Skagablaðið


Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 7
Skaaablaðið 7 Tíu ára afmæli Uonessuklúbbs Akraness: Ljónhressar Uonessur Lionessuklúbbur Akraness fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 19. janúar síðastliðinn. Alls eru 50 konur í klúbbnum en hann var á sínum tíma stofnaður af 29 konum. ormaður klúbbsins er Ásta Björg Gísladóttir. Markmið félagsskaparins er að vinna að líknarmálum og hafa bæði ein- staklingar og stofnanir notið góðs af fjáröflun hans. Margt góðra gesta var á af- mælishátíðinni, m.a. konur úr Lionessuklúbbnum Öglu í Borg- arnesi, formaður Lionsklúbbs Akraness, Þorgeir Jósefsson, „guðfeður" Lionessuklúbbsins þeir Gunnar Elíasson og Guð- mundur Pálmason ásamt fyrsta tengilið við klúbbinn, Eiríki Þor- valdssyni, svo einhverjir séu nefndir. Að sögn Ástu Bjargar, formanns, var boðið upp á „meiriháttar matarveislu" á Hótelinu í tilefni áfangans. Boð- ið var upp á skemmtiatriði, dans- hópur frá Dansskóla Jóhönnu Árnadóttur sýndi dans og söng- hópurinn Sólarmegin söng. Þá voru stofnfélagar heiðraðir. Fyrsti fomaður Lionessanna var Margrét Guðbrandsdóttir, en nú eru í stjórninni auk Ástu þær Jónsína Ólafsdóttir, Jónína Fin- sen og Halla Jónsdóttir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á afmælishátíðinni og ef marka má svipinn á flestum virð- ist hafa verið heljarmikið fjör laugardagskvöldið 19. janúar sl. Ásta Björg, formaður Lionessa, Gunnar Elíasson og Jónína Finsen. Kristín L. Gísladóttir, Edda Guðmundsdóttir og Dröfn Einarsdóttir. Sólrún Engilbertsdóttir, Sigþóra Gunnarsdóttir og Ingibjörg Rafnsdóttir, Þóra Björk Kristinsdóttir, Margrét Guðbrandsdótt- Sigríður Árnadóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir og Sig- ir og Hrafnhildur Hannibalsdóttir. ríður Sigusteinsdóttir. Petrea Kristín Karlsdóttir, Ólöf Hjartardóttir og Sólrún Guðleifsdóttir, Hrönn Rikharðsdóttir, Sig- Guðrún Finnbogadóttir. ríður Gunnarsdóttir og Oddný Valgeirsdóttir. Akraneskirkja Laugardagur 9. febrúar Kirkjuskóli yngstu barnanna í umsjá Axels Gústafssonar í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13.00. Sunnudagur 10. febrúar Bamaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Biblíudagurinn. Við messuna flytur kirkju- kór Akraness kórverk eftir Palestrina, Resinarius, Þorkel Sig- urbjörnsson o. fl. Leikin orgeltónlist eftir Buxtehude. Föstudagur 8. janúar Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið íyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. ATH! Breytt dagsetning. SÓKNARPRESTUR Höfum flutt tann- læknastofu okkar af Kirkjubraut 40 að Laugarbraut 11. Sími 11385. TANNLÆKNASTOFAN SF. Ingjaldur Bogason, tannlæknir Lárus Arnar Pétursson, tannlæknir

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.