Skagablaðið


Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 6
6 Skaqablaðið Nauðungaruppboð þridja og síðasta, á eftirtöldum eignum fer fram f skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Garðabraut 45,01.06, þinglýstur eigandí Ragnheiður Gunnarsdóttir, föstu- daginn 15. febrúar 1991, kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Veðdeild Landsbanka íslands. Höfðabraut 1, rishæð, þinglýstur eigandi Elís Rúnar Víglundsson, föstu- daginn 15. febrúar 1991, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Lögmannsstof- an Kirkjubraut 11 Sandabraut 14, efri hæð, þinglýsur eigandi Málfríður Sigurvinsdóttir, föstu- daginn 15. febrúar 1991, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki íslands og Guðjón Ármann Jónsson, hdl. Skagabraut 33, þinglýstur eígandi Ásgerður Ásgeirsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir, föstudagínn 15. febrúar 1991, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Lögmannsstof- an Kirkjubraut 11. Suðurgata 35 A, efri hæð, þinglýstur eígandi Guöjón Finnbogason, Oddný Garðardóttir, föstudagínn 15. febrúar 1991, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki íslands, Veðdeild Landsbanka íslands, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Halldór Þ. Birgisson, hdl. Vitateigur 5, neðri hæð, þinglýstur eigandi Anna Signý Árnadóttir, föstu- daginn 15. febrúar 1991, kl. 16.00. Uppboðsbeíðendur eru: Landsbankí íslands, íslandsbanki og Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. Bæjarfógetinn á Akranesi ÚTBOÐ Jarðvegsskipti í bíla- stæðum við íþróttavöll Tilboð óskast í framkvæmdir við jarðvegsskipti í hluta bílastæða við íþróttavöll. Um er að ræða uppmokstur og akstur á mold úr bílastæðum og akstur, útjöfnun og þjöppun á burðarhæfri möl í bílastæðin. Helstu magntölur: 1. Flatarmál svæðis ............................ 2551 m2 2. Uppgröftur .................................. 1321 m3 3. Fylling ..................................... 1270 m3 Framkvæmdatími er til 9. apríl 1991. Útboðsgögn em afhent á tæknideild Akraneskaup- staðar, Kirkjubraut 28, gegn 15.000 kr. skilatiyggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað ekki síðar en þriðju- daginn 26. febrúar 1991 kl. 11.30. Verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Forstöðumaður tæknideildar Björn og Rakel í aðstöðunni í kjallaranum, þar sem þau meðhöndla steinana eftir kúnstarinnar reglum. JUIaf liW effir fallegum stenum á ferðalögum" Nú í seinni tíð þegar að frístundir almennings hafa aukist til muna, er misjafnt hvernig fólk nýtir sér þennan tíma. Sumir nota hann til þess að hvílast sem best, en aðrir finna sér hugarhægð í hinum marg- víslegu áhugamalum sinum. jónin Björn Gústafsson og Rakel Jónsdóttir eiga sér allsérstakt áhugamál, en það er að safna steinum í hinum ýmsu stærðum og gerðum og mála þá síðan í öllum regnbogans litum. Steinarnir eru síðan notaðir sem falleg skrautvara eins og t.d. í blómapottum. „Við höfum á ferðalögum okk- ar um landið alltaf litið í kringum okkur eftir fallegum steinum sem hægt væri að nýta sem skraut- steina og má segja að við höfum haft það að áhugamáli meira og minna síðustu fimm ár,“ sögðu þau Björn og Rakel í spjalli við Skagablaðið. „Eftir að við höfum safnað steinunum saman og komið þeim í hús þá byrjum við á því að þvo þá rækilega og síðan eru þeir þurrkaðir og sigtaðir. Þeir flokk- ast þá eftir gerðum og stærðum, eins og t.d, gróft, fíngróft og milligróft. Þá eru steinarnir mál- aðir og má segja að það séu allir regnbogans litir sem þeir eru málaðir í, sérstaklega eftir því hvað hentugast þykir í hvert skipti. Sumir litir eiga vel við t.d. til skreytinga í blómapottum og aðrir notaðir með þurrskreyting- um svo eitthvað sé nefnt. En þau Björn og Rakel láta ekki staðar numið hér. Þau hafa, og þá sérstaklega Rakel, safnað saman laufblöðum úr hinum ýmsu blóma og trjátegundum, svo sem úr birki- og reynitrjám og þurrkað svo úr verða hin fal- legustu laufblöð til þurrskreyt- inga. Öll þessi blöð hafa þau tínt úr sumarbústaðalandinu sínu, sem þau eiga í Ölveri, þar sem þau dvelja eins oft og þau geta yfir sumarið og vinna að þessum hugðarefnum sínum. „Vinnan og umstangið í kring- um þetta hefur veitt okkur mikla ánægju og þegar kemur að því að við hættum að vinna á hinum al- menna vinnumarkaði kemur þetta örugglega til með að verða okkur mikil afþreying," sögðu þau hjón að lokum. Karatemenn af Skaganum færa sig upp á skaftið: Fyrstu verðlaunin í höfn Karatemenn frá Akranesi unnu sín fyrstu verðlaun í opin- berri keppni á Febrúarmóti Shot- okan - Karatesambands íslands um helgina. átttakendur í mótinu voru frá þremur félögum, Þórs- hamri Akranesi, karatedeild Hauka og karatedeild Breiða- bliks. Keppt var bæði í Kata og Kumitu og unnu Skagamenn, sem allir keppa með gult belti til verðlauna í báðum flokkum. Jón Ingi Þorvaldsson nældi sér í silfurverðlaun í Kata en í Kumite fékk Tryggvi Tryggvason silfur. Jón Ingi fékk brons þar. Árangur Skagamannanna er athyglisverður því flestir kepp- endanna eru með appelsínugul bclti, þ.e. hafa að baki helmingi lengri æfingatíma en þeir sem eru með gul belti. Virðist því á öllu greinilegt að hér á Akranesi er vaxandi hópur karatemanna og bendir árangur- inn til þess að markvisst starf sé unnið á vegum Þórshamars. Kínakvöldin em vinsæl Sú nýjung Strandarinnar að efna til „Kínakvölda" öll miðviku- og fimmtudagskvöld í febrúar hefur mælst mjög vel fyrir á meðal sælkcra bæjarins. Að sögn Smára Jónssonar, matreiðslumanns á Ströndinni, var nánast uppselt fyrsta kvöldið sem boðið var upp á þennan mat, og bókarnir hafa verið góðar þau kvöld sem eftir eru í mán- uðinum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.