Skagablaðið


Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 5
4 Skagablaðið Skagablaðið 5 Vart verður annað sagt en hús- næðismál ríkisstofnana á Akranesi séu ófullnægjandi. Þar er nánast sama hvert litið er. Þrátt fyrir umkvartanir forsvars- manna þessara stofnana hefur ekkert breyst til batnaðar í mörg ár. Sívaxandi kröfur almennings um aukna þjónustu af hálfu ríkisins gera það að verkum að stöðugt verður erfið- ara að reka ríkissjóð. Gildir þá einu þótt stöðugt sé reynt að finna upp nýja skatta og álögur. Hallinn á ríkissjóði eykst með ári hverju. Erfiðleikar ríkisins speglast ákaflega vel í ástandi húsnæðismála ríkisstofn- ana hér á Akranesi. Bæjarfógetaem- bættið býr við mikil þrengsl á efstu hæð Landsbankahússins. Héraðsdómara- embættið hefur aðstöðu á sama stað og er hún jafnvel enn bágbornari. Skattstofan er í leiguhúsnæði á efstu hæð Búnaðarbankahússins. Þar eru þrengsl kannski ekki eins mikil og hjá fógeta en húsnæðið engu að síður þröngt. Fleiri ríkisstofnanir búa við þröngan og úreltan húsakost, t.d. bæði sjúkrasamlagið og vinnueftirlitið svo dæmi séu nefnd. Aðstaða lögreglunnar er þó sennilega sú allra lakasta. Þar er húsnæðið fyrir löngu úr sér gengið og þrengslin með ólíkindum. Eins og staða mála er nú bendir ekkert til annars en lögreglan verði á götunni þann 1. apríl nk. Leigu- samningur hennar að Kirkjubraut 8 rennur þá út. Sex vikur eru þar til lögreglan á að rýma bækistöðvar sínar. Enn hefur ekki verið hafist handa við innréttingu nýrrar lögreglustöðvar að Þjóðbraut 13, sem ríkið keypti þó fyrir hartnær þremur árum. Má teljast kraftaverk ef hægt verður að koma því húsnæði í viðun- andi horf fyrir tilskilinn tíma. Slæmt ástand í húsnæðismálum ríkis- ins er ekki ný bóla. Enn eitt dæmið um bága aðstöðu var bifreiðaeftirlitið á með- an það varog hét. Stofnun Bifreiðaskoð- unar íslands, þess mjög svo umdeilda fyrirtækis, leysti hins vegar þann vanda. Segjast verður starfsmönnum framan greindra stofnana til hróss, að þolgæði þeirra virðist með eindæmum þótt lang- lundargeðið hljóti óneitanlega að fara að orka tvímælis þegar ekkert breytist til batnaðar á húsnæðissviðinu svo ára- tugum skiptir. Auðvitað eiga opinberir starfsmenn skattstofu, lögreglu, bæjarfógeta, sjúkra- samlags, vinnueftirlits og fleiri sem svip- að er ástatt fyrir að taka sig saman og krefjast úrbóta. Eina eðlilega lausnin er bygging þjónustumiðstöðvar ríkisstofn- ana, þar sem bæjarbúar geta sinnt erind- um sínum á einum og sama staðnum. Til þessa hefur hið opinbera skellt skollaeyrum við öllum umkvörtunum. Kannski að ráðamenn leggðu við eyrun ef víðtæk samstaða næðist á meðal ríkisstarfsmanna á Akranesi um kröfur um úrbætur? Sigurður Sverrisson Gumar Ólafsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Bióhallarinnar, i samtali við Skagabtaðið: „Með ákveðnar hugmyndir um hvemig má auka aðsóknina að Bíóhöllinni“ Gunnar Ólafsson á sviði Bíóhallarinnar með tóman salinn að baki. Hann segist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig glœða megi aðsóknina. „Með því að ráða mig til Bíó- hallarinnar er ég að koma aftur á minn gamla vinnustað,“ sagði Gunnar Ólafsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Bíóhallarinnar, í samtali við Skagablaðið þegar við litum inn hjá honum í síðustu viku og spjölluðum við hann. Á meðan samtalinu stóð skemmti Steve Martin um 20 ungum bíógestum í gamanmyndinni „My Blue Heaven.“ „Ég var búinn að starfa hérna í sex ár hjá honum Jóhanni Jóhannssyni og aflaði mér á þeim tíma sýningarréttinda, þannig að ég þekki mig vel hér.“ Gunnar sagði að til þess að ná sýningarréttindum þyrfti að hafa að baki 500 sýningartíma og sækja síðan lokanámskeið sem fram fer í Reykjavík. Það leið aðeins eitt og háíft ár frá þvi að Gunnar hætti þar til hann sneri aftur í Bíóhöllina. Ákveðnar hugmyndir „Ég er mjög ánægður með það að vera kominn hingað aftur og er nú þegar kominn með ákveðn- ar hugmyndir um það hvernig hægt er að auka aðsóknina að Bíóhöllinni — fá fólk til þess að koma aftur í bíó. Þessi áform verða kynnt nánar síðar. Bíósókn Skagamanna hefur dregist mjög saman og þykir það bara góð aðsókn þegar að um 60 til 70 manns koma í bíó á einu kvöldi. Þarna er átaks þörf, því eins og flestir vita er það ekki sambærilegt að fara í bíó og sjá kvikmynd á breiðtjaldi og með fullum hljóðstyrk í fullkomnu hljómflutningskerfi eða horfa á sömu mynd af sjónvarpsskjá." Gunnar sagði, að auk þess að sjá um hinn almenna daglega rekstur á Bíóhöllinni stjórnaði hann sýningarvélunum aðra hverja viku á móti Jóhanni Jó- hannssyni, sem væri einnig kom- inn aftur til starfa hjá Bíóhöll- inni. Auk Jóhanns starfa þrjár aðrar manneskjur í Bíóhöllinni, við miða- og sælgætissölu og svo við þrif. Á hverju sýningarkvöldi eru tvær manneskjur á staðnum, nema á fimmtudagskvöldum og sunnudagskvöldum þá eru þær þrjár enda eru þetta vinsælustu bíókvöldin. Heldur betur er að lifna yfir fæðingardeildinni á Sjúkrahúsi Akraness eftir afskaplega rólegan janúarmánuð. Þessi börn hafa heilsað upp á hana veröld síðustu dagana. 31. janúar: stúlka, 3470 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson, Arnar- kletti 16, Borgarnesi. 3. febrúar: stúlka, 3250 g að þyngd og 50 sm á lengd. Foreldrar: Áslaug Jóna Skúladóttir og Sigurður Jónasson, Vesturgötu 97, Akranesi. 3. febrúar: stúlka, 4480 g að þyngd og 58 sm á lengd. Foreldrar: Brynja K. Jósefsdóttir og Rúnar Óskarsson, Einigrund 2, Akra- nesi. 4. febrúar: stúlka, 4270 g að þyngd og 53 sm á lengd. Foreldrar: Arndís Magnúsdóttir og Þröstur Pálmason, Borgarholtsbraut 78, Kópavogi. 7. febrúar: stúlka, 3245 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Sigríður Magnúsdóttir og Jón Örn Pálsson, Andakílsárvirkjun. 7. febrúar: drengur, 3920 g að þyngd og 55 sm á lengd. Foreldrar: Sólborg Ingjaldsdóttir og Éinar G. Hreinsson, Jörundarholti 174, Akranesi. 8. febrúar: stúlka, 3140 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Daðey S. Einarsdóttir og Arnar Smári Ragnarsson, Jörundarholti 116, Ákranesi. 8. febrúar: drengur, 4280 g að þyngd og 55 sm á lengd. Foreldrar: Olil Amble og Gísli Gíslason, Stangarholti, Borgarhreppi. 8. febrúar: stúlka, 3315 g að þyngd og 51 sm á lengd. Foreldrar: Berglind Guðmundsdóttir og Þráinn Þórarinsson, Merkigerði 4, Akranesi. 9. febrúar: drengur, 4015 g að þyngd og 52 sm á lengd. Foreldrar: Ásgerður G. Asgeirsdóttir og Pálmi Jóhannsson, Geitabergi, Hvalfjarðarströnd. 10. febrúar: drengur, 3730 g að þyngd og 54 sm á lengd. Foreldr- ar: Hólmfríður Guðmundsdóttir og Sævar Sigurðsson, Garða- braut 45, Akranesi. 11. febrúar: drengur, 2445 g að þyngd og 47 sm á lengd. Foreldr- ar: Helle Larsen og Júlíus Árni Rafnsson, Kveldúlfsgötu 26, Borgarnesi. Þau settu Akranesmetin. F.v.: Berglind, Karl og Rakel. Áimamsmótfö í sundi um helgina: Fjðgur Akranesmet voru sett á mótinu Fjögur Akranesmet féllu á Ár- mannsmótinu í sundi, sem fram fór í Reykjavík um helgina. Fimmtán sundmenn frá Akra- nesi, þar af 6 12 ára og yngri, kepptu á mótinu. Nokkrir þeirra náðu lágmörkunum fyrir Innan- hússmeistaramótið, sem fram fer innan skamms. erglind Fróðadóttir setti tvö Akranesmetanna sem féllu. Hún keppir í flokki meyja. Hún synti 50 m skriðsundið á 33,03 sek. og 100 m skriðsundið á 1:12,90 mín. Rakel Karlsdóttir, sem einnig keppir í meyjaflokki, setti Akranesmet í 200 m fjór- sundi, synti á 2:58,92 mín. Þá setti Karl K. Karlsson sveinamet í 50 m skriðsundi, synti á 32,09 sek. Einn þeirra sundmanna sem náði lágmörkunum fyrir IMÍ var Hallur Þór Sigurðsson. Hann náði mjög góðum árangri í 400 og 1500 m skriðsundi. Árangur hans í síðarnefndu greininni er sá besti á meðal sundmanna lands- ins fæddir 1976. „Krakkarnir stóðu sig flestir mjög vel og ég vil einnig nefna Benedikt Jón Sigmundsson, Margréti Guðbjartsdóttur og Dagnýju Hauksdóttur,“ sagði Steve Cryer, þjálfari. „Framfar- irnar voru 54%, þ.e. bæting í 34 greinum af 63. Ég er ánægður með krakkana.“ Viðhald orðið brýnt Á síðasta ári varð mikil um- ræða í bæjarstjórn um fjárhags- vanda Bíóhallarinnar og þá sér- staklega um viðhald hússins sem var orðið mjög brýnt. „í áætlun fyrir viðhald á Bíó- höllina er gert ráð fyrir að um 21 milljón króna þurfi til verksins. f ár er gert ráð fyrir um 2 milljón- um á fjárhagsáætlun bæjarins til viðhalds," sagði Gunnar „Það sem brýnast er að gera í ár er við- gerð á húsinu að utan til þess að forða því frá skemmdum. Húsið er sprungið og illa farið og verð- ur farið í það verk strax í vor. Einnig er orðið mjög aðkallandi að bæta hreinlætisaðstöðuna. En það er samt margt sem búið er að gera fyrir húsið nú þegar. Það er búið að skipta um gluggapósta og gler á framhliðinni. Þá er búið að bæta aðstöðuna fyrir Skagaleik- flokkinn, sem hann hefur undir leiksviðinu og ýmislegt fleira.“ Daglegt samband Að endingu langaði okkur að forvitnast um það hjá Gunnari hvernig það gengur fyrir sig að fá kvikmynd til sýninga í Bíóhöll- inni. „Það gengur þannig fyrir sig að ég hef samband nánast á hverj- um einasta degi við kvikmynda- húsin í Reykjavík og spyrst fyrir um ákveðnar myndir, sem ég reyni að fá til sýninga hverju sinni. Ef þær myndir, sem ég hef mestan áhuga að ná í, eru ekki fáanlegar þá reyni ég að fá þær myndir sem ég tel að standi þeim næst í vinsældum. Þeir sjá síðan um að senda mér myndirnar hingað uppeftir með Akraborg- inni. Leiga á kvikmyndum er mjög breytileg. Það fer algerlega eftir vinsældum myndarinnar. Eftir því sem hún er vinsælli því dýrari er hún og hjá sumum aðilum borgum við prósentur af inn- komu. Þetta fyrirkomulag á sér- staklega við hjá Bíóhöllinni og Bíóborginni í Reykjavík. Yfir- leitt fáum við myndirnar mjög fljótt hingað uppeftir eftir að hætt er að sýna þær í höfuðborg- inni. Sem dæmi má nefna mynd- ina, sem við erum að sýna núna, „My Blue Heaven“. Hún kemur beint úr Reykjavík. Ég tel hins- vegar að tilkoma litlu sýningar- salanna hjá kvikmyndahúsunum í Reykjavík hafi slæm áhrif á kvikmyndahúsin á landsbyggð- inni. Eftir að kvikmyndahúsin fyrir sunnan eru búin að sýna myndina í sínum aðalsal færa þau hana í litlu salina og þar get- ur hún gengið mánuðum saman þar til hún loks losnar til sýninga utan Reykjavíkur. Þá hefur myndin í sumum tilfellum misst marks.“ Engu gleymt Gísli Gíslason, bæjar- stjórí, sýndi í leik Skaga- manna og Skalla á föstudag að hann hefur litlu gleymt. Hann skoraði 6 stig í leikn um, þar af eina þriggja stiga körfu í síðari hálfleikn- um á mikilvægu augnabliki. KristjánSv. sölukóngur Umboð Samvinnuferða/ Landsýnar hér á Akranesi reyndist söluhæsta umboð ferðaskrifstofunnar úti á landi. Umboðsmaður er hinni góðkunni og síhressi Kristján Sveinsson. Mikil samkepni ríkir á milli umboðanna úti á landi og hefur Akranesum- boðið oftast verið í toppbar- áttunni ásamt umboðunum í Keflavík, Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði. Svo var einn ig í fyrra en eftir 70% sölu- aukningu á milli árana 1989 og 1990 stóð Akranesumboð- ið uppi í fyrsta sætinu. Sveit Sjóvá/ Almennra efst Sveit Sjóvá/Almennra er í efsta sæti Akranesmótsins í sveitakeppni í bridge þegar fímm umferðum er lokið af níu. Tryggingarfélagssveitin er með 106 stig, fimmtán stigum meira en sveit Hreins Björnssonar, sem er með 92 stig. Sveit Þórðar Elíassonar er í 3. sæti með 83 stig. Vestur- landsmótí tvímenningi Vesturlandsmótið í tví- menningi verður haldið í Borgarnesi þann 2. mars nk. Spilaður verður Baró- meter tvímenningur. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 26. fe- bruar í síma 11080 (heima- sími) eða 12994 (vinnusími). Glæsilegt einbýlishús Glæsilegt gamalt einbýlishús er til sölu. Húsið er nýupp- gert. Upplýsingar í síma 11660. YKKAR HAGUR — OKKAR METNAÐUR Höfum opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9.00 -18.30. Föstu- daga frá kl. 9.00 - 19.30. Laugardaga frá kl. 11.00 - 17.00. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ! H0RNIÐ Vesturgötu 48 — Sími 13116 Heimilislegt í hádeginu MÁhUDAQUR Mautapottréttur m/hrísgrjónum og salatí kr. 670,- ÞRIÐJUDAGUR 5teiKtar kjötbollur m/kartöflum og grænmeti kr. 450,- MIÐVIKUDAGUR Ofnbakaður fiskur m/grænmeti kr. 530,- FIMMTUDAGUR 5vínagulla5Ch m/rjómasoðnu spaghetti kr. 620,- FÖ5TUDAGUR Qrillaðar lambasneiðar m/maís og rauðkáli kr. 570,- Pantanir í síma 13093 frá kl. 10 - 23.30. Ekki er nauðsynlegt að panta en það hentugra sé þess kostur. Te & kaffistofan V/esturgötu 52 — Sími 13093 PRENTVERK AKRANESS HF.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.