Skagablaðið


Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 14.02.1991, Blaðsíða 7
Skaaablaðið 7 Fjáriiaasáðstlun Akranesbæjar 1991 Nú er lokið fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Akranesbæjar og stofnana hans fyrir árið 1991. Eins og kom fram í grein Ingibjargar Pálmadóttur í síðasta Skagablaði virðist ætla að nást víðtæk samstaða um áætlunina. Sjálfur hef ég fyrirvara varðandi minn stuðning. Á síð- asta bæjarstjórnarfundi lagði ég fram lista með nokrum atriðum sem laga þarf í þessari áætlun ef ég á að geta samþykkt hana. Ímegindráttum er gengið út frá óbreyttri álagningu gjalda á bæjarbúa frá sl. ári. Eina frávikið er hækkun vatnsskatts en sá tekjustofn hefur verið mjög lágur hér í bæ og kaldavatnsmál setið á hakanum vegna fjárskorts Vatns- veitunnar. Ég hef stutt þessa álagningu en Skólabraut. Þessi upphæð kemur til greiðslu ef það húsnæði selst. Ljóst er að meginþungi fjárm- ögnunar nýs tónlistarskóla kem- ur næsta ár en Tónlistarfélagið og stjórn skólans virðast sætta sig við þessa niðurstöðu og geri ég því ekki frekari ágreining um þetta mál. lagðist gegn hugmyndum um álagningu sorpeyðingargjalds sem var tekið upp í nokkrum kaupstöðum. Ég tel það engan vegin réttlætanlegt hér þegar kostnaður við sorpurðun lækkar í framhaldi af útboði. Varðandi aðrar tekjuspár náð- ist samkomulag. Ég tel að fremur varlega sé farið í sakirnar. Út- koma bæjarsjóðs á síðasta ári virðist ætla að verða góð og tekjur og útgjöld nærri áætlun þrátt fyr- ir hrakspár í kringum kosningar. Áætlaðar framkvæmdir Leikskólinn við Lerkigrund: í fjárhagsáætlun er stærsti fram- kvæmdaliðurinn bygging leik- skólans við Lerkigrund. Þeirri framkvæmd á að ljúka og lofs- vert að það skuli gert og fjárupp- hæð ekki skert frá áætlaðri þörf. Þetta hefur verið mikið baráttu- mál okkar Alþýðubandalags- manna og raunar fleiri enda bylt- ing í dagvistarmálum hér í bæ ef rétt verður staðið að rekstrinum. Tónlistarskóli: Annar stór lið- ur er kaup á húsnæði fyrir Tón- listarskólann. Samhliða sölu á húsnæði skólans við Kirkjubraut lá fyrir að skólinn þyrfti að vera kominn í nýtt húsnæði í síðasta lagi sumarið 1992. Eftir að endurbótum og við- byggingu við Kirkjubraut 8 var hafnað var stefnt á nýbyggingu og studdi ég þá lausn eftir að hafa orðið undir varðandi Kirkju- brautina. Tillagan um húsnæði fyrir tónlistarskóla við Þjóðbraut kom mér því á óvart. Ég hef þó ákveðið að styðja þá lausn, sem er ósk Tónlistarfélagsins, enda löngu tímabært að húsnæðismál skólans komist á hreint og lítill tími til þess að leysa málin. Það kom mér á óvart, að í upphafi var í fjárhagsáætlun ein- ungis gert ráð fyrir kaupverði hússins, kr. 18 millj., einkum þegar það er skoðað að á sl. ári var 5 millj. kr. fjárveiting til húsnæðis tónlistarskóla og Kirkjubraut 8 var seld fyrir rúm- ar 6 millj. sama ár. Þessir pening- ar sl. árs voru inni í 18 milljónun- um. Á síðari stigum bættust síð- an við 3,2 millj. við upphæðina en það er áætlað söluverðmæti húsnæðis tónlistarskólans við Ýmsar skuldbindingar Akranesbær leggur fram um- samið fjármagn til þjónustubygg- ingar við Fjölbrautaskólann og er ánægjulegt að svo myndarleg fjárhæð náist frá ríki að hægt verður að taka hluta byggingar- innar í notkun í haust. Hægar miðar með heilsugæslu- stöðina en bærinn leggur þar fram umsaminn hluta fram- kvæmdafjár. Hlutafélagið Spölur kostar 7,5 millj. en samstaða er um þá hlut- deild bæjarins. Margt fleira já- kvætt er í áætluninni. Gatnagerð — engin holræsi? f framhaldi af málefnasam- komulagi meirihlutans var ætlun- in að gera átak í gatnagerð en þar er erfitt um vik því margar dýrar framkvæmdir eru eftir. Ég tel brýnt að ljúka frágangi Garðabrautar, bæði stofngöt- unnar og botnlanganna. Einnig er skylt að ljúka gangstéttarlagn- ingu við Jörundarholt, þar sem gatan var steypt sl. ár, enda íbú- ar búnir að greiða gatnagerðar- gjöld. Þá tel ég brýnt að halda áfram gangstéttarlagningu f eldri hluta bjarins og þó gangstéttar- bútur á Heiðarbraut ásamt gangstíg að Brekkubæjarskóla sé ekki stórverkefni þá er það mjög nauðsynlegt. í gatnagerðarpakk- anum er einnig gert ráð fyrir að leggja að nýju Þjóðbrautina (skipta um jarðveg) frá hring- torgi að Esjubraut. Það er í þessum lið sem einn af stóru göllum áætlunarinnar er. Pað er ekki króna í frágang hol- ræsaúthlaupa! Á sl. ári var gerð enn ein skýrslan um ástand mála og stórar tölur nefndar varðandi kostnað við lagfæringar á út- hlaupum. Ljóst er að hér er um margra ára verkefni að ræða, en það hefst aldrei ef engin fjárveit- ing fæst í verkið. Á sl. ári var gengið frá holræsum og úthlaup sameinuð á helmingi Ægisbraut- ar og hélt ég að síðari hlutinn yrði kláraður í ár. Hér er um 5 millj. kr. framkvæmd að ræða. Þennan lið sætti ég mig engan veginn við óbreyttan. Stöðvun framkvæmda við Höfða? Annað sem kom verulega á óvart í áætluninni var að fjárveit- ing til framhalds framkvæmda við 2. áfanga Dvalarheimilisins Höfða er engin, = 0 kr. í ár. Vit- að er að bærinn á eftir að greiða tugi milljóna til framkvæmda við Höfða og erfitt að sjá að fullur áfangi, t.d. lokafrágangur eld- húss og matsalar, hefði náðst. Var þá ekki ástæða til að vinna að frágangi utanhúss, frágangi lóðar og gönguleiða að dvalar- heimilinu? Þar sem Alþýðubandalagið er í þeirri stöðu að eiga hvorki full- trúa í stjórn dvalarheimilisins né í framkvæmdanefnd hef ég óskað eftir áætlun framkvæmdanefnd- arinnar um framkvæmdir á árinu og á næstu árum miðað við að bærinn leggi ekki krónu til verks- ins í ár. Ég bíð eftir þessari skýrslu fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun. Framkvæmdir við grunnskólana saltaðar Við sem vinnum í grunnskól- um bæjarins höfum harmað þá stefnubreytingu sem varð þegar nýgerðum skólasamningi (frá 1986) var rift við breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Núverandi meirihluti greip tæki- færið og kúventi og ætlaði helst ekki að setja krónu til frekari uppbyggingar skólanna. Sveitar- félögin áttu að taka við verkefn- um ríkisins og fengu til þess pen- inga, en menn nýttu sér tækifær- ið og breyttu áherslum. Uppi standa grunnskólarnir með sína 500 nemendur hvor, annar án frambærilegrar smíða- stofu, hinn án allra félagsaðstöðu fyrir nemendur, án sómasam- legrar bókasafnsaðstöðu eða starfsaðstöðu kennara. Erfitt er að færa rök að því að 80 - 100 millj. kr. nýbygging við Grundaskóla hefði rúmast innan fjárhagsáætlunar í ár og næsta árs. Þungt hefði það verið að ljúka smíðastofu og öðrum breytingum í Brekkubæjarskóla fyrir 8-10 milljónir í einum áfanga í ár. En mér er óskiljan- legt að berjast þurfi með látum fyrir því að unnið verði að lóð- arframkvæmdum svo eitthvert gagn sé í. Tilhneigingin virðist klárt sú að þetta eigi allt að bíða um ókomin ár. Sem betur fer tókst að útvega smáupphæð í lóðirnar. Ferlimál fatlaðra, gangstígar, opnir leikvellir Á sl. ári var gerð úttekt á á- standi opinberra bygginga á Akranesi með tilliti til aðgengis hreyfihamlaðra. Niðurstaðan var að margt þarf að laga en engin fjárveiting er til slíkra úrbóta í ár. Helst bindur maður vonir við að fyrirhugaðri bókalyftu í bóka- safni bæjarins verði breytt í venjulega lyftu sem tæki þá hjóla stól og fólk. Bókalyftan kostar a.m.k. 1 milij. og tekur aðeins 50 kg- A sl. árum hefur verið unnið allvel að endurskipulagningu bæjarins. Gengið var m.a. frá deiliskipulagi Akratorgsreits, þ.e. svæðisins í kringum Skóla- braut og Kirkjubraut. Hvergi eru tryggðir peningar til að hefja framkvæmdir við lagfæringar á götunum í samræmi við skipulag- ið. Opnir leikvellir verða að venju útundan, allt of lág upphæð er þar í uppbyggingu, kaup eða smíði á leiktækjum. Ekki allt hægt í einu Ýmislegt annað mætti nefna. Auðvitað er það þannig að við gerð hverrar fjárhagsáætlunar að mörg áhugamál einstakra bæjar- fulltrúa og hópa bæjarbúa verða að víkja eða bíða. Fjármagn er takmarkað og ekki skynsamlegt að auka lántökur um of. Þrátt fyrir það tel ég ekki réttlætanlegt að styðja fjárhagsáætlun sem ýtir algjörlega til hliðar tveimur að- albaráttumálum AB, þ.e. upp- byggingu Dvalarheimilisins Höfða og úrbótum í umhverfis- málum. Þetta eru mál sem þola enga bið. Sama gildir um úrbæt- ur í ferlimálum fatlaðra. Vonandi skýrast mál eitthvað á milli umræðna og einhverjar breytingar verða örugglega gerðar. Ætluninn er að gera 3ja ára áætlun um rekstur og fram- kvæmdir bæjarsjóðs sem leggja á fram við síðari umræðu fjárhags- áætlunar. Látum ákvörðun um stuðning eða andstöðu mína við fjárhagsáætlunina bíða þangað til. Ég veit að útgjaldahliðin hef- ur lækkað eitthvað (sennilega nálægt 2 millj.) eftir að áætlunin var gerð og von er á meiri pen- ingum frá ríki vegna uppgjörs eldri skólaframkvæmda svo e.t.v. er von á einhverjum lag- færingum á áætluninni á næstu dögum. Rétt er að taka undir hvatn- ingu um að bæjarbúar nái sér í eintak af fjárhagsáætluninni og kynni sér innihald hennar. Al- menn umræða hlýtur alltaf að vera af hinu góða. Aths. rítstjórnar: Grein þessi barst síðdegis á miðvikudag í síð- ustu viku. Ekki var gerlegt að koma henni í síðasta blað og er greinarhöfundi kunnugt um það. Af hveiju veitir VLFA félagsmönnum ekki framtalsþjónustu?: Fyvsta beiðnin „Fyrirspurn af þessu tagi hefur aldrei borist til okkar fyrr, eða í það minnsta ekki þau fimmtán ár, sem ég hef starfað hjá Verka- lýðsfélaginu,“ sagði Guðmundur M. Jónsson, hjá Verkalýðsfélagi Akraness er hann var inntur eftir því hvers vegna félagið veitti fé- lögum sínum ekki aðstoð við skattaframtöl. élagsmaður hafði samband við Skagablaðið og var ekki nógu ánægður með að VLFA veitti ekki slíka þjónustu. Sagðist hann vita til þess að slíkt væri gert bæði hjá Dagsbrún og svo úti í Eyjum. „Ég veit reyndar um tvö í 15 ár verkalýðsfélög sem hafa veitt þessa þjónustu í einhverri mynd. Það eru Dagsbrún í Reykjavík og verkalýðsfélagið í Vestmanna eyjum. Dagsbrún er með lög- fræðing á sínum vegum, sem eflaust veitir ráðleggingar. En ég þekki lítið til þessara mála í Eyj- um.“ JÁRN—ÁL—RYÐFRÍTT STÁL Nýsmíði - viðgerðir - rennismíði VÉLSMIÐJA Ólafs R. Guðiónssonar SMIÐJUVÖLLUM 6 — SIM113022 Málnlngarvínna Tek að mér alla alhliða málningarvinnu. Garðar Jónsson, málari Lerkigrund 1 — Sími 12646 Gleraugnaþjónusta Vesturlands SJÓNGLERIÐ Skólabraut 25 - Slmi 93-11619 Tökum að okkur alla alhliða málningarvinnu. O O EINIGRUND 23 - 300 AKRANES

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.