Skagablaðið - 14.02.1991, Page 10

Skagablaðið - 14.02.1991, Page 10
Nemendur 10. bekkjar Brekkubæjarskóia stunduðu nám f 36 kfukkub'ma samfleytb Settu nýtt fslandsmet Nýtt íslandsmet leit dagsins Ijós klukkan átta síðast- liðið laugardagsvöld. Vettvangurinn var Brekkubæjar- skóli þar sem sigri hrósandi nemendur 10. bekkjar fögnuðu nýju íslandsmeti í námsmaraþoni. Þau höfðu þá stundað nám í 36 stundir samfleytt og bætt fyrra met um þrjár stundir. og frá. Þau hefðu öll mætt eld- hress í skólann og verið búinað ná úr sér allri þreytunni. „Námsmaraþonið var haldið til þess að fjármagna skólaferða- lag okkar í vor. En þá er hug- myndin að dvelja nokkra daga í Húsafelli að afloknum sam- ræmdu prófunum. Við söfnuðum á bilinu 160 til 180 þúsund krónum, sem er alveg frábært. Vil ég því nota tækifærið og þakka öllum þeim sem styrktu okkur, bæði einstaklingum og fyrirtækjum hér í bæ,“ sagði Erla Osp að lokum. Þessir nemendur litu ekki upp úr bókunum. Skagablaðið ræddi við þær Hrönn Ríkharðsdóttur, kennara, og Erlu Ösp Lárusdótt- ur, sem er í fjáröflunarnefnd 10. bekkinga, að maraþonkennsl- unni lokinni. „Þetta var erfitt en skemmti- legt og við vorum öll einhuga um að slá metið hvað sem það kost- aði,“ sagði Erla Ösp í samtali við Skagablaðið. „Hugmyndin að þessu námsmaraþoni kom fram síðastliðið haust og átti það upp- haflega að fara fram í desember en var frestað þar til nú.“ Erla Ösp sagði að það hefði verið mikil vinna að undirbúa maraþonið og hefði mestur tím- inn farið í skipulagningu og að sjálfsögðu í fjáröflun. Fjórar hefðu verið kosnar í fjáröflunar- nefnd. Auk hennar væru í nefnd- inni Erla Lind Jónsdóttir, Þór- unn María Örnólfsdóttir og Vai- borg Ragnarsdóttir. „Námsmaraþonið hófst klukk- an átta á föstudagsmorguninn og lauk klukkan átta á laugardags- kvöld. Fyrirkomulagið hjá okkur var þannig að krökkunum var skipt niður í þrjá hópa. Hver hópur var við nám í einn klukku- tíma í senn og hvíldist svo í tvo tíma. Hver hópur var þannig í maraþoninu 12 tíma alls. Það voru tveir kennarar, sem stóðu hverja kennaravakt. Annar var við kennslu og hinn hafði umsjón með þeim sem voru í fríi frá kennslunni hverju sinni.“ Erla Ösp svaraði þegar hún var spurð að því hvort krakkarn- ir hefðu ekki sofið yfir sig á mánudagsmorguninn eftir erfiði helgarinnar að það hefði verið af A milli þess sem setið var við nám notuðu nemendurnir tímann til þess að slaka á. „Gaman að sjá samheldnina“ sagði Hröm Rfkharðsdóttr, einn kennaranna í maraþonnáminu „Það var afskaplega gaman að vinna að þessu með krökkunum og sjá þá miklu samheldni og fél- agsanda sem ríkti hjá þeim öllum á meðan námsmaraþoninu stóð,“ sagði Hrönn Ríkharðs- dóttir, kennari í Brekkubæjar- skóla. Hún dró ekki af sér við kennsl- una og kenndi „grimmt“ bæði föstudag og laugardag. Fflestir kennarar 10. bekkjar kenndu nemendunum fjöru- tíu og tveimur, sem þátt tóku í maraþoninu, einhvern hluta tím- ans. Til dæmis var Pétur Björns- son, leikfimikennari, með leik- fimi frá klukkan eitt til fjögur að- faranótt laugardagsins. Þá tók Rögnvaldur Einarsson við og kenndi stærðfræði til klukkan sjö um morguninn. Ég tók síðan við og kenndi ensku til klukkan tíu. Svona gekk þetta koll af kolli.“ Hrönn sagði að einstaklingar og fyrirtæki í bænum hefðu tekið krökkunum sérstaklega vel. Sem dæmi hefðu bakaríin gefið þeim kaffimeðlæti og rjómabollur og Versl. Einar Ólafsson gefið þeim sem styrk, helming þeirrar vöru- úttektar sem þau tóku út hjá versluninni maraþonsdagana. „Þau voru furðu hress að af- loknu maraþoninu,“ sagði Hrönn. „Það var vissulega farið að draga af sumum þeirra. Á föstudags- kvöldinu sögðu þau að það yrði ekkert mál að fara út kvöldið eftir. Þær raddir heyrðust síðan seinni hluta laugardagsins að þau ætluðu að reyna að ná því að horfa á úrslit söngvakeppni sjón- vapsins þá um kvöldið.“ Tóku 38fyrir ölvunarakstur Lögreglan á Akranesi tók í fyrra 38 ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Svanur Geirdal, yfirlög- regluþjónn, sagði í sam- tali við Skagablaðið að þetta væruheldurfærrienárið 1989. Fæmsátu inniífyira Alls bókaði lögreglan hjá sér 133 „gistinætur“ í fyrra vegna mála er tengdust ölvun og rannsókn meintra afbrota. Þessi tala er lægri en árið 1989 og er kannski til vitnis um það að batnandi fólki er best að lifa. Tóku120*0 hraðakstur Eitt hundrað og tuttugu ökumenn voru í fyrra teknir fyrir of hraðan akstur af lög- reglunni á Akranesi. Þetta er talsverð fjölgun frá árinu áður og munar þar mestu um að nýr radar lögreglunnar var í notkun allt síðasta ár en ekki nema hluta af árinu 1989. í nýliðnum janúarmánuði voru átta ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, allir innan bæjarmarkanna. Alls voru kærur vegna um- ferðarlagabrota 247 í fyrra. Númeraklipp- umaráloffi Númeraklippur lögregl- unnar hafa talsvert verið á lofti það sem af er árinu. Að sögn S vans Geirdal, yfir lögregluþjóns.hafanúm- erin verið klippt af 27 bílum það sem af er árinu. I öllum til- vikum hafa númerin verið klippt af vegna þess að vanrkt hefur verið að færa viðkom- andi bifreiðar til skoðunar.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.