Skagablaðið


Skagablaðið - 14.02.1991, Síða 1

Skagablaðið - 14.02.1991, Síða 1
„Umférðaljósagatnamótin“ Þrír harðir árekstrará tíudögum Þrír harðir árekstrar hafa orð- ið á gatnamótum Stillholts og Kirkjubrautar/Kalmansbrautar á skömmum tíma, þar af tveir eftir að umferðarljósin fóru úr sam- bandi í óveðrinu um fyrri helgi. Mikið eignatjón varð í þess- um þremur árekstrum og meiðsl urðu á fólki í tveimur til- vikum. Svanur Geirdal, yfirlögreglu- þjónn, sagði í samtali við Skaga- blaðið að leiða mætti líkur að því að tveir síðari árekstrarnir hefðu ekki orðið ef umferðarljósin hefðu verið virk. Sagði hann ákaflega brýnt að fá þau í gagnið á ný eða í það minnsta gul blikk- andi ljós sem vektu athygli öku- manna. Það fór tæpast framhjá nokkrum manni á Akranesi að Öskudagurinn var í gær. Heil- ar hersingar skrautlegra klæddra ungra bama þrömm- uðu um bæinn, heimsóttu fyrirtæki og sungu af krafti. Ritstjórnarskrifstofa Skaga- blaðsins fór ekki varhluta af hersingunni og var stöðugur straumur barna inn til okkar. ÖIl sungu þau af innlifun og lagaúrvalið var fjölbreytt. „Hafið bláa hafið“ var vinsæl- ast en „Kátir voru karlar“, „Öxar við ána“ og „Gamli Nói“ heyrðust einnig oft. Stóra myndin er af hópi barna sem kom til okkar upp úr hádeginu en sú minni var tekin á Öskudagsdansleik í Arnardal. Samninoar um kau ammngar uir ÞvestiriU48 Samningar hafa tekist á milli Hafarnarins og Rækjuvers á Bíldudal, eigenda togarans Þrastar HU 48, um kaup á skip- inu hingað til Akraness. Er Skagablaðið hafði samband við Guðmund Pálmason, fram- kvæmdastjóra Hafarnarins, í morgun kvaðst hann aðeins bíða SjáHstæðisflokkurínn: FramboðS' listinn ákveðinn Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Yesturlandi gekk á sunnudag formlega frá framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Ein breyting er á röð fimm efstu manna. Sigrún Símonardóttir kemur inn í 5. sætið. Röð fjögurra þeirra efstu er hins vegar sú sama og í prófkjöri flokksins, þ.e. 1. Sturla Böðvarsson, 2. Guðjón Guðmundsson, 3. Elínbjörg Magnúsdóttir og 4. Sigurður Friðjónsson. formlegrar staðfestingar á kaup- unum og að líklega yrði gengið endanlega frá málinu fyrir helg- ina. Þröstur HU 48 er 230 lesta togari og hefur verið gerður út frá Blönduósi, aðallega á rækju. Hann hét áður Jökull SH. Togarinn er með 1300 þorsk- ígilda kvóta. Afhending hans verður fljótlega. Þar með er far- sæll endir bundinn á margra mánaða leit Hafarnarmanna að togara. Guðmundur sagði í samtali við Skagablaðið, að koma togarans kæmi til með að breyta miklu fyr- ir Haförninn. Hinn togari fyrir- tækisins, Höfðavíkin, er með 2150 þorksígilda kvóta þannig að nærri lætur að um 60% kvóta- aukningu sé að ræða með kaup- unum á Þresti. Vöntun á afla til vinnslu hefur háð Haferninum mjög undanfar- in misseri. Fyrirtækið hefur yfir að ráða mjög fullkomnu fisk- vinnslukerfi og getur afkastað mun meiru en það gerir í dag. Vart þarf að fjölyrða um hin jákvæðu áhrif þessara togara- kaupa á atvinnulífið hér á Akra- nesi. Koma skipsins er enn ein staðfesting þess að hjól atvinnu- lífsins eru sem óðast að komast á fulla ferð. Þetta verður aldrei stórvertíd - segir Valdimar Indriðason hjá SFA um loðnuveit'ðina, sem virðist ætla að bregðast „Við viljum vera bjartsýnir ennþá, en ég held að það liggi nokkuð ljóst fyrir að þetta verð- ur aldrei stórvertíð,“ sagði Valdi mar Indriðason, framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar í samtali við Skaga- blaðið. Þar sem kvóti loðnuskipa frá Akranesi er hvað stærstur á landinu var Valdimar spurður að því hvort þetta kæmi ekki veru- lega niður á Skagamönnum. „Þetta kemur niður á þeim fyrirtækjum sem að þessu standa eins og síldaverksmiðjunni og verður þegar að afskrifa hluta af þeim afla sem vonast var eftir. Loðnuskipin hjá SFA eru með tæplega tuttugu þúsund tonna kvóta. Víkingur með 11.800 tonn og Skarðsvíkin með 8.800 tonn. í þeim tveimur veiðiferðum sem Víkingur hefur farið eftir ára- mót, hefut hann fengið samtals 2.700 tonn. Af því hefur hann landað í heimahöfn um 1900 tonnum og um 800 tonnum á Eskifirði.“ Valdimar sagði að ráðherra tæki ákvörðun um það í vikunni hversu mikið yrði leyft að veiða af þeim 450.000 tonna loðnua- kvóta, sem fannst nú nýlega. Sagði hann menn vonast eftir að úthlutuninn yrði 150.000 tonn. Á meðan biðu loðnuveiðiskipin hér á Akranesi eftir úthlutun-

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.