaflega mikil- vægur í hinni hörðu keppni deildarinnar. Ekki spillti fyrir að UÍA vann Skallagrím svo á mánudagskvöld með eins stig mun í miklum baráttuleik. Deildin er því opin upp á gátt því ekkert lið hefur tapað færri en þremur leikjum og Skagamenn eru með fjögur töp á bakinu. Þrátt fyrir að vera svefnlaus með 39 stiga hita lék Doug Smith með Skagamönnum og skoraði 17 stig. Eftir leikinn fór hann beint í rúmið. Elvar Þórólfsson var ann- ars stigahæstur Skagamanna með 21 stig. Aðrir sem skoruðu voru: Egill Fjeldsted 12 stig, Garðar Jónsson 12, Kristján Olafsson 7, Jóhannes Helgason 6, Gísli Gísla son, Egill Ragnarsson og Heimir Gunnlaugsson 2 stig hver. Félagsnúmerið Tipparar eru minntir á að gleyma ekki að geta félags- númers ÍA, 300, þegar þeir skila inn getraunaseðlum sínum. Með því fær ÍA ákveðna þóknun af hverri röð. Halldór Sigurjónsson ætlar að reynast sleipari en margan grun- aði því hann vann aðra viðureign sína í röð um helgina er hann lagði Jóhönnu Einarsdóttur að velli með minnsta mun, 4 : 3. Næsti áskorandi Halldórs er Guðný Ársælsdóttir, sem er lands- kunn fyrir áhuga sinn á knattspyrnu. Hún segist þó ekki tippa mikið og reyndar ákaflega sjaldan. Hún var ekki bjartsýn á góðan árangur, sagðist hafa allt of margra hagsmuna að gæta við útfyll- ingu seðilsins. Við sjáum hvað setur. Halldór Guðný Arsenal — Nottm. Forest 1 1 Coventry — Luton 1 1 Crystal Palace — Tottenham 2 1 Derby County — Norwich City X 2 Liverpool — Everton 1 1 Manch. City — Chelsea X X QPR — Aston Villa X 2 Sunderland — Wimbledon X 2 Millwall — Charlton 1 X Oldham — Middlesbrough 1 1 Plymouth — Wolves 2 X West Ham — Newcastle 1 1

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.